Flokkarnir hafi verið gerðir að ríkisstofnunum með háum framlögum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2022 10:49 Diljá Mist Einarsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarps þar sem há opinber framlög til stjórnmálaflokka eru gagnrýnd. Vísir/Vilhelm Sex þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram lagafrumvarp þess efnis að dregið verði úr opinberum fjárstuðningi við stjórnmálaflokka. Þeir segja há framlög til flokkanna undanfarin ár hafa dregið úr stjórnmálastarfi þeirra. Flokkarnir hafi í raun verið gerðir að ríkisstofnunum. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Diljá Mist Einarsdóttir. Í greinargerð með frumvarpinu er vísað til þess að opinber framlög til stjórnmálaflokka hafi margfaldast á undanförnum árum og sé nú helsta tekjulind þeirra. Samkvæmt núgildandi lögum eiga stjórnmálasamtök sem hafa fengið að minnsta kosti einn mann kjörinn á þing eða náð að lágmarki 2,5% prósent atkvæða rétt til framlaga. Það framlag skiptist hlutfallslega milli flokka eftir atkvæðamagni í næstliðnum kosningum. Um 700 milljónir til skiptanna Framlög til stjórnmálaflokka á þessu ári frá hinu opinbera nema 728,2 milljónum króna. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir að þetta framlag lækki, en verði þó 692 milljónir króna. Í greinargerðinni segir að hin síhækkandi framlög hafi í reynd gert stjórnmálaflokka landsins að ríkisstofnunum. Það sé eindregið mat flutningsmanna frumvarpsins að hin háu framlög til flokkanna dragi úr stjórnmálastarfi flokkanna sem og tengslum þeirra við flokksmenn og atvinnulífið, „enda þurfa flokkarnir sífellt minna á þeim að halda í öruggum faðmi hins opinbera,“ eins og það er orðað í greinargerðinni. „Grundvöllur þess að stjórnmálaflokkar séu hornsteinn lýðræðis í landinu er sá að þar fari fram virk starfsemi og þjóðmálaumræða, en ríkiskostunin hefur dregið úr hvata flokkanna til að sinna því hlutverki. Það er öfugþróun enda eru stjórnmálaflokkar einungis skipulögð lýðræðisleg samtök fólksins sem þá myndar. Í framkvæmd hefur fjárstyrkur hins opinbera því hamlað starfsemi og sjálfstæði stjórnmálaflokka sem gengur þvert á upphaflegt markmið með setningu laganna.“ Diljá Mist Einarsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Ásmunur Friðriksson er einnig einn af þeim sex þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem eru skráðir sem flutningsmenn frumvarpsins.Vísir/Vilhelm Leggja flutningsmenn frumvarpsins því til að styrkir hins opinbera til stjórnmálaflokka verði lækkaðir. Samhliða því leggja þeir til að heimildir flokkanna til sjálfstæðrar tekjuöflunar verði rýmkaðar, með því að hækka hámarksframlög til flokka frá einstaklingum og lögaðilum. Vilja einnig hækka þröskuldinn til að fá framlög Einnig er lagt til að lágmarksatkvæðafjöldi stjórnmálasamtaka sem geti fengið úthlutað fé úr ríkissjóði verði hækkaður úr 2,5 prósent í 4 prósent. „Þar vegast á sjónarmið annars vegar um að mikilvægt sé að undanskilja ekki sjálfkrafa flokka sem hafa ekki náð manni kjörnum á Alþingi í þágu lýðræðis og almennra skoðanaskipta og hins vegar að hlutfallstalan hvetji ekki fólk til framboðs vegna möguleikans á fjáröflun, enda er það ólýðræðislegt að úthluta háum fjármunum skattgreiðenda í þágu stjórnmálastarfsemi og hugmyndafræði sem þeir hafi hafnað í lýðræðislegum kosningum.“ Alþingi Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Miðflokkurinn Samfylkingin Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Bjarni vill draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur skjóta skökku við að nýstofnaðir stjórnmálaflokkar búi yfir tugmilljóna sjóðum sem eru til komnir vegna framlaga úr ríkissjóði. 16. ágúst 2022 12:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Diljá Mist Einarsdóttir. Í greinargerð með frumvarpinu er vísað til þess að opinber framlög til stjórnmálaflokka hafi margfaldast á undanförnum árum og sé nú helsta tekjulind þeirra. Samkvæmt núgildandi lögum eiga stjórnmálasamtök sem hafa fengið að minnsta kosti einn mann kjörinn á þing eða náð að lágmarki 2,5% prósent atkvæða rétt til framlaga. Það framlag skiptist hlutfallslega milli flokka eftir atkvæðamagni í næstliðnum kosningum. Um 700 milljónir til skiptanna Framlög til stjórnmálaflokka á þessu ári frá hinu opinbera nema 728,2 milljónum króna. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir að þetta framlag lækki, en verði þó 692 milljónir króna. Í greinargerðinni segir að hin síhækkandi framlög hafi í reynd gert stjórnmálaflokka landsins að ríkisstofnunum. Það sé eindregið mat flutningsmanna frumvarpsins að hin háu framlög til flokkanna dragi úr stjórnmálastarfi flokkanna sem og tengslum þeirra við flokksmenn og atvinnulífið, „enda þurfa flokkarnir sífellt minna á þeim að halda í öruggum faðmi hins opinbera,“ eins og það er orðað í greinargerðinni. „Grundvöllur þess að stjórnmálaflokkar séu hornsteinn lýðræðis í landinu er sá að þar fari fram virk starfsemi og þjóðmálaumræða, en ríkiskostunin hefur dregið úr hvata flokkanna til að sinna því hlutverki. Það er öfugþróun enda eru stjórnmálaflokkar einungis skipulögð lýðræðisleg samtök fólksins sem þá myndar. Í framkvæmd hefur fjárstyrkur hins opinbera því hamlað starfsemi og sjálfstæði stjórnmálaflokka sem gengur þvert á upphaflegt markmið með setningu laganna.“ Diljá Mist Einarsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Ásmunur Friðriksson er einnig einn af þeim sex þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem eru skráðir sem flutningsmenn frumvarpsins.Vísir/Vilhelm Leggja flutningsmenn frumvarpsins því til að styrkir hins opinbera til stjórnmálaflokka verði lækkaðir. Samhliða því leggja þeir til að heimildir flokkanna til sjálfstæðrar tekjuöflunar verði rýmkaðar, með því að hækka hámarksframlög til flokka frá einstaklingum og lögaðilum. Vilja einnig hækka þröskuldinn til að fá framlög Einnig er lagt til að lágmarksatkvæðafjöldi stjórnmálasamtaka sem geti fengið úthlutað fé úr ríkissjóði verði hækkaður úr 2,5 prósent í 4 prósent. „Þar vegast á sjónarmið annars vegar um að mikilvægt sé að undanskilja ekki sjálfkrafa flokka sem hafa ekki náð manni kjörnum á Alþingi í þágu lýðræðis og almennra skoðanaskipta og hins vegar að hlutfallstalan hvetji ekki fólk til framboðs vegna möguleikans á fjáröflun, enda er það ólýðræðislegt að úthluta háum fjármunum skattgreiðenda í þágu stjórnmálastarfsemi og hugmyndafræði sem þeir hafi hafnað í lýðræðislegum kosningum.“
Alþingi Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Miðflokkurinn Samfylkingin Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Bjarni vill draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur skjóta skökku við að nýstofnaðir stjórnmálaflokkar búi yfir tugmilljóna sjóðum sem eru til komnir vegna framlaga úr ríkissjóði. 16. ágúst 2022 12:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Bjarni vill draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur skjóta skökku við að nýstofnaðir stjórnmálaflokkar búi yfir tugmilljóna sjóðum sem eru til komnir vegna framlaga úr ríkissjóði. 16. ágúst 2022 12:00