Hvað er að frétta hjá borgarstjórn? Ómar Már Jónsson skrifar 6. september 2022 10:01 Nú þegar um þrír og hálfur mánuður frá því að ný borgarstjórn tók við keflinu er mikilvægt að fara yfir stöðuna. Hvað er að frétta, hvernig gengur? Það blasir við að það mætti ganga betur. Ömurleg er staða foreldra vegna brostina loforða um leikskólapláss, áframhaldandi skortur á íbúðum og lóðum til úthlutunar og alvarlegur skortur á viðhaldi á mannvirkjum og lagnakerfum borgarinnar svo fátt eitt sé nefnt. Á framkvæmdahlið borgarinnar er fátt að gerast. En hvernig gengur fjárhagslega? Fyrir kosningarnar í maí voru nokkrir, ekki margir þó, bæði úr meirihluta borgarinnar og einnig þekktur sveitarstjórnarmaður af Suðurlandi sem leituðust við að vitna til um styrka fjárhagsstöðu borgarinnar. Menn kepptust við að segja að þar væri ekkert til að hafa áhyggjur af, borgin væri fjárhagslega sterk. Nýlega lét borgarstjóri hafa eftir sér að: ,,Ársreikningur Reykjavíkur skilar gríðarlega sterkri niðurstöðu við krefjandi aðstæður.“ Nú þegar 6 mánaða uppgjör borgarinnar liggur fyrir að svo er ekki. Það sem blasir við er alvarleg fjárhagsleg staða og um leið óvissa um fjárhagslegt sjálfstæði hennar. Það er síðan annað mál, sem hefur verið viðvarandi hjá borginni, er hversu góða mynd gefa ársreikningar og árshlutauppgjör í raun af stöðunni. Það er eitt af meginverkefnum sveitarstjórna að segja satt og rétt frá fjárhagsstöðu hverju sinni. Það er verið að sýsla með skatttekjur borgaranna og eiga þeir rétt á því að ársreikningar skýri á sem gleggstan hátt frá því hvernig fjárhagurinn er hverju sinni. Ársreikningar eiga ekki að vera þannig að ,,hafa skal það sem betur hljómar”, heldur lifandi upplýsingatæki sem er samanburðarhæft við önnur sveitarfélög hér á landi sem og við þann rekstur sem heyrir undir EFTA eins og lög áskilja. Helstu tölur Rekstrartap A-hlutans fyrstu sex mánuði ársins eru tæpir 9 milljarðar króna eða um 12% af tekjum. Það er þrátt fyrir milljarða aukingu á fasteignatekjum vegna skorts á húsnæði. Veltufé frá rekstri er neikvætt um -5% sem þýðir einfaldlega að það þarf að taka lán fyrir öllum fjárfestingum, öllum afborgunum lána og um 5% af rekstrarútgjöldum. Reiknaður hagnaður Félagsbústaða vegna hækkunar á fasteignamati nemur um 20 milljörðum króna á síðasta ári. Það eru ekki tekjur í banka, heldur reiknuð ágiskuð stærð sem leiðir til þess að samstæðureikningurinn sýnir mun betri niðurstöðu fyrir vikið en raunin er. Langtímaskuldir milli ára jukust um 41 milljarða á síðasta ári sem virðist vera það eina sem borgarstjórn er fær um að gera við þessar aðstæður. Gjörningur sem mun einungis auka við núverandi vanda. Við uppgjörsaðferð borgarinnar, að reikna hækkun á verðmati eigna sem tekjur, hafa verið gerðar alvarlegar athugasemdir sem eru til sérstakrar skoðunar hjá eftirlitsnefnd EFTA. Þannig er óheimilt að fela hallarekstur samstæðunnar með fegrun vegna ytri markaðssaðstæða hverju sinni, síst hjá opinberri rekstrareiningu. Allur rekstur skal notast við varfærnisreglu þegar kemur að því að færa virði eigna. Niðurstaðan sýnir að ef engin veruleg breyting hefur orðið á fjárhagsstöðu borgarinnar nú þegar komið er fram á níunda mánuð ársins þá er það alvarlegur hlutur vegna þess að í framangreindri upptalningu eru sterkar vísbendingar um að borgin sé í raun ekki hæf til að sinna lögbundnum verkefnum sínum, viðhaldsverkefnum eða annarri lögbundinni þjónustu, nema með áframhaldandi lántökum. Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2021 og árshlutauppgjöri fyrir fyrstu sex mánuði ársins virðist lítið vera í fréttum er varðar jákvæða breytingu á fjárhagslegri stöðu borgarinnar og er það miður. Hún er í sama fasa og a.m.k. síðustu átta ár. Það sem gæti mögulega orðið í fréttum á komandi mánuðum er að eftirlitnefnd með fjármálum sveitarfélaga banki upp á hjá borgarstjórn og gangi heldur lengra en að spyrja einungis hvað sé að frétta. Höfundur er framkvæmdastjóri og efsti maður á lista Miðflokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ómar Már Jónsson Reykjavík Borgarstjórn Miðflokkurinn Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar um þrír og hálfur mánuður frá því að ný borgarstjórn tók við keflinu er mikilvægt að fara yfir stöðuna. Hvað er að frétta, hvernig gengur? Það blasir við að það mætti ganga betur. Ömurleg er staða foreldra vegna brostina loforða um leikskólapláss, áframhaldandi skortur á íbúðum og lóðum til úthlutunar og alvarlegur skortur á viðhaldi á mannvirkjum og lagnakerfum borgarinnar svo fátt eitt sé nefnt. Á framkvæmdahlið borgarinnar er fátt að gerast. En hvernig gengur fjárhagslega? Fyrir kosningarnar í maí voru nokkrir, ekki margir þó, bæði úr meirihluta borgarinnar og einnig þekktur sveitarstjórnarmaður af Suðurlandi sem leituðust við að vitna til um styrka fjárhagsstöðu borgarinnar. Menn kepptust við að segja að þar væri ekkert til að hafa áhyggjur af, borgin væri fjárhagslega sterk. Nýlega lét borgarstjóri hafa eftir sér að: ,,Ársreikningur Reykjavíkur skilar gríðarlega sterkri niðurstöðu við krefjandi aðstæður.“ Nú þegar 6 mánaða uppgjör borgarinnar liggur fyrir að svo er ekki. Það sem blasir við er alvarleg fjárhagsleg staða og um leið óvissa um fjárhagslegt sjálfstæði hennar. Það er síðan annað mál, sem hefur verið viðvarandi hjá borginni, er hversu góða mynd gefa ársreikningar og árshlutauppgjör í raun af stöðunni. Það er eitt af meginverkefnum sveitarstjórna að segja satt og rétt frá fjárhagsstöðu hverju sinni. Það er verið að sýsla með skatttekjur borgaranna og eiga þeir rétt á því að ársreikningar skýri á sem gleggstan hátt frá því hvernig fjárhagurinn er hverju sinni. Ársreikningar eiga ekki að vera þannig að ,,hafa skal það sem betur hljómar”, heldur lifandi upplýsingatæki sem er samanburðarhæft við önnur sveitarfélög hér á landi sem og við þann rekstur sem heyrir undir EFTA eins og lög áskilja. Helstu tölur Rekstrartap A-hlutans fyrstu sex mánuði ársins eru tæpir 9 milljarðar króna eða um 12% af tekjum. Það er þrátt fyrir milljarða aukingu á fasteignatekjum vegna skorts á húsnæði. Veltufé frá rekstri er neikvætt um -5% sem þýðir einfaldlega að það þarf að taka lán fyrir öllum fjárfestingum, öllum afborgunum lána og um 5% af rekstrarútgjöldum. Reiknaður hagnaður Félagsbústaða vegna hækkunar á fasteignamati nemur um 20 milljörðum króna á síðasta ári. Það eru ekki tekjur í banka, heldur reiknuð ágiskuð stærð sem leiðir til þess að samstæðureikningurinn sýnir mun betri niðurstöðu fyrir vikið en raunin er. Langtímaskuldir milli ára jukust um 41 milljarða á síðasta ári sem virðist vera það eina sem borgarstjórn er fær um að gera við þessar aðstæður. Gjörningur sem mun einungis auka við núverandi vanda. Við uppgjörsaðferð borgarinnar, að reikna hækkun á verðmati eigna sem tekjur, hafa verið gerðar alvarlegar athugasemdir sem eru til sérstakrar skoðunar hjá eftirlitsnefnd EFTA. Þannig er óheimilt að fela hallarekstur samstæðunnar með fegrun vegna ytri markaðssaðstæða hverju sinni, síst hjá opinberri rekstrareiningu. Allur rekstur skal notast við varfærnisreglu þegar kemur að því að færa virði eigna. Niðurstaðan sýnir að ef engin veruleg breyting hefur orðið á fjárhagsstöðu borgarinnar nú þegar komið er fram á níunda mánuð ársins þá er það alvarlegur hlutur vegna þess að í framangreindri upptalningu eru sterkar vísbendingar um að borgin sé í raun ekki hæf til að sinna lögbundnum verkefnum sínum, viðhaldsverkefnum eða annarri lögbundinni þjónustu, nema með áframhaldandi lántökum. Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2021 og árshlutauppgjöri fyrir fyrstu sex mánuði ársins virðist lítið vera í fréttum er varðar jákvæða breytingu á fjárhagslegri stöðu borgarinnar og er það miður. Hún er í sama fasa og a.m.k. síðustu átta ár. Það sem gæti mögulega orðið í fréttum á komandi mánuðum er að eftirlitnefnd með fjármálum sveitarfélaga banki upp á hjá borgarstjórn og gangi heldur lengra en að spyrja einungis hvað sé að frétta. Höfundur er framkvæmdastjóri og efsti maður á lista Miðflokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun