Á 82. mínútu, í stöðunni 0-2 fyrir Barcelona, var leikurinn stöðvaður þegar dómaratríó leiksins fékk að vita að eldri stuðningsmaður á vellinum hafi fallið meðvitundarlaus til jarðar.
Cadiz goalkeeper Jeremías Conan Ledesma is heroic for rushing a medical kit to the stands after a fan suffered a health emergency 🙏🏻
— SI Soccer (@si_soccer) September 10, 2022
(via @ESPNDeportes)pic.twitter.com/TmoMjPMqJL
Flestir stóðu og fylgdust ráðalausir með nema markvörður Cadiz, Jeremías Conan Ledesma, sem tók sprett í átt að sjúkrateymi Barcelona, fékk hjartastuðtæki og kastaði því upp í stúku til viðbragðsaðila.
Ledesma virtist áhyggjufullur og það var Ronald Araujo, varnarmaður Barcelona, einnig. Araujo kraup niður á hné og bað æðri mátt um aðstoð, enda strax ljóst að um alvarlegt atvik væri að ræða.
🥺 Ronald Araújo seen praying for the fan who's fighting for his life in the stands during Cadiz vs. Barcelona. pic.twitter.com/iR5JjUuKUf
— Select FCB (@SelectFCB) September 10, 2022
José Mari, leikmaður Cadiz, aðstoðaði einnig með því að hlaupa upp í stúku með sjúkrabörur til að koma stuðningsmanninum af vellinum og í sjúkrabíl sem fyrst.
Dómari leiksins skipaði leikmönnum svo að halda aftur til búningsherbergja á meðan hugað væri að stuðningsmanninum.
Leiknum var svo haldið áfram tæpri klukkustund eftir að hafa verið stöðvaður þegar að forseti Cadiz, Manuel Vizcanio, tilkynnti að endurlífgunartilraunir gengu eftir og að ástand stuðningsmannsins væri stöðugt.
Ljóst þykir að án skjótra viðbragða leikmanna Cadiz hefði niðurstaðan mögulega verið önnur. Eru þeir hampaðir á samfélagsmiðlum sem hetjur.
Barcelona skoraði tvisvar í viðbót eftir að leikurinn hófst aftur og vann að lokum 4-0 sigur.
Scary moments in Cádiz as there is a medical emergency in the stands
— Alexandra Jonson (@AlexandraJonson) September 10, 2022
Impressive response by the Cádiz players, Ledesma running over with a defilibrator and then José Mari helping to get a stretcher over.
Hopefully the quick response by everyone will make sure this ends well https://t.co/IVCj0iQL4C