Sendiherra Íslands vottaði virðingu sína: Langar raðir við útför Gorbatsjovs Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2022 11:00 Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, vottaði Gorbatsjov virðingu sína í morgun. Með houm á myndinni er Kristín Halla Kristinsdóttir, sendiráðunautur. Utanríkisráðuneytið. Langar biðraðir hafa myndast við útför Míkhaíl Gorbatsjov í Moskvu í morgun. Útförin fer fram í dag en líkkista síðasta leiðtoga Sovétríkjanna liggur í Súlnasalnum í Húsi verkalýðsins í Moskvu þar sem fólk vottar honum virðingu sína í dag. Þeirra á meðal er Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Gorbatsjov var leiðtogi Sovétríkjanna á árunum 1985 til 1991 og hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1990 fyrir þátt sinn í að draga úr spennu í samskiptum austurs og vesturs. Heiðursverðir standa við kistu Gorbatsjovs.AP/Alexander Zemlianichenko Gorbatsjov lést síðastliðinn þriðjudag eftir veikindi, en hann varð 91 árs gamall. Sjá einnig: Pútín verður ekki viðstaddur útför Gorbatsjov Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneyti Íslands sækir Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, athöfnina í dag, eins og fjölmargir sendiherrar annarra ríkja. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, er í Moskvu til að votta Gorbatsjov virðingu sína. Kreml segir engan fund milli Orbans og Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, vera skipulagðan. Í frétt Reuters segir að Gorbatsjov hafi verið virtur víða á Vesturlöndum fyrir umbætur sem hann framkvæmdi í Rússlandi en hann hafi lifað nógu lengi til að sjá yfirvöld þar snúa mörgum af hans umbótum við. Gorbatsjov fékk ekki formlega ríkisútför og er það til marks um að heima fyrir kenna margir honum um fall Sovétríkjanna og þá ólgu sem því fylgdi. Formleg ríkisútför hefði einnig skilyrt Pútín til að sækja hana og bjóða öðrum þjóðarleiðtogum. AP fréttaveitan segir Pútin mögulega ekki tilbúinn til þess vegna innrásar Rússa í Úkraínu og gífurlegrar spennu Rússlands og Vesturlanda vegna hennar. Langar raðir mynduðust í morgun við Súlnasalinn í Moskvu þar sem líkkista Gorbatsjov liggur. Útförin fer fram í dag.AP Andrew Roth, blaðamaður Guardian í Rússlandi, birti meðfylgjandi myndir úr Súlnasalnum í morgun. A few more photos. Body of Gorbachev lying in state as family and close friends sit nearby, quiet opera playing inside the hall, flanked by security and military guard of honor. pic.twitter.com/SFE8pBZV5Q— Andrew Roth (@Andrew__Roth) September 3, 2022 Matthew Luxmoore, blaðamaður Wall Street Journal, tók myndbönd af röðunum við útförina. Another view of the line pic.twitter.com/t7Hl8gKZUA— Matthew Luxmoore (@mjluxmoore) September 3, 2022 Rússland Sovétríkin Andlát Míkhaíl Gorbatsjov Utanríkismál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Þeirra á meðal er Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Gorbatsjov var leiðtogi Sovétríkjanna á árunum 1985 til 1991 og hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1990 fyrir þátt sinn í að draga úr spennu í samskiptum austurs og vesturs. Heiðursverðir standa við kistu Gorbatsjovs.AP/Alexander Zemlianichenko Gorbatsjov lést síðastliðinn þriðjudag eftir veikindi, en hann varð 91 árs gamall. Sjá einnig: Pútín verður ekki viðstaddur útför Gorbatsjov Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneyti Íslands sækir Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, athöfnina í dag, eins og fjölmargir sendiherrar annarra ríkja. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, er í Moskvu til að votta Gorbatsjov virðingu sína. Kreml segir engan fund milli Orbans og Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, vera skipulagðan. Í frétt Reuters segir að Gorbatsjov hafi verið virtur víða á Vesturlöndum fyrir umbætur sem hann framkvæmdi í Rússlandi en hann hafi lifað nógu lengi til að sjá yfirvöld þar snúa mörgum af hans umbótum við. Gorbatsjov fékk ekki formlega ríkisútför og er það til marks um að heima fyrir kenna margir honum um fall Sovétríkjanna og þá ólgu sem því fylgdi. Formleg ríkisútför hefði einnig skilyrt Pútín til að sækja hana og bjóða öðrum þjóðarleiðtogum. AP fréttaveitan segir Pútin mögulega ekki tilbúinn til þess vegna innrásar Rússa í Úkraínu og gífurlegrar spennu Rússlands og Vesturlanda vegna hennar. Langar raðir mynduðust í morgun við Súlnasalinn í Moskvu þar sem líkkista Gorbatsjov liggur. Útförin fer fram í dag.AP Andrew Roth, blaðamaður Guardian í Rússlandi, birti meðfylgjandi myndir úr Súlnasalnum í morgun. A few more photos. Body of Gorbachev lying in state as family and close friends sit nearby, quiet opera playing inside the hall, flanked by security and military guard of honor. pic.twitter.com/SFE8pBZV5Q— Andrew Roth (@Andrew__Roth) September 3, 2022 Matthew Luxmoore, blaðamaður Wall Street Journal, tók myndbönd af röðunum við útförina. Another view of the line pic.twitter.com/t7Hl8gKZUA— Matthew Luxmoore (@mjluxmoore) September 3, 2022
Rússland Sovétríkin Andlát Míkhaíl Gorbatsjov Utanríkismál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira