Sýknaður af ákæru fyrir að nauðga unglingsstúlku Árni Sæberg skrifar 3. september 2022 12:27 Maðurinn var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Ungur karlmaður var á dögunum sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins eftir að hafa verið ákærður fyrir að nauðga stúlku á unglingsaldri. Minnisleysi stúlkunnar var helsta ástæða sýknunnar. Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var maðurinn ákærður fyrir nauðgun með því að hafa á þáverandi heimili sínu haft samræði við stúlkuna án hennar samþykkis hennar og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. Af háttseminni hafi stúlkan hlotið sogbletti á kinn og hálsi og bitfar á vinstra læri. Fyrir hönd stúlkunnar var gerð einkaréttarkrafa um miskabætur upp á fjórar milljónir króna. Í apríl þessa árs var aðild að einkaréttarkröfunni breytt eftir að hún náði átján ára aldri. Meint brot átti sér stað í febrúar árið 2019 og því má leiða að því líkur að stúlkan hafi verið fimmtán ára gömul þegar það var framið. Man ekki eftir að hafa tekið kókaín Stúlkan bar fyrir dómi að hún hefði farið ásamt manninum og vini hans í heimahús þar sem þau neyttu áfengis og fóru í heitan pott saman. Stúlkan sagðist hafa verið nokkuð ölvuð þó hún vissi ekki hversu mikils áfengis hún hefði neytt. Mennirnir tveir báru fyrir dómi að stúlkan hafi verið undir áhrifum en þó ekki drukkin. Þá greindist kókaín í þvagi stúlkunnar á neyðarmóttöku daginn eftir meinta nauðgun. Hún kvaðst ekki muna til þess að hafa neytt eiturlyfja. Kókaín greindist ekki í blóði hennar og því var ekki talið sannað að hún hefði neytt þess umrætt kvöld. Sérfræðingur bar fyrir dómi að kókaín greinist lengur í þvagi en blóði. Breytti framburði sínum fyrir dómi Lífsýni úr manninum greindist bæði í leggöngum og endaþarmi stúlkunnar en þrátt fyrir það neitaði hann að hafa haft samræði við hana þegar hann var yfirheyrður af lögreglu. Hann breytti frásögn sinni fyrir dómi og kvað þau hafa sofið saman að undirlagi stúlkunnar umrætt kvöld. Hann sagðist hafa verið hræddur og liðið eins og brotið væri á sér þegar hann var yfirheyrður af lögreglu og því hafi hann ekki sagt satt og rétt frá við yfirheyrslu. Vildi ekki kæra Sem áður segir var stúlkan undir lögaldri þegar meint nauðgun átti sér stað og því var það ekki á hennar forræði að kæra málið. Móðir hennar bar fyrir dómi að stúlkan hafi beðið sig að kæra atvikið ekki. Þá sagði maðurinn fyrir dómi að þau hefðu verið í samskiptum eftir atvikið og jafnvel eftir að hann var ákærður. Stúlkan sagði mannin hafa beðið hana að falla frá málinu og að hún hefði spurt móður sína hvort það væri hægt. Mundi lítið eftir atvikinu Stúlkan kvaðst hafa vaknað heima hjá manninum í peysu einum klæða og með óljósa tilfinningu um að eitthvað hefði gerst. Hún bar ekki um brot gegn sér fyrir dómi og bar fyrir sig minnisleysi. Hún kvaðst hafa verið „búin að loka á þessa hluti.“ Ákærði neitaði alfarið sök í málinu en í niðurstöðukafla dómsins segir að það sem einkum geri líklegt að brot hafi verið framin sé misvísandi framburður mannsins sjálfs. Þó hafi ekkert annað legið fyrir í gögnum málsins eða framburði vitna sem hrekti framburði hans fyrir dómi. Þá segir að ekki hafi verið sannað að stúlkan hafi verið undir svo miklum áhrifum áfengis eða fíkniefna að maðurinn hefði getað nýtt sér ástand hennar. Af framangreindu taldi dómari að ekki yrði sannað svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Hann var því sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins sem og einkaréttarkröfunni. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér. Kynferðisofbeldi Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var maðurinn ákærður fyrir nauðgun með því að hafa á þáverandi heimili sínu haft samræði við stúlkuna án hennar samþykkis hennar og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. Af háttseminni hafi stúlkan hlotið sogbletti á kinn og hálsi og bitfar á vinstra læri. Fyrir hönd stúlkunnar var gerð einkaréttarkrafa um miskabætur upp á fjórar milljónir króna. Í apríl þessa árs var aðild að einkaréttarkröfunni breytt eftir að hún náði átján ára aldri. Meint brot átti sér stað í febrúar árið 2019 og því má leiða að því líkur að stúlkan hafi verið fimmtán ára gömul þegar það var framið. Man ekki eftir að hafa tekið kókaín Stúlkan bar fyrir dómi að hún hefði farið ásamt manninum og vini hans í heimahús þar sem þau neyttu áfengis og fóru í heitan pott saman. Stúlkan sagðist hafa verið nokkuð ölvuð þó hún vissi ekki hversu mikils áfengis hún hefði neytt. Mennirnir tveir báru fyrir dómi að stúlkan hafi verið undir áhrifum en þó ekki drukkin. Þá greindist kókaín í þvagi stúlkunnar á neyðarmóttöku daginn eftir meinta nauðgun. Hún kvaðst ekki muna til þess að hafa neytt eiturlyfja. Kókaín greindist ekki í blóði hennar og því var ekki talið sannað að hún hefði neytt þess umrætt kvöld. Sérfræðingur bar fyrir dómi að kókaín greinist lengur í þvagi en blóði. Breytti framburði sínum fyrir dómi Lífsýni úr manninum greindist bæði í leggöngum og endaþarmi stúlkunnar en þrátt fyrir það neitaði hann að hafa haft samræði við hana þegar hann var yfirheyrður af lögreglu. Hann breytti frásögn sinni fyrir dómi og kvað þau hafa sofið saman að undirlagi stúlkunnar umrætt kvöld. Hann sagðist hafa verið hræddur og liðið eins og brotið væri á sér þegar hann var yfirheyrður af lögreglu og því hafi hann ekki sagt satt og rétt frá við yfirheyrslu. Vildi ekki kæra Sem áður segir var stúlkan undir lögaldri þegar meint nauðgun átti sér stað og því var það ekki á hennar forræði að kæra málið. Móðir hennar bar fyrir dómi að stúlkan hafi beðið sig að kæra atvikið ekki. Þá sagði maðurinn fyrir dómi að þau hefðu verið í samskiptum eftir atvikið og jafnvel eftir að hann var ákærður. Stúlkan sagði mannin hafa beðið hana að falla frá málinu og að hún hefði spurt móður sína hvort það væri hægt. Mundi lítið eftir atvikinu Stúlkan kvaðst hafa vaknað heima hjá manninum í peysu einum klæða og með óljósa tilfinningu um að eitthvað hefði gerst. Hún bar ekki um brot gegn sér fyrir dómi og bar fyrir sig minnisleysi. Hún kvaðst hafa verið „búin að loka á þessa hluti.“ Ákærði neitaði alfarið sök í málinu en í niðurstöðukafla dómsins segir að það sem einkum geri líklegt að brot hafi verið framin sé misvísandi framburður mannsins sjálfs. Þó hafi ekkert annað legið fyrir í gögnum málsins eða framburði vitna sem hrekti framburði hans fyrir dómi. Þá segir að ekki hafi verið sannað að stúlkan hafi verið undir svo miklum áhrifum áfengis eða fíkniefna að maðurinn hefði getað nýtt sér ástand hennar. Af framangreindu taldi dómari að ekki yrði sannað svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Hann var því sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins sem og einkaréttarkröfunni. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira