Fótbolti

Brynjar Björn valinn þjálfari mánaðarins í Svíþjóð

Valur Páll Eiríksson skrifar
Brynjar Björn hefur hægt og bítandi fjarlægst fallsvæðið.
Brynjar Björn hefur hægt og bítandi fjarlægst fallsvæðið. Vilhelm Gunnarsson

Brynjar Björn Gunnarsson var valinn þjálfari mánaðarins í sænsku B-deildinni en lærisveinar hans í Örgryte hafa fjarlægst fallsvæðið með góðum árangri í ágúst-mánuði.

Brynjar Björn hætti sem þjálfari HK í Lengjudeildinn, og tók við Örgryte um miðjan maí. Liðið hafði þá farið illa af stað í deildinni sat á botninum með tvö stig eftir sjö leiki. Hagur liðsins hefur vænkast frá því að hann mætti á svæðið og hefur hann nú verið verðlaunaður fyrir sín störf.

Örgryte vann þrjá leiki af fimm í ágúst og tapaði engum. Tilkynnt var um það í morgun að Brynjar Björn hefði verið valinn þjálfari mánaðarins í deildinni fyrir þann árangur.

Það er einhver sárabót fyrir Brynjar þar sem liðið hóf september á tapi, 1-0 á heimavelli fyrir Landskrona á laugardaginn síðasta. Þrátt fyrir það tap situr Örgryte í 11. sæti deildarinnar, af 16 liðum.

Tvö neðstu lið deildarinnar falla en þau tvö fyrir ofan það, í 13. og 14. sæti fara í umspil fyrir falli. Örgryte er sex stigum frá fallsæti en er jafnt Jönköpings og Norrby, sem eru fyrir neðan þá, að stigum. Norrby er í efra umspilssætinu.

Það má því ekki mikið út af bregða nú þegar átta umferðir eru eftir af deildinni. Örgryte sækir Trelleborg heim um helgina, sem er í sjöunda sæti með 33 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×