Telja lítils að vænta frá stjórnvöldum vegna komandi kjarasamninga Jakob Bjarnar skrifar 1. september 2022 15:25 Ragnar Þór og Halldór Benjamín voru sammála um að þeir ættu sameiginlegan óvin sem er verðbólgan. Þeir ræddu komandi kjarasamninga og voru báðir bjartsýnir á að samningsaðilum tækist að semja. vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, ræddu komandi kjaraviðræður í Pallborði Vísis og Stöðvar 2 nú síðdegis. Ef einhver hafði búist við hörðum átökum milli þeirra tveggja, sem ekki eru þekktir fyrir loðmullu í skoðunum eða framsetningu þeirra, hefur sá orðið fyrir nokkrum vonbrigðum. Báðir lýstu þeir því yfir að þeir væru bjartsýnir á komandi viðræður og að í stórum dráttum þá væru þeir sammála um hvað gera þyrfti. Og þar skiptir máli, líkt og Halldór Benjamín sagði, að til staðar er sameiginlegur óvinur: Verðbólgan. Og hún bítur fast, bæði atvinnurekendur og launþega. Húsnæðismálin eru efst á blaði. Klippa: Pallborðið - Halldór Benjamín og Ragnar Þór Gefa ekki mikið fyrir aðkomu stjórnvalda Ragnar Þór gagnrýndi stýrivaxtahækkanir Seðlabankans harðlega, sem Halldór Benjamín sagðist styðja, en verkalýðsleiðtoginn benti á að þær væru ekki í nokkru einasta samhengi við það sem þekkist meðal þeirra þjóða sem við berum okkur saman við. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur lýst því yfir að stjórnvöld hafi undirbúið sig vel fyrir komandi kjarasamninga þá með vísan til funda þjóðhagsráðs. Halldór Benjamín sagðist hafa setið hvern einasta fund á þeim vattvangi og hann taldi liggja fyrir að stjórnvöld ættu að skipta sér sem minnst af samningaviðræðum. Pallborðið kjarasamningar Ragnar Þór gaf ekki mikið fyrir þjóðhagsráð, sagðist aðeins hafa setið einn slíkan fund en hann gerði ráð fyrir því að Katrín væri að vísa til þess vettvangs þegar hún segir stjórnvöld reiðubúin í viðræður um kjarasamninga. Hann sagði að upplýsingagjöf inn í verkalýðsfélögin af þeim vettvangi hafi verið af skornum skammti. „Stóra vandamálið í þessu er að stjórnvöld komu inn í lífskjarasamninginn síðasta með lista af loforðum sem áttu að styðja við okkar samning, sum stór og lykilatriði sem áttu að styðja við samninginn. Stór hluti þess loforðalista hefur ekki verið efndur,“ sagði Ragnar. Svikin loforð ríkisstjórnarinnar Formaður VR var ómyrkur í máli hvað varðaði aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum einfaldlega vegna þess að ekki stæði steinn yfir steini hvað varðaði efndir í tengslum við síðustu samningsgerð. Þau gætu því ekki talist trúverðugur og traustur aðili til að setjast við borðið og tala í lausnum. Báðir voru þeir Halldór Benjamín og Ragnar Þór sammála um að það væri einkum og sérílagi húsnæðiskortur sem væri drifkraftur verðbólgu og þar yrðu opinberir aðilar að koma inn í með auknu lóðaframboði. Þeir voru þó ekki bjartsýnir á að hið opinbera kæmi sem lausnari í þeim efnum: Þeir væru að tala saman sem ábyrgir aðilar, fullorðið fólk og líklega þyrftu þeir sjálfir að bretta upp ermar, taka sér skóflu í hönd og grafa fyrir húsgrunni. Kjaramál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Pallborðið Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Ef einhver hafði búist við hörðum átökum milli þeirra tveggja, sem ekki eru þekktir fyrir loðmullu í skoðunum eða framsetningu þeirra, hefur sá orðið fyrir nokkrum vonbrigðum. Báðir lýstu þeir því yfir að þeir væru bjartsýnir á komandi viðræður og að í stórum dráttum þá væru þeir sammála um hvað gera þyrfti. Og þar skiptir máli, líkt og Halldór Benjamín sagði, að til staðar er sameiginlegur óvinur: Verðbólgan. Og hún bítur fast, bæði atvinnurekendur og launþega. Húsnæðismálin eru efst á blaði. Klippa: Pallborðið - Halldór Benjamín og Ragnar Þór Gefa ekki mikið fyrir aðkomu stjórnvalda Ragnar Þór gagnrýndi stýrivaxtahækkanir Seðlabankans harðlega, sem Halldór Benjamín sagðist styðja, en verkalýðsleiðtoginn benti á að þær væru ekki í nokkru einasta samhengi við það sem þekkist meðal þeirra þjóða sem við berum okkur saman við. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur lýst því yfir að stjórnvöld hafi undirbúið sig vel fyrir komandi kjarasamninga þá með vísan til funda þjóðhagsráðs. Halldór Benjamín sagðist hafa setið hvern einasta fund á þeim vattvangi og hann taldi liggja fyrir að stjórnvöld ættu að skipta sér sem minnst af samningaviðræðum. Pallborðið kjarasamningar Ragnar Þór gaf ekki mikið fyrir þjóðhagsráð, sagðist aðeins hafa setið einn slíkan fund en hann gerði ráð fyrir því að Katrín væri að vísa til þess vettvangs þegar hún segir stjórnvöld reiðubúin í viðræður um kjarasamninga. Hann sagði að upplýsingagjöf inn í verkalýðsfélögin af þeim vettvangi hafi verið af skornum skammti. „Stóra vandamálið í þessu er að stjórnvöld komu inn í lífskjarasamninginn síðasta með lista af loforðum sem áttu að styðja við okkar samning, sum stór og lykilatriði sem áttu að styðja við samninginn. Stór hluti þess loforðalista hefur ekki verið efndur,“ sagði Ragnar. Svikin loforð ríkisstjórnarinnar Formaður VR var ómyrkur í máli hvað varðaði aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum einfaldlega vegna þess að ekki stæði steinn yfir steini hvað varðaði efndir í tengslum við síðustu samningsgerð. Þau gætu því ekki talist trúverðugur og traustur aðili til að setjast við borðið og tala í lausnum. Báðir voru þeir Halldór Benjamín og Ragnar Þór sammála um að það væri einkum og sérílagi húsnæðiskortur sem væri drifkraftur verðbólgu og þar yrðu opinberir aðilar að koma inn í með auknu lóðaframboði. Þeir voru þó ekki bjartsýnir á að hið opinbera kæmi sem lausnari í þeim efnum: Þeir væru að tala saman sem ábyrgir aðilar, fullorðið fólk og líklega þyrftu þeir sjálfir að bretta upp ermar, taka sér skóflu í hönd og grafa fyrir húsgrunni.
Kjaramál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Pallborðið Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira