Sækja líka fram gegn Rússum í norðri Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2022 15:29 Úkraínskir hermenn í Kharkív-héraði í síðasta mánuði. Getty/Wolfgang Schwan Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu mun í ávarpi sínu í kvöld tilkynna „góðar fréttir“ varðandi nýja gagnsókn Úkraínumanna gegn hersveitum Rússlands í norðurhluta landsins. Hávær orðrómur gengur um á samfélagsmiðlum í Úkraínu og Rússlandi um að Úkraínumenn hafi náð góðum árangri í austurhluta Kharkív-héraðs. Ráðgjafi Selenskís sagði á Twitter nú fyrir skömmu að forsetinn myndi segja frá þessum „góðu fréttum“ en enn sem komið er hefur ekkert opinbert verið sagt um þessa nýju gagnsókn, hvorki frá Úkraínumönnum né Rússum. Færslur á samfélagsmiðlum hafa sýnt úkraínska hermenn á götum bæjarins Balakalia í Kharkív en sá bær hefur verið í haldi Rússa um nokkuð skeið. Tonight there is going to be a great news from President Zelenskyy on counteroffensive operation in Kharkiv region.— Serhiy Leshchenko (@Leshchenkos) September 6, 2022 Undanfarnar vikur hafa Úkraínumenn einnig sótt fram gegn Rússum í Kherson-héraði í suðurhluta landsins. Þar hafa Úkraínumenn frelsað nokkra bæi en þeir reyna að einangra og króa af rússneska hermenn á norðurbakka Dnipro. Úkraínumenn hafa notað stórskotalið og loftárásir til að grafa undan birgðaneti Rússa í suðri og samhliða því hafa þeir beitt rússneska hermenn í Kherson-héraði þrýstingi og reynt að þvinga þá til að hörfa. Enn sem komið er, er óljóst hve umfangsmikil gagnsókn Úkraínumanna í Kharkív-héraði er. Frá því Úkraínumenn lýstu því yfir fyrr í sumar að þeir ætluðu sér að reka Rússa frá Kherson-héraði hafa Rússar sent fjölda hermanna til þess héraðs. Þeir hermenn voru sendir frá víglínunum í austur- og norðurhluta landsins. Sagt var frá því í síðustu viku að Úkraínumenn væru að undirbúa frekari gagnsóknir í fleiri héruðum en Kherson og að markmið Úkraínumanna væri að ná frumkvæðinu í átökunum við Rússa fyrir veturinn. Sjá einnig: Árangurinn í suðri dýrkeyptur Úkraínumönnum Það að hafa frumkvæðið í átökum felur í stuttu máli sagt í sér að stjórna framvindu mála. Andstæðingurinn þarf þá að bregðast við aðgerðum þínum og sækir síður fram. Að hafa frumkvæðið er gífurlega mikilvægt í átökum. Þessi gagnsókn í norðri gæti verið til marks um að Úkraínumenn hafi frumkvæðið og Rússar séu farnir að bregðast við þeim. Til að sjá grófa mynd af víglínunum í Úkraínu má smella hér til að sjá gagnvirkt kort. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Bandaríkin segja Rússa kaupa vopn frá Norður-Kóreu Samkvæmt nýrri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa yfirvöld í Moskvu keypt vopn fyrir milljónir dala frá Norður-Kóreu. Samkvæmt skýrslunni hafa Rússar notað bæði eldflaugar og sprengjur frá Norður-Kóreumönnum. 6. september 2022 07:23 Fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson Rússar hafa ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson af „öryggisástæðum“. Til stóð að efna til eins konar atkvæðagreiðslu á meðal íbúa hinnar hernumdu borgar Kherson sem er í suðurhluta Ukraínu um hvort borgin eigi að tilheyra Rússlandi. 5. september 2022 16:28 Lokað á Novaya Gazeta í Rússlandi Dómstóll í Rússlandi hefur svipt Novaya Gazeta, einn af síðustu frjálsu fjölmiðlum Rússlands, starfsleyfinu. Blaðið verður því að hætta allri sinni starfsemi í Rússlandi. 5. september 2022 12:16 Ekki líðandi að Zaporizhzhia kjarnorkuverinu sé ógnað Forstjóri Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar segir ekki líðandi að öryggi kjarnorkuversins í Zaporizhzhia haldi áfram að vera ógnað af stríðandi fylkingum í Úkraínu. Eftirlitsmenn stofnunarinnar væru komnir til að vera í kjarnorkuverinu sem er það stærsta í Evrópu og hefur þegar verið ógnað með sprengjuárásum. 2. september 2022 11:21 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Ráðgjafi Selenskís sagði á Twitter nú fyrir skömmu að forsetinn myndi segja frá þessum „góðu fréttum“ en enn sem komið er hefur ekkert opinbert verið sagt um þessa nýju gagnsókn, hvorki frá Úkraínumönnum né Rússum. Færslur á samfélagsmiðlum hafa sýnt úkraínska hermenn á götum bæjarins Balakalia í Kharkív en sá bær hefur verið í haldi Rússa um nokkuð skeið. Tonight there is going to be a great news from President Zelenskyy on counteroffensive operation in Kharkiv region.— Serhiy Leshchenko (@Leshchenkos) September 6, 2022 Undanfarnar vikur hafa Úkraínumenn einnig sótt fram gegn Rússum í Kherson-héraði í suðurhluta landsins. Þar hafa Úkraínumenn frelsað nokkra bæi en þeir reyna að einangra og króa af rússneska hermenn á norðurbakka Dnipro. Úkraínumenn hafa notað stórskotalið og loftárásir til að grafa undan birgðaneti Rússa í suðri og samhliða því hafa þeir beitt rússneska hermenn í Kherson-héraði þrýstingi og reynt að þvinga þá til að hörfa. Enn sem komið er, er óljóst hve umfangsmikil gagnsókn Úkraínumanna í Kharkív-héraði er. Frá því Úkraínumenn lýstu því yfir fyrr í sumar að þeir ætluðu sér að reka Rússa frá Kherson-héraði hafa Rússar sent fjölda hermanna til þess héraðs. Þeir hermenn voru sendir frá víglínunum í austur- og norðurhluta landsins. Sagt var frá því í síðustu viku að Úkraínumenn væru að undirbúa frekari gagnsóknir í fleiri héruðum en Kherson og að markmið Úkraínumanna væri að ná frumkvæðinu í átökunum við Rússa fyrir veturinn. Sjá einnig: Árangurinn í suðri dýrkeyptur Úkraínumönnum Það að hafa frumkvæðið í átökum felur í stuttu máli sagt í sér að stjórna framvindu mála. Andstæðingurinn þarf þá að bregðast við aðgerðum þínum og sækir síður fram. Að hafa frumkvæðið er gífurlega mikilvægt í átökum. Þessi gagnsókn í norðri gæti verið til marks um að Úkraínumenn hafi frumkvæðið og Rússar séu farnir að bregðast við þeim. Til að sjá grófa mynd af víglínunum í Úkraínu má smella hér til að sjá gagnvirkt kort.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Bandaríkin segja Rússa kaupa vopn frá Norður-Kóreu Samkvæmt nýrri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa yfirvöld í Moskvu keypt vopn fyrir milljónir dala frá Norður-Kóreu. Samkvæmt skýrslunni hafa Rússar notað bæði eldflaugar og sprengjur frá Norður-Kóreumönnum. 6. september 2022 07:23 Fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson Rússar hafa ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson af „öryggisástæðum“. Til stóð að efna til eins konar atkvæðagreiðslu á meðal íbúa hinnar hernumdu borgar Kherson sem er í suðurhluta Ukraínu um hvort borgin eigi að tilheyra Rússlandi. 5. september 2022 16:28 Lokað á Novaya Gazeta í Rússlandi Dómstóll í Rússlandi hefur svipt Novaya Gazeta, einn af síðustu frjálsu fjölmiðlum Rússlands, starfsleyfinu. Blaðið verður því að hætta allri sinni starfsemi í Rússlandi. 5. september 2022 12:16 Ekki líðandi að Zaporizhzhia kjarnorkuverinu sé ógnað Forstjóri Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar segir ekki líðandi að öryggi kjarnorkuversins í Zaporizhzhia haldi áfram að vera ógnað af stríðandi fylkingum í Úkraínu. Eftirlitsmenn stofnunarinnar væru komnir til að vera í kjarnorkuverinu sem er það stærsta í Evrópu og hefur þegar verið ógnað með sprengjuárásum. 2. september 2022 11:21 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Bandaríkin segja Rússa kaupa vopn frá Norður-Kóreu Samkvæmt nýrri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa yfirvöld í Moskvu keypt vopn fyrir milljónir dala frá Norður-Kóreu. Samkvæmt skýrslunni hafa Rússar notað bæði eldflaugar og sprengjur frá Norður-Kóreumönnum. 6. september 2022 07:23
Fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson Rússar hafa ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson af „öryggisástæðum“. Til stóð að efna til eins konar atkvæðagreiðslu á meðal íbúa hinnar hernumdu borgar Kherson sem er í suðurhluta Ukraínu um hvort borgin eigi að tilheyra Rússlandi. 5. september 2022 16:28
Lokað á Novaya Gazeta í Rússlandi Dómstóll í Rússlandi hefur svipt Novaya Gazeta, einn af síðustu frjálsu fjölmiðlum Rússlands, starfsleyfinu. Blaðið verður því að hætta allri sinni starfsemi í Rússlandi. 5. september 2022 12:16
Ekki líðandi að Zaporizhzhia kjarnorkuverinu sé ógnað Forstjóri Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar segir ekki líðandi að öryggi kjarnorkuversins í Zaporizhzhia haldi áfram að vera ógnað af stríðandi fylkingum í Úkraínu. Eftirlitsmenn stofnunarinnar væru komnir til að vera í kjarnorkuverinu sem er það stærsta í Evrópu og hefur þegar verið ógnað með sprengjuárásum. 2. september 2022 11:21