Tuchel: Vildi að ég væri með höfuðverk yfir byrjunarliðinu Atli Arason skrifar 1. september 2022 17:31 Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, á hliðarlínunni í leiknum gegn Southampton á þriðjudag. Getty Images Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, telur að félagið þurfi fleiri leikmenn til að auka á dýpt leikmannahópsins. Þetta sagði Tuchel á blaðamannafundi eftir 2-1 tap liðsins gegn Southampton á þriðjudaginn. „Ég vildi að ég væri með hausverk yfir því hver byrjar leikinn og hver situr á bekknum. Fyrir leiktíðina var höfuðverkur yfir því að við værum með of marga leikmenn í ákveðnum stöðum en í fimmta leik tímabilsins erum við bara með tvo leikmenn með reynslu í sömu leikstöðu,“ sagði Tuchel og átti aðallega við að liðið væri fáliðað á miðjunni og í miðri vörninni. Í leiknum gegn Southampton var Chelsea án þeirra N‘Golo Kanté, Trevor Chalobah, Conor Gallagher og Reece James vegna meiðsla, veikinda og leikbanns. „í dag enduðum við í þeirri stöðu að vera ekki með neinn miðvörð á varamannabekknum okkar. Svo misstum við líka Kante í meiðsli og Gallagher í leikbann,“ sagði Tuchel og bætti við. „Kovacic er ekki tilbúinn að leika heilan leik á sama getustigi og úrvalsdeildin er. Hann er aðeins búinn að æfa í eina viku eftir að hafa komið úr meiðslum. Þetta er skrítin staða og staða sem við viljum ekki vera í. Ég veit ekki alveg hvernig við enduðum hér“ Chelsea tilkynnti í gær komu Wesley Fofana til félagsins en þau félagaskipti komu eftir ummæli Tuchel á þriðjudaginn. Tuchel vill hafa stóran og samkeppnishæfan leikmannahóp fyrir komandi tímabil. „Vonandi spilum við 60 leiki á tímabilinu en til að komast í gegnum 60 leikja tímabil þá verður maður að vera með hóp þar sem allir eru heilir og klárir í að spila.“ Ummæli Tuchel um að vanta fleiri leikmenn eru áhugaverð í ljósi þess að Chelsea er hingað til það lið sem hefur eytt mestum fjármunum í félagaskipti í sumar, af öllum liðum í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea hefur alls eytt 269 milljónum evra í sex nýja leikmenn í félagaskiptaglugganum í sumar. „Akkúrat núna þá held ég að við þurfum nokkra nýja leikmenn í mismunandi leikstöðum. Það styttist í að félagaskiptaglugginn lokar en þegar 1. september rennur sitt skeið þá verð ég hamingjusamur knattspyrnustjóri sama hvað skeður,“ sagði Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea. Félagaskiptaglugginn á Englandi lokar klukkan 22.00 í kvöld. Enski boltinn Tengdar fréttir Chelsea gerði Fofana að einum dýrasta varnarmanni sögunnar Chelsea hefur gengið frá kaupunum á franska varnarmanninum Wesley Fofana frá Leicester City. 31. ágúst 2022 12:53 Southampton snéri taflinu við gegn Chelsea Southampton vann óvæntan 2-1 sigur er liðið tók á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 30. ágúst 2022 20:39 Tuchel: „Þarf ekki mikið til að vinna okkur“ Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, var sár og svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Southampton í fimmtu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Hann segir að liðið eigi erfitt með einbeitingu og að önnur lið þurfi ekki að gera mikið til að vinna Chelsea eins og staðan er núna. 30. ágúst 2022 22:00 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Fleiri fréttir Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Sjá meira
Þetta sagði Tuchel á blaðamannafundi eftir 2-1 tap liðsins gegn Southampton á þriðjudaginn. „Ég vildi að ég væri með hausverk yfir því hver byrjar leikinn og hver situr á bekknum. Fyrir leiktíðina var höfuðverkur yfir því að við værum með of marga leikmenn í ákveðnum stöðum en í fimmta leik tímabilsins erum við bara með tvo leikmenn með reynslu í sömu leikstöðu,“ sagði Tuchel og átti aðallega við að liðið væri fáliðað á miðjunni og í miðri vörninni. Í leiknum gegn Southampton var Chelsea án þeirra N‘Golo Kanté, Trevor Chalobah, Conor Gallagher og Reece James vegna meiðsla, veikinda og leikbanns. „í dag enduðum við í þeirri stöðu að vera ekki með neinn miðvörð á varamannabekknum okkar. Svo misstum við líka Kante í meiðsli og Gallagher í leikbann,“ sagði Tuchel og bætti við. „Kovacic er ekki tilbúinn að leika heilan leik á sama getustigi og úrvalsdeildin er. Hann er aðeins búinn að æfa í eina viku eftir að hafa komið úr meiðslum. Þetta er skrítin staða og staða sem við viljum ekki vera í. Ég veit ekki alveg hvernig við enduðum hér“ Chelsea tilkynnti í gær komu Wesley Fofana til félagsins en þau félagaskipti komu eftir ummæli Tuchel á þriðjudaginn. Tuchel vill hafa stóran og samkeppnishæfan leikmannahóp fyrir komandi tímabil. „Vonandi spilum við 60 leiki á tímabilinu en til að komast í gegnum 60 leikja tímabil þá verður maður að vera með hóp þar sem allir eru heilir og klárir í að spila.“ Ummæli Tuchel um að vanta fleiri leikmenn eru áhugaverð í ljósi þess að Chelsea er hingað til það lið sem hefur eytt mestum fjármunum í félagaskipti í sumar, af öllum liðum í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea hefur alls eytt 269 milljónum evra í sex nýja leikmenn í félagaskiptaglugganum í sumar. „Akkúrat núna þá held ég að við þurfum nokkra nýja leikmenn í mismunandi leikstöðum. Það styttist í að félagaskiptaglugginn lokar en þegar 1. september rennur sitt skeið þá verð ég hamingjusamur knattspyrnustjóri sama hvað skeður,“ sagði Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea. Félagaskiptaglugginn á Englandi lokar klukkan 22.00 í kvöld.
Enski boltinn Tengdar fréttir Chelsea gerði Fofana að einum dýrasta varnarmanni sögunnar Chelsea hefur gengið frá kaupunum á franska varnarmanninum Wesley Fofana frá Leicester City. 31. ágúst 2022 12:53 Southampton snéri taflinu við gegn Chelsea Southampton vann óvæntan 2-1 sigur er liðið tók á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 30. ágúst 2022 20:39 Tuchel: „Þarf ekki mikið til að vinna okkur“ Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, var sár og svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Southampton í fimmtu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Hann segir að liðið eigi erfitt með einbeitingu og að önnur lið þurfi ekki að gera mikið til að vinna Chelsea eins og staðan er núna. 30. ágúst 2022 22:00 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Fleiri fréttir Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Sjá meira
Chelsea gerði Fofana að einum dýrasta varnarmanni sögunnar Chelsea hefur gengið frá kaupunum á franska varnarmanninum Wesley Fofana frá Leicester City. 31. ágúst 2022 12:53
Southampton snéri taflinu við gegn Chelsea Southampton vann óvæntan 2-1 sigur er liðið tók á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 30. ágúst 2022 20:39
Tuchel: „Þarf ekki mikið til að vinna okkur“ Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, var sár og svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Southampton í fimmtu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Hann segir að liðið eigi erfitt með einbeitingu og að önnur lið þurfi ekki að gera mikið til að vinna Chelsea eins og staðan er núna. 30. ágúst 2022 22:00