Takið ákvörðunina Sóley Kaldal skrifar 15. september 2022 08:00 Manstu þegar gluggarnir heima hjá þér fóru að leka, ofninn bilaði og þú áttir von á einu barni til viðbótar svo það bráðvantaði annað herbergi - en þú beiðst bara í nokkur ár þangað til að málið leystist af sjálfu sér? Nei ekki ég heldur. Það er vegna þess að heimurinn virkar ekki þannig. Þvert á móti stækka vandamálin því lengur sem kosið er að vanrækja þau. Árið 2013 var Laugarnesskóli kominn í hámarksafkastagetu, hvort sem litið var til fjölda kennslustofa, mötuneytis, íþróttahúss eða aðstöðu starfsmanna. Skólinn sendi frá sér neyðarkall. Þéttingarstefna borgaryfirvalda í Laugarnesinu og algjörlega fyrirsjáanleg aukning barna í hverfinu (börn birtast jú ekki umheiminum í einu vetfangi við 6 ára aldurinn) var skýr ábending um nauðsyn aðgerða til að styrkja innviði skólastarfsins, en núna 9 árum seinna hafa borgaryfirvöld ekkert aðhafst. Börnunum hefur hins vegar haldið áfram að fjölga jafnt og þétt og fyrirséð er að sú þróun haldi áfram. Hver er þá staðan? Á meðan beðið er eftir Godot, nei ég meina Skóla- og frístundasviði, þá tapa nemendur Laugarnesskóla heilu kennslustundunum í hverri viku því þeir þurfa að ganga svo langt til að komast í íþróttir. Matsalurinn er eins og Látrabjarg og það er aðeins fyrir sérstaka hæfileika kokksins að reiddur er fram hádegismatur fyrir 568 börn úr eldhúsi sem er á pari við meðalheimiliseldhús. Verk- og listgreinakennsla lifir á hugmyndaauðgi og fjölhæfni kennara (jóga er listgrein er það ekki?) því húsnæði til hefðbundinnar verk- og listgreinakennslu annar engan veginn fjöldanum. Elsti bekkur skólans, 6. bekkur, getur ekki lengur verið í bekkjarkerfi og þau geta ekki einu sinni verið innan skólalóðarinnar. Þau læra nú í breytilegum námshópum í stúkunni á Laugardalsvelli. Það er óneitanlega kaldhæðnislegt að börnin sem sitja og læra stærðfræði í íþróttamannvirki fá ekki að stunda íþróttir í íþróttamannvirki. Svo ekki sé ótalið áralangt tómlæti borgarinnar gagnvart viðhaldi húsakynna skólans sem bæði er kominn til ára sinna og sinnir margfalt fleiri börnum en nokkru sinni var lagt upp með. Laugarnesið er sprungið. Leikskólarnir eru sprungnir, grunnskólarnir eru sprungnir, frístundin er sprungin og íþróttafélögin eru sprungin. Þetta er allt saman löngu sprungið og borgaryfirvöld vita það. Rétt eins og húseigandinn sem neitar að axla ábyrgð, þá hefur þetta sinnuleysi margfaldað vandann yfir árin. Vissulega hafa verið teknir fundir, gerðar greiningar, settir saman stýrihópar og rýniteymi en það er allt í orði og ekkert á borði. Skólastjórnendur og foreldrafélagið eru sífellt beðin um fleiri gögn og ályktanir og á einhverjum tímapunkti voru komnar átta mögulegar útfærslur til umbóta en nú hefur þeim verið fækkað niður í þrjár. Hvar strandar málið? Skóla- og frístundasvið hefur tekið sér vel á annað ár til að melta með sér þessar tillögur. Sem foreldri hefur maður á tilfinningunni að þessi tillögunálgun hafi verið nýtt til að drepa málinu á dreif. Tillögunum fylgdi hvorki kostnaðarmat né tímalína enda kjörið að láta fólk þrasa um illa skilgreindar hugmyndir til að tryggja að þau komist aldrei að niðurstöðu. „Af hverju byggja þau ekki bara við skólann?“ spurði barnið og hefði getað sparað borgaryfirvöldum stórfé síðasta áratuginn, því augljósasti kosturinn er ennþá sá lang vænlegasti: Stækkið skólahúsnæðið! Það er tillaga nr. 1. Sú tillaga sem hagaðilar styðja eindregið. Að baki hinum tveimur tillögunum liggja engin kennslufræðileg, samfélagsleg eða borgarmenningarleg rök. Það er lágmark að slíkt liggi fyrir ef það á að stokka upp í fyrirkomulagi skólahalds sem hefur verið framúrskarandi áratugum saman. Á síðasta fundi ráðsins var því heitið að ákvörðun yrði tekin á næsta fundi þess sem er fyrirhugaður mánudaginn 19. september nk. Sérhver vegferð, sama hversu stór hún er, hefst á einu skrefi. Borgin hefur staðið á brúninni og þráskallast við að taka skrefið eins og hræddur ungi í hreiðri. Kæra Skóla- og frístundasvið, nú er mál að linni. Í guðanna bænum takið ákvörðun svo hægt sé að taka næstu skref í þessari mikilvægu vegferð. Laugarnesskóli er sögufrægur skóli, einn sá elsti í Reykjavík og bæði skólinn og sú menning sem þar hefur skapast er okkur íbúunum afar kær. Skólinn og allir aðstandendur hans hafa unnið vinnuna sína. Við biðjum ykkur um að vinna ykkar. Höfundur er foreldri í Laugarnesinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Manstu þegar gluggarnir heima hjá þér fóru að leka, ofninn bilaði og þú áttir von á einu barni til viðbótar svo það bráðvantaði annað herbergi - en þú beiðst bara í nokkur ár þangað til að málið leystist af sjálfu sér? Nei ekki ég heldur. Það er vegna þess að heimurinn virkar ekki þannig. Þvert á móti stækka vandamálin því lengur sem kosið er að vanrækja þau. Árið 2013 var Laugarnesskóli kominn í hámarksafkastagetu, hvort sem litið var til fjölda kennslustofa, mötuneytis, íþróttahúss eða aðstöðu starfsmanna. Skólinn sendi frá sér neyðarkall. Þéttingarstefna borgaryfirvalda í Laugarnesinu og algjörlega fyrirsjáanleg aukning barna í hverfinu (börn birtast jú ekki umheiminum í einu vetfangi við 6 ára aldurinn) var skýr ábending um nauðsyn aðgerða til að styrkja innviði skólastarfsins, en núna 9 árum seinna hafa borgaryfirvöld ekkert aðhafst. Börnunum hefur hins vegar haldið áfram að fjölga jafnt og þétt og fyrirséð er að sú þróun haldi áfram. Hver er þá staðan? Á meðan beðið er eftir Godot, nei ég meina Skóla- og frístundasviði, þá tapa nemendur Laugarnesskóla heilu kennslustundunum í hverri viku því þeir þurfa að ganga svo langt til að komast í íþróttir. Matsalurinn er eins og Látrabjarg og það er aðeins fyrir sérstaka hæfileika kokksins að reiddur er fram hádegismatur fyrir 568 börn úr eldhúsi sem er á pari við meðalheimiliseldhús. Verk- og listgreinakennsla lifir á hugmyndaauðgi og fjölhæfni kennara (jóga er listgrein er það ekki?) því húsnæði til hefðbundinnar verk- og listgreinakennslu annar engan veginn fjöldanum. Elsti bekkur skólans, 6. bekkur, getur ekki lengur verið í bekkjarkerfi og þau geta ekki einu sinni verið innan skólalóðarinnar. Þau læra nú í breytilegum námshópum í stúkunni á Laugardalsvelli. Það er óneitanlega kaldhæðnislegt að börnin sem sitja og læra stærðfræði í íþróttamannvirki fá ekki að stunda íþróttir í íþróttamannvirki. Svo ekki sé ótalið áralangt tómlæti borgarinnar gagnvart viðhaldi húsakynna skólans sem bæði er kominn til ára sinna og sinnir margfalt fleiri börnum en nokkru sinni var lagt upp með. Laugarnesið er sprungið. Leikskólarnir eru sprungnir, grunnskólarnir eru sprungnir, frístundin er sprungin og íþróttafélögin eru sprungin. Þetta er allt saman löngu sprungið og borgaryfirvöld vita það. Rétt eins og húseigandinn sem neitar að axla ábyrgð, þá hefur þetta sinnuleysi margfaldað vandann yfir árin. Vissulega hafa verið teknir fundir, gerðar greiningar, settir saman stýrihópar og rýniteymi en það er allt í orði og ekkert á borði. Skólastjórnendur og foreldrafélagið eru sífellt beðin um fleiri gögn og ályktanir og á einhverjum tímapunkti voru komnar átta mögulegar útfærslur til umbóta en nú hefur þeim verið fækkað niður í þrjár. Hvar strandar málið? Skóla- og frístundasvið hefur tekið sér vel á annað ár til að melta með sér þessar tillögur. Sem foreldri hefur maður á tilfinningunni að þessi tillögunálgun hafi verið nýtt til að drepa málinu á dreif. Tillögunum fylgdi hvorki kostnaðarmat né tímalína enda kjörið að láta fólk þrasa um illa skilgreindar hugmyndir til að tryggja að þau komist aldrei að niðurstöðu. „Af hverju byggja þau ekki bara við skólann?“ spurði barnið og hefði getað sparað borgaryfirvöldum stórfé síðasta áratuginn, því augljósasti kosturinn er ennþá sá lang vænlegasti: Stækkið skólahúsnæðið! Það er tillaga nr. 1. Sú tillaga sem hagaðilar styðja eindregið. Að baki hinum tveimur tillögunum liggja engin kennslufræðileg, samfélagsleg eða borgarmenningarleg rök. Það er lágmark að slíkt liggi fyrir ef það á að stokka upp í fyrirkomulagi skólahalds sem hefur verið framúrskarandi áratugum saman. Á síðasta fundi ráðsins var því heitið að ákvörðun yrði tekin á næsta fundi þess sem er fyrirhugaður mánudaginn 19. september nk. Sérhver vegferð, sama hversu stór hún er, hefst á einu skrefi. Borgin hefur staðið á brúninni og þráskallast við að taka skrefið eins og hræddur ungi í hreiðri. Kæra Skóla- og frístundasvið, nú er mál að linni. Í guðanna bænum takið ákvörðun svo hægt sé að taka næstu skref í þessari mikilvægu vegferð. Laugarnesskóli er sögufrægur skóli, einn sá elsti í Reykjavík og bæði skólinn og sú menning sem þar hefur skapast er okkur íbúunum afar kær. Skólinn og allir aðstandendur hans hafa unnið vinnuna sína. Við biðjum ykkur um að vinna ykkar. Höfundur er foreldri í Laugarnesinu.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun