„Alls ekki verið nóg gert“ Snorri Másson skrifar 10. september 2022 21:28 Forsætisráðherra segir alls ekki hafa verið gert nóg í að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga hér á landi. Stjórnvöld og atvinnulíf geti gert betur og fólk eigi að geta sótt íslenskunám á vinnutíma án hás kostnaðar. Prófessor emeritus vill að íslenskukennsla verði sett í kjarasamninga. Erlendu starfsfólki á Íslandi fjölgar stöðugt, þau gætu verið orðin helmingur vinnuaflsins hérna eftir 30 ár, en það er að margra mati alltof algengt að þau tileinki sér ekki tungumálið. Það eru margar ástæður fyrir því, ein þeirra er slakt aðgengi að íslenskunámi. Lina Hallberg tannlæknir sagði nýlega við fréttastofu að það bráðvantaði betri bækur og fleiri námskeið. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor hefur kallað eftir stórátaki og því að íslenskunám á vinnutíma verði hluti af kröfugerð verkalýðsfélaganna í kjaraviðræðum. Forsætisráðherra segir ýmislegt hafa verið gert fyrir tungumálið, en ekki nóg á þessu sviði. „Það hefur hins vegar alls ekki verið nóg gert í því að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga. Þar geta bæði stjórnvöld en líka atvinnulífið allt gert betur,“ segir Katrín Jakobsdóttir í samtali við fréttastofu. Fjallað var ítarlega um stöðu íslenskukennslu fyrir útlendinga í Íslandi í dag nýverið og útlendingar teknir tali sem hafa lært málið: Fólk á að geta lært íslensku á vinnutíma Katrín segir skipta gríðarlegu miklu hvernig staðið er að þessum málum - ekki síst að því þegar lagt er mat á það hvernig er raunverulega tekið á móti fólki hérna. „Ég held í öllu falli að við þurfum að stuðla að því að fólk geti sótt sér nám í íslensku, þannig að það geti gert það á vinnutíma, þannig að það þurfi ekki að greiða háar fjárhæðir fyrir slíkt nám, og að við hugum að því að vinnustaðir séu íslenskuvænir,“ segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Að undanförnu hefur einnig farið fjallað um notkun enskunnar á veitingastöðum og kaffihúsum. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hvatti þar til þess að fyrirtæki reyndu að styrkja íslenska tungu frekar en veikja hana. Ármann Jakobsson formaður Íslenskrar málnefndar gekk svo langt í viðtali við Ríkisútvarpið að kalla eftir því að heimild yrði gefin til að beita fyrirtæki sektum fyrir brot gegn tungumálinu. Spurð hvort hún sé sammála bróður sínum, segir Katrín: „Nú veit ég ekki hvað hann var nákvæmlega að tala um með sektarheimildir en ég held að ráðherra íslenskumála verði bara að skoða það með formanni málnefndarinnar.“ Skóla - og menntamál Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenska á tækniöld Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Erlendu starfsfólki á Íslandi fjölgar stöðugt, þau gætu verið orðin helmingur vinnuaflsins hérna eftir 30 ár, en það er að margra mati alltof algengt að þau tileinki sér ekki tungumálið. Það eru margar ástæður fyrir því, ein þeirra er slakt aðgengi að íslenskunámi. Lina Hallberg tannlæknir sagði nýlega við fréttastofu að það bráðvantaði betri bækur og fleiri námskeið. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor hefur kallað eftir stórátaki og því að íslenskunám á vinnutíma verði hluti af kröfugerð verkalýðsfélaganna í kjaraviðræðum. Forsætisráðherra segir ýmislegt hafa verið gert fyrir tungumálið, en ekki nóg á þessu sviði. „Það hefur hins vegar alls ekki verið nóg gert í því að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga. Þar geta bæði stjórnvöld en líka atvinnulífið allt gert betur,“ segir Katrín Jakobsdóttir í samtali við fréttastofu. Fjallað var ítarlega um stöðu íslenskukennslu fyrir útlendinga í Íslandi í dag nýverið og útlendingar teknir tali sem hafa lært málið: Fólk á að geta lært íslensku á vinnutíma Katrín segir skipta gríðarlegu miklu hvernig staðið er að þessum málum - ekki síst að því þegar lagt er mat á það hvernig er raunverulega tekið á móti fólki hérna. „Ég held í öllu falli að við þurfum að stuðla að því að fólk geti sótt sér nám í íslensku, þannig að það geti gert það á vinnutíma, þannig að það þurfi ekki að greiða háar fjárhæðir fyrir slíkt nám, og að við hugum að því að vinnustaðir séu íslenskuvænir,“ segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Að undanförnu hefur einnig farið fjallað um notkun enskunnar á veitingastöðum og kaffihúsum. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hvatti þar til þess að fyrirtæki reyndu að styrkja íslenska tungu frekar en veikja hana. Ármann Jakobsson formaður Íslenskrar málnefndar gekk svo langt í viðtali við Ríkisútvarpið að kalla eftir því að heimild yrði gefin til að beita fyrirtæki sektum fyrir brot gegn tungumálinu. Spurð hvort hún sé sammála bróður sínum, segir Katrín: „Nú veit ég ekki hvað hann var nákvæmlega að tala um með sektarheimildir en ég held að ráðherra íslenskumála verði bara að skoða það með formanni málnefndarinnar.“
Skóla - og menntamál Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenska á tækniöld Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira