Segir að brotið hafi verið á sér fyrir fyrstu tónleika Kryddpíanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. september 2022 08:30 Mel C segir að brotið hafi verið á sér kynferðislega kvöldið fyrir frumsýningu Kryddpíanna. Getty/Matthew Baker Melanie Chisholm, betur þekkt sem Melanie C eða Sporty Spice, segir að á sér hafi verið brotið kynferðislega kvöldið fyrir fyrstu tónleika stúlknasveitarinnar Spice Girls árið 1998. Melanie skrifar um þetta í ævisögu sinni Who I Am og ræddi atvikið í hlaðvarpsþættinum How To Fail. Melanie var eins og flestir vita ein hljómsveitarmeðlima Kryddpíanna, sem voru geysivinsælar á tíunda áratugi síðustu aldar og fyrsta áratugi þessarar. Hún segir í hlaðvarpsþættinum, sem birtist í gær, að kvöldið fyrir fyrstu tónleika sveitarinnar í Istanbúl í Tyrklandi hafi nuddari brotið á henni kynferðislega. Henni hafi liði mjög illa í kjölfarið og eins og hún hefði enga stjórn á hlutunum. „Ég gróf það sem gerðist um leið af því að ég þurfti að einbeita mér að öðrum hlutum,“ sagði Melanie í hlaðvarpsþættinum og bætti við að vegna alls þess tíma sem farið hafði í undirbúning tónleikanna hafi hún viljað einblína á þá, frekar en kynferðisbrotið. „Ég vildi ekki skapa vandræði en ég hafði heldur engan tíma til að takast á við það sem hafði gerst,“ sagði Melanie. Hún sagði í hlaðvarpinu að brotið hafi ekki verið alvarlegt, miðað við mörg önnur kynferðisbrot. Þá hafi hún ekki ætlað að skrifa um það í bókinni sinni en ákveðið að gera það eftir að hana dreymdi atvikið. „Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir mig að tala um þetta og loksins takast á við það sem gerðist og vinna úr því,“ sagði Melanie. „Hræðilegir hlutir gerast á hverjum degi og þetta atvik varð ekki jafn alvarlegt og það hefði getað orðið,“ bætti hún við. Í kjölfar þess að Kryddpíurnar sögðu skilið við sviðið opnaði Melanie sig um þá erfiðleika sem hún glímdi við á Kryddpíuárunum. Hún greindi til að mynda frá því í viðtali við Guardian árið 2020 að hún hafi glímt við átröskun og þunglyndi þegar frægðin var sem mest. Í fyrra kærði hún þá fjölmiðlasamsteypu Ruperts Murdoch fyrir að hafa hakkað símann hennar. Bretland Tónlist Kynferðisofbeldi Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Sjá meira
Melanie var eins og flestir vita ein hljómsveitarmeðlima Kryddpíanna, sem voru geysivinsælar á tíunda áratugi síðustu aldar og fyrsta áratugi þessarar. Hún segir í hlaðvarpsþættinum, sem birtist í gær, að kvöldið fyrir fyrstu tónleika sveitarinnar í Istanbúl í Tyrklandi hafi nuddari brotið á henni kynferðislega. Henni hafi liði mjög illa í kjölfarið og eins og hún hefði enga stjórn á hlutunum. „Ég gróf það sem gerðist um leið af því að ég þurfti að einbeita mér að öðrum hlutum,“ sagði Melanie í hlaðvarpsþættinum og bætti við að vegna alls þess tíma sem farið hafði í undirbúning tónleikanna hafi hún viljað einblína á þá, frekar en kynferðisbrotið. „Ég vildi ekki skapa vandræði en ég hafði heldur engan tíma til að takast á við það sem hafði gerst,“ sagði Melanie. Hún sagði í hlaðvarpinu að brotið hafi ekki verið alvarlegt, miðað við mörg önnur kynferðisbrot. Þá hafi hún ekki ætlað að skrifa um það í bókinni sinni en ákveðið að gera það eftir að hana dreymdi atvikið. „Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir mig að tala um þetta og loksins takast á við það sem gerðist og vinna úr því,“ sagði Melanie. „Hræðilegir hlutir gerast á hverjum degi og þetta atvik varð ekki jafn alvarlegt og það hefði getað orðið,“ bætti hún við. Í kjölfar þess að Kryddpíurnar sögðu skilið við sviðið opnaði Melanie sig um þá erfiðleika sem hún glímdi við á Kryddpíuárunum. Hún greindi til að mynda frá því í viðtali við Guardian árið 2020 að hún hafi glímt við átröskun og þunglyndi þegar frægðin var sem mest. Í fyrra kærði hún þá fjölmiðlasamsteypu Ruperts Murdoch fyrir að hafa hakkað símann hennar.
Bretland Tónlist Kynferðisofbeldi Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Sjá meira