Pála Hallgrímsdóttir, verkefnastjóri fundarins, segir að tilgangur fundarins sé að skapa vandaðan vettvang „þar sem boðið er til samtals milli almennings, stjórnmálafólks og frjálsra félagasamtaka, þar sem lýðræði og opin skoðanaskipti eru leiðarstefið. Fundur fólksins er sjálfstæð hátíð og ekki tengd neinum hagsmunaöflum á Íslandi eða annars staðar.“
Opnunarhátíðin fer fram klukkan 11 í dag í hátíðarsal Norræna hússins, en dagskrá fundarins, sem fer fram í dag og á morgun, má finna hér.
Streymi frá Norræna húsinu:
Streymi frá Grósku:
Gróska fös 16 sept FF from Norræna félagið on Vimeo.