Repúblikanar tvístígandi í afstöðu sinni til þungunarrofsbanns Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. september 2022 12:21 Lindsey Graham er öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins fyrir Suður-Karólínu. epa/Jim Lo Scalzo Frumvarp öldungadeildarþingmannsins Lindsey Graham sem bannar þungunarrof frá 15. viku á landsvísu hefur fallið í grýttan jarðveg. Repúblikaninn Graham hafði líklega í huga að sameina flokk sinn með tillögunni en virðist algjörlega hafa mislesið stöðuna og ýmist mætt þögn eða andmælum flokkssystkina sinna. Repúblikanaflokkurinn er nú í nokkurri krísu hvað varðar þungunarrofsumræðuna. Flokksmenn og aðrir andstæðingar þungunarrofs fögnuðuð því ákaft þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri fyrri ákvörðun sinni um að réttur kvenna til þungunarrofs væri bundinn í stjórnarskrá. Þeir virðast hins vegar hafa verið algjörlega óundirbúnir fyrir framhaldið og hvernig haga ætti baráttunni þegar fyrrnefndum áfanga væri náð. Töluverður meirihluti Bandaríkjamanna styður rétt kvenna til þungunarrofs og margir repúblikanar hafa séð hag sínum best borgið nú skömmu fyrir þingkosningar að taka hálfgerða U-beygju og freista þess að gera lítið úr andstöðu sinni. Þetta hefur aftur kallað á hörð viðbrögð þeirra sem eru einarðlega í afstöðu sinni og vilja helst banna þungunarrof fyrir fullt og allt. Demókratar hafa bent á að frumvarp Graham er í fullkominni mótsögn við það sem hann hefur áður sagt, síðast í ágúst, um að ríkin eigi sjálf að setja lög um þungunarrof. Fjölmargir repúblikanar eru sammála því og hafa því ekki viljað tjá sig um tillögur Graham. Þá ganga tillögurnar mun lengra en margir repúblikanar vilja en stór hópur vill miða bann við sex vikur. Ef hugmyndir Gramham næðu fram að ganga yrðu breytingarnar hins vegar takmarkaðar, þar sem 93 prósent kvenna gengst undir þungunarrof fyrir 13 viku og þá gerir frumvarpið ráð fyrir ýmsum undanþágum, til að mynda ef um er að ræða nauðgun, sifjaspell eða ógn við heilsu móðurinnar. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Repúblikanaflokkurinn er nú í nokkurri krísu hvað varðar þungunarrofsumræðuna. Flokksmenn og aðrir andstæðingar þungunarrofs fögnuðuð því ákaft þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri fyrri ákvörðun sinni um að réttur kvenna til þungunarrofs væri bundinn í stjórnarskrá. Þeir virðast hins vegar hafa verið algjörlega óundirbúnir fyrir framhaldið og hvernig haga ætti baráttunni þegar fyrrnefndum áfanga væri náð. Töluverður meirihluti Bandaríkjamanna styður rétt kvenna til þungunarrofs og margir repúblikanar hafa séð hag sínum best borgið nú skömmu fyrir þingkosningar að taka hálfgerða U-beygju og freista þess að gera lítið úr andstöðu sinni. Þetta hefur aftur kallað á hörð viðbrögð þeirra sem eru einarðlega í afstöðu sinni og vilja helst banna þungunarrof fyrir fullt og allt. Demókratar hafa bent á að frumvarp Graham er í fullkominni mótsögn við það sem hann hefur áður sagt, síðast í ágúst, um að ríkin eigi sjálf að setja lög um þungunarrof. Fjölmargir repúblikanar eru sammála því og hafa því ekki viljað tjá sig um tillögur Graham. Þá ganga tillögurnar mun lengra en margir repúblikanar vilja en stór hópur vill miða bann við sex vikur. Ef hugmyndir Gramham næðu fram að ganga yrðu breytingarnar hins vegar takmarkaðar, þar sem 93 prósent kvenna gengst undir þungunarrof fyrir 13 viku og þá gerir frumvarpið ráð fyrir ýmsum undanþágum, til að mynda ef um er að ræða nauðgun, sifjaspell eða ógn við heilsu móðurinnar.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira