Íslenskukennsla fyrir erlent starfsfólk Ólafur Sveinsson skrifar 15. september 2022 07:30 Ég hef alllengi verið búsettur í Þýskalandi og á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar kom fjöldi svokallaðra "Gastarbeiter" frá Tyrklandi til að vinna láglaunavinnu í Þýskalandi. Það var gert ráð fyrir að þetta ódýra vinnuafl yrði aðeins nokkur ár í landinu en snéri síðan heim og það þótti ástæðulaust að fólkið, til að byrja með voru það einkum karlmenn, síðar komu konurnar þeirra og enn síðar börnin, lærðu þýsku. Í dag eru hartnær allir flokkar á þýska þinginu sammála um að þetta hafi verið mikil mistök. Fólk einangraðist, það urðu til gettó og í mjög mörgum tilvikum eru börn af annari og þriðju kynslóð, sem eru í langflestum tilvikum þýskir ríkisborgarar, vart mælandi á þýska tungu þegar þau hefja skólagöngu sína. Það veldur þeim miklum erfiðleikum í skóla, sérstaklega í borgarhlutum þar sem meirihluti íbúanna hefur þýsku ekki sem móðurmál, og þau verða oftar en ekki undir í samfélaginu. Það er hlutfallslega mikið atvinnuleysi meðal þeirra, flest lenda í illa launuðum störfum og eiga litla möguleika á að komast til mennta, þó undantekningar séu auðvitað til, heldur festast í lágstéttum samfélagsins. Hefði verið hlúð að þýskukennslu strax í byrjun, væri ástandið ekki jafn slæmt og það er víða meðal þessara innflytjenda og afkomenda þeirra. Um það eru nánast allir sammála sem að hafa rannsakað þessi mál. Vissulega spilar það líka ákveðna rullu að flestir þeirra sem komu sem "Gastarbeiter" var lítt eða ekkert menntað fólk frá afskekktum hlutum Tyrklands og margt mjög fastheldið á aldagamlar hefðir. Svipaða reynslu hafa margar aðrar þjóðir í Vestur-Evrópu haft að segja af þeim innflytjendum sem fluttir voru inn til að vinna illa launaða vinnu meðan skortur var á vinnuafli. Það sama er að gerast á Íslandi núna og það er sorglegt ef íslenskt samfélag ber ekki gæfu til að læra af þeim mistökum sem að nágranaþjóðirnar gerðu og eru enn að gera. Tungmálið er lykill að því að vera fullgildur meðlimur samfélagsins, um það eru allir sammála sem þessi mál hafa rannsakað. Tillaga Eiríks Rögnvaldssonar um íslenskunám sem fram fer í vinnutíma er því algerlega rökrétt og tillaga hans um að það verði tekið inní kjarasamninga líka. En að sjálfsögðu á ríkið að koma að / sjá um kennsluna á einn eða annan hátt og þeir sem halda því fram að Eiríkur vilji að vinnuveitendur sjái um / greiði fyrir kennsluna og hann leggi einnig til að að hún fari fram á vinnstöðum, fara vísvitandi með rangt mál til að gera tillögu hans ótrúverðuga. Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar hefur að dómi margra sem til þekkja lyft grettistaki í málum þeirra sem að lægst hafa launin og ef rétt er, ber að sjálfsögðu að fagna því. En þó hefur stuðningsfólk hennar hefur brugðist ókvæða við þessari tillögu Eiríks eftir að hún hafði stór orð um hversu vitlaus hún væri. Það kann að vera að það henti ekki að halda þessari kröfu á lofti í komandi kjarasamningum og hugsanlega má finna betri leið en þá sem að Eiríkur leggur til. En það er jafnframt ljóst að án aðkomu verkalýðshreifingarinnar á einn eða annan hátt er útilokað að íslenskukennsla í vinnutíma verði að veruleika. Eins og Sólveig og stuðningmenn hennar hafa réttilega bent á er vart hægt að ætlast til þess að þeir sem vinna langan vinnudag í líkamlega erfiðum láglaunastörfum og hafa margir hverjir fjölskyldu sem þeir / þær framfæra, sæki námskeið í íslensku utan vinnutíma. En sú ályktun sem Sólveig og hennar ágæta og oft á tíðum háværa stuðningsfólk virðist draga af þessu, að best sé að sleppa einfaldlega íslenskukennslu fyrir láglaunafólk er mjög sérkennileg og svo sannarlega ekki líkleg til að bæta hag þess og barna þeirra. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Ólafur Sveinsson Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Sjá meira
Ég hef alllengi verið búsettur í Þýskalandi og á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar kom fjöldi svokallaðra "Gastarbeiter" frá Tyrklandi til að vinna láglaunavinnu í Þýskalandi. Það var gert ráð fyrir að þetta ódýra vinnuafl yrði aðeins nokkur ár í landinu en snéri síðan heim og það þótti ástæðulaust að fólkið, til að byrja með voru það einkum karlmenn, síðar komu konurnar þeirra og enn síðar börnin, lærðu þýsku. Í dag eru hartnær allir flokkar á þýska þinginu sammála um að þetta hafi verið mikil mistök. Fólk einangraðist, það urðu til gettó og í mjög mörgum tilvikum eru börn af annari og þriðju kynslóð, sem eru í langflestum tilvikum þýskir ríkisborgarar, vart mælandi á þýska tungu þegar þau hefja skólagöngu sína. Það veldur þeim miklum erfiðleikum í skóla, sérstaklega í borgarhlutum þar sem meirihluti íbúanna hefur þýsku ekki sem móðurmál, og þau verða oftar en ekki undir í samfélaginu. Það er hlutfallslega mikið atvinnuleysi meðal þeirra, flest lenda í illa launuðum störfum og eiga litla möguleika á að komast til mennta, þó undantekningar séu auðvitað til, heldur festast í lágstéttum samfélagsins. Hefði verið hlúð að þýskukennslu strax í byrjun, væri ástandið ekki jafn slæmt og það er víða meðal þessara innflytjenda og afkomenda þeirra. Um það eru nánast allir sammála sem að hafa rannsakað þessi mál. Vissulega spilar það líka ákveðna rullu að flestir þeirra sem komu sem "Gastarbeiter" var lítt eða ekkert menntað fólk frá afskekktum hlutum Tyrklands og margt mjög fastheldið á aldagamlar hefðir. Svipaða reynslu hafa margar aðrar þjóðir í Vestur-Evrópu haft að segja af þeim innflytjendum sem fluttir voru inn til að vinna illa launaða vinnu meðan skortur var á vinnuafli. Það sama er að gerast á Íslandi núna og það er sorglegt ef íslenskt samfélag ber ekki gæfu til að læra af þeim mistökum sem að nágranaþjóðirnar gerðu og eru enn að gera. Tungmálið er lykill að því að vera fullgildur meðlimur samfélagsins, um það eru allir sammála sem þessi mál hafa rannsakað. Tillaga Eiríks Rögnvaldssonar um íslenskunám sem fram fer í vinnutíma er því algerlega rökrétt og tillaga hans um að það verði tekið inní kjarasamninga líka. En að sjálfsögðu á ríkið að koma að / sjá um kennsluna á einn eða annan hátt og þeir sem halda því fram að Eiríkur vilji að vinnuveitendur sjái um / greiði fyrir kennsluna og hann leggi einnig til að að hún fari fram á vinnstöðum, fara vísvitandi með rangt mál til að gera tillögu hans ótrúverðuga. Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar hefur að dómi margra sem til þekkja lyft grettistaki í málum þeirra sem að lægst hafa launin og ef rétt er, ber að sjálfsögðu að fagna því. En þó hefur stuðningsfólk hennar hefur brugðist ókvæða við þessari tillögu Eiríks eftir að hún hafði stór orð um hversu vitlaus hún væri. Það kann að vera að það henti ekki að halda þessari kröfu á lofti í komandi kjarasamningum og hugsanlega má finna betri leið en þá sem að Eiríkur leggur til. En það er jafnframt ljóst að án aðkomu verkalýðshreifingarinnar á einn eða annan hátt er útilokað að íslenskukennsla í vinnutíma verði að veruleika. Eins og Sólveig og stuðningmenn hennar hafa réttilega bent á er vart hægt að ætlast til þess að þeir sem vinna langan vinnudag í líkamlega erfiðum láglaunastörfum og hafa margir hverjir fjölskyldu sem þeir / þær framfæra, sæki námskeið í íslensku utan vinnutíma. En sú ályktun sem Sólveig og hennar ágæta og oft á tíðum háværa stuðningsfólk virðist draga af þessu, að best sé að sleppa einfaldlega íslenskukennslu fyrir láglaunafólk er mjög sérkennileg og svo sannarlega ekki líkleg til að bæta hag þess og barna þeirra. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar