Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram-Keflavík 4-8 | Ótrúlegur leikur í Úlfarsárdal Jón Már Ferro skrifar 17. september 2022 18:15 Keflvíkingar unnu hreint út sagt ótrúlegan sigur gegn Fram í dag. Vísir/Hulda Margrét Fram og Keflavík áttu möguleika á að enda í efri helming Bestu deildar karla en þar sem Stjarnan vann sinn leik gerðist það ekki. Það fór hins vegar svo að Keflavík vann 8-4 í einhverjum ótrúlegasta leik síðari ára í efstu deild. Vísir/Hulda Margrét Gestirnir voru betri aðilinn fyrstu níu mínúturnar. Joey Gibbs skoraði mark eftir frábæra sókn Keflavíkur upp vinstri kantinn, Gibbs fékk boltann á fjærstöng og kláraði með innanfótar skoti framhjá Ólafi Íshólm í marki Fram. Eftir það tóku heimamenn völdin og strax á 13.mínútu jafnaði Alex Freyr Elísson. Fram sótti þá upp hægri kantinn, Fred fékk boltann hægra meginn, stakk boltanum frábærlega inn fyrir vörn gestanna. Alex Freyr tók við boltanum og skoraði úr þröngu færi framhjá Sindra Kristni. Heimamenn komust svo yfir 5 mínútum síðar þegar Guðmundur Magnússon skoraði mark. Hann lagði boltann framhjá Sindra Kristni í marki Keflavíkur eftir frábæra stungusendingu frá Tiago sem var einn og óvaldaður inni á miðjum vellinum. Á 35.mínútu skoraði Magnús Þór Magnússon eftir hornspyrnu frá Adam Ægi. Magnús Þór, fyrirliði Keflavíkur, reis hæst í teignum og skallaði boltann í fjær hornið. Vísir/Hulda Margrét Einungis mínútu síðar skoraði Kian Williams mark. Aftur eftir sendingu frá Adam, hann fékk boltann á hægri kantinum, lagði boltann fyrir sig og átti frábæra sendingu á miðjan teiginn þar sem Kian kom á ferðinni og stangaði boltann framhjá Ólafi Íshólm. Á 40. Mínútu skoraði Jannik Holmsgaard fyrir heimamenn. Tiago tók aukaspyrnu frá vinstri inn á teiginn. Óhætt er að segja að það hafi skapast darraðadans inn á teig Keflavíkur sem endaði með að Jannik fékk boltann í sig og inn. Áður en fyrri háfleikurinn var allur skoraði Dagur Ingi Valsson og kom Keflavík yfir 3 – 4. Adam tók hornspyrnu frá vinstri inn að marki Fram. Þar var Dagur einn og óvaldaður og skallaði boltann inn af stuttu færi. Þetta var í raun ótrúleg staða í hálfleik miðað við gang leiksins. Vísir/Hulda Margrét Strax á 57.mínútu bætti Ernir Bjarnason við forystu gestanna. Rúnar Þór fékk boltann vinstra megin við teig heimamanna, setti boltann á fjærstöngina, Sindri Þór skallaði boltann til Joey Gibbs sem átti skalla á markið. Ólafur Íshólm, markmaður Fram, varði boltann út í teiginn þar var Ernir Bjarnason einn og óvaldaður inni í markteignum og skoraði af stuttu færi. Á 75.mínútu bætti Kian við öðru marki sínu og 6.marki Keflavíkur og því staðan orðin 3 – 6. Boltinn barst til Kian eftri skelfilega hreinsun Framara. Kian tíaði boltann fyrir sig rétt fyrir utan teig áður en hann skaut innanfótar skoti frá vinstri niður í vinstra hornið. Ólafur Íshólm sá boltann seint og stóð hreyfingarlaus á línunni. Vísir/Hulda Margrét Jannik Holmsgard vildi ekki vera minni maður og Kian og bætti því við öðru marki sínu og lagaði stöðu Framara, 4 – 6. Langur bolti yfir vörn Keflavíkur frá vinstri. Jannik hristi af sér Magnús Þór, hljóp í átt að marki Keflavíkur og lagði boltann framhjá Sindra Kristni. Adam Árni vildi leggja sitt af mörkum til markaskorunnar leiksins og ákvað því að þruma boltanum á lofti í mark Framara. Nafni hans Adam Ægir skoraði svo síðasta mark leiksins í uppbótartíma þegar hann klobbaði Ólaf Íshólm eftir klaufalegan varnarleik Framara. Af hverju vann Keflavík? Þeir nýttu færin sín betur en Framarar. Hverjir stóðu upp úr? Kian Williams skoraði tvö mörk og var sprækur í liði Keflvíkinga. Liðsfélagi hans Adam Pálsson lagði upp þrjú og kórónaði flottan leik sinn með marki í lokin. Hvað gekk illa? Framörum gekk illa að verjast sóknarleik Keflvíkinga. Það var í raun með ólíkindum að Keflavík hafi skorað 8 mörk miðað við sóknir liðanna . Hvað gerist næst? Bæði lið fara í neðri helming deildarinnar vegna sigurs Stjörnunnar í dag. Sigurður: Við vissum að við myndum skora mörk Sigurður Ragnar var eðlilega kátur eftir leikinn.Vísir/Hulda Margrét Sigurður Ragnar, þjálfari Keflavíkur, var að vonum brattur eftir stórkoslegan sigur sinna manna, 4 – 8 á móti Fram í Úlfarsárdal. „Ótrúlega skrítinn leikur. Ég spáði 1-0 eða 2–0. Það fór ekki alveg þannig, bara frábær sóknarleikur. Ég held að Adam Árni hafi skorað mark ársins, geggjuð mörk í þessum leik. Bæði lið reyndu að sækja. Það var örugglega frábært fyrir áhorfendur að fylgjast með þessu. Við komum inn í leikinn og ætluðum að spila góðan varnarleik fyrst og fremst. Það var ekki að ganga, þetta var ekki þannig leikur. Við löguðum það aðeins í seinni hálfleik og fengum bara á okkur eitt mark og dældum inn mörkum.“ Sigurður gerði sér grein fyrir hættunum í leik Framara, sem hafa skorað mikið í sumar. „Þeir spila góðan sóknarleik og eru hreyfanlegir. Þeir overloada á köntunum finnst mér og eru hættulegir í fyrirgjöfum. Náttúrulega með hættulegt framherja par. Þannig maður þarf að spila varnarleikinn ofboðslega vel á móti þeim.“ Framarar hafa fengið mikið af mörkum á sig í sumar. „Við vissum að við myndum skora mörk því Fram hefur lekið mörkum í sumar, því þeir hafa sótt mikið.“ Sigurður var spenntur fyrir komandi átökum í tvískiptri deild. „Ég held það verði bara mjög skemmtilegt að takast á við það. Góð reynsla og gaman að mótið sé lengra. Ég hugsa að það verði meiri stemning. Það var reyndar frábær stemning í dag,“ sagði Sigurður að lokum. Jón: Þetta var alveg ótrúlegt Jón Sveinsson, þjálfari Fram, í leik dagsins. Jón Sveinsson, þjálfari Fram, var hálf hissa eftir leikinn. „Markatalan bendir til þess að það hafi verið spilað inni en ekki úti. Þetta var alveg ótrúlegt. Ergilegt að skora 4 mörk og fyrir mér hafa fulla stjórn í 80% af leiknum.” Jóni fannst þeir fá of auðveld mörk á sig. „Við erum að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum, þeir fá tvö horn og skora úr því. Mér fannst við áfram vera með góð tök á leiknum en það var einhvern veginn þannig að þeir þurftu bara að komast nálægt markinu okkar til að skora. Síðustu tvö mörkin voru svolítið, bara leikurinn út um allt. Ekkert svo sem við því að segja.” Besta deild karla Fram Keflavík ÍF
Fram og Keflavík áttu möguleika á að enda í efri helming Bestu deildar karla en þar sem Stjarnan vann sinn leik gerðist það ekki. Það fór hins vegar svo að Keflavík vann 8-4 í einhverjum ótrúlegasta leik síðari ára í efstu deild. Vísir/Hulda Margrét Gestirnir voru betri aðilinn fyrstu níu mínúturnar. Joey Gibbs skoraði mark eftir frábæra sókn Keflavíkur upp vinstri kantinn, Gibbs fékk boltann á fjærstöng og kláraði með innanfótar skoti framhjá Ólafi Íshólm í marki Fram. Eftir það tóku heimamenn völdin og strax á 13.mínútu jafnaði Alex Freyr Elísson. Fram sótti þá upp hægri kantinn, Fred fékk boltann hægra meginn, stakk boltanum frábærlega inn fyrir vörn gestanna. Alex Freyr tók við boltanum og skoraði úr þröngu færi framhjá Sindra Kristni. Heimamenn komust svo yfir 5 mínútum síðar þegar Guðmundur Magnússon skoraði mark. Hann lagði boltann framhjá Sindra Kristni í marki Keflavíkur eftir frábæra stungusendingu frá Tiago sem var einn og óvaldaður inni á miðjum vellinum. Á 35.mínútu skoraði Magnús Þór Magnússon eftir hornspyrnu frá Adam Ægi. Magnús Þór, fyrirliði Keflavíkur, reis hæst í teignum og skallaði boltann í fjær hornið. Vísir/Hulda Margrét Einungis mínútu síðar skoraði Kian Williams mark. Aftur eftir sendingu frá Adam, hann fékk boltann á hægri kantinum, lagði boltann fyrir sig og átti frábæra sendingu á miðjan teiginn þar sem Kian kom á ferðinni og stangaði boltann framhjá Ólafi Íshólm. Á 40. Mínútu skoraði Jannik Holmsgaard fyrir heimamenn. Tiago tók aukaspyrnu frá vinstri inn á teiginn. Óhætt er að segja að það hafi skapast darraðadans inn á teig Keflavíkur sem endaði með að Jannik fékk boltann í sig og inn. Áður en fyrri háfleikurinn var allur skoraði Dagur Ingi Valsson og kom Keflavík yfir 3 – 4. Adam tók hornspyrnu frá vinstri inn að marki Fram. Þar var Dagur einn og óvaldaður og skallaði boltann inn af stuttu færi. Þetta var í raun ótrúleg staða í hálfleik miðað við gang leiksins. Vísir/Hulda Margrét Strax á 57.mínútu bætti Ernir Bjarnason við forystu gestanna. Rúnar Þór fékk boltann vinstra megin við teig heimamanna, setti boltann á fjærstöngina, Sindri Þór skallaði boltann til Joey Gibbs sem átti skalla á markið. Ólafur Íshólm, markmaður Fram, varði boltann út í teiginn þar var Ernir Bjarnason einn og óvaldaður inni í markteignum og skoraði af stuttu færi. Á 75.mínútu bætti Kian við öðru marki sínu og 6.marki Keflavíkur og því staðan orðin 3 – 6. Boltinn barst til Kian eftri skelfilega hreinsun Framara. Kian tíaði boltann fyrir sig rétt fyrir utan teig áður en hann skaut innanfótar skoti frá vinstri niður í vinstra hornið. Ólafur Íshólm sá boltann seint og stóð hreyfingarlaus á línunni. Vísir/Hulda Margrét Jannik Holmsgard vildi ekki vera minni maður og Kian og bætti því við öðru marki sínu og lagaði stöðu Framara, 4 – 6. Langur bolti yfir vörn Keflavíkur frá vinstri. Jannik hristi af sér Magnús Þór, hljóp í átt að marki Keflavíkur og lagði boltann framhjá Sindra Kristni. Adam Árni vildi leggja sitt af mörkum til markaskorunnar leiksins og ákvað því að þruma boltanum á lofti í mark Framara. Nafni hans Adam Ægir skoraði svo síðasta mark leiksins í uppbótartíma þegar hann klobbaði Ólaf Íshólm eftir klaufalegan varnarleik Framara. Af hverju vann Keflavík? Þeir nýttu færin sín betur en Framarar. Hverjir stóðu upp úr? Kian Williams skoraði tvö mörk og var sprækur í liði Keflvíkinga. Liðsfélagi hans Adam Pálsson lagði upp þrjú og kórónaði flottan leik sinn með marki í lokin. Hvað gekk illa? Framörum gekk illa að verjast sóknarleik Keflvíkinga. Það var í raun með ólíkindum að Keflavík hafi skorað 8 mörk miðað við sóknir liðanna . Hvað gerist næst? Bæði lið fara í neðri helming deildarinnar vegna sigurs Stjörnunnar í dag. Sigurður: Við vissum að við myndum skora mörk Sigurður Ragnar var eðlilega kátur eftir leikinn.Vísir/Hulda Margrét Sigurður Ragnar, þjálfari Keflavíkur, var að vonum brattur eftir stórkoslegan sigur sinna manna, 4 – 8 á móti Fram í Úlfarsárdal. „Ótrúlega skrítinn leikur. Ég spáði 1-0 eða 2–0. Það fór ekki alveg þannig, bara frábær sóknarleikur. Ég held að Adam Árni hafi skorað mark ársins, geggjuð mörk í þessum leik. Bæði lið reyndu að sækja. Það var örugglega frábært fyrir áhorfendur að fylgjast með þessu. Við komum inn í leikinn og ætluðum að spila góðan varnarleik fyrst og fremst. Það var ekki að ganga, þetta var ekki þannig leikur. Við löguðum það aðeins í seinni hálfleik og fengum bara á okkur eitt mark og dældum inn mörkum.“ Sigurður gerði sér grein fyrir hættunum í leik Framara, sem hafa skorað mikið í sumar. „Þeir spila góðan sóknarleik og eru hreyfanlegir. Þeir overloada á köntunum finnst mér og eru hættulegir í fyrirgjöfum. Náttúrulega með hættulegt framherja par. Þannig maður þarf að spila varnarleikinn ofboðslega vel á móti þeim.“ Framarar hafa fengið mikið af mörkum á sig í sumar. „Við vissum að við myndum skora mörk því Fram hefur lekið mörkum í sumar, því þeir hafa sótt mikið.“ Sigurður var spenntur fyrir komandi átökum í tvískiptri deild. „Ég held það verði bara mjög skemmtilegt að takast á við það. Góð reynsla og gaman að mótið sé lengra. Ég hugsa að það verði meiri stemning. Það var reyndar frábær stemning í dag,“ sagði Sigurður að lokum. Jón: Þetta var alveg ótrúlegt Jón Sveinsson, þjálfari Fram, í leik dagsins. Jón Sveinsson, þjálfari Fram, var hálf hissa eftir leikinn. „Markatalan bendir til þess að það hafi verið spilað inni en ekki úti. Þetta var alveg ótrúlegt. Ergilegt að skora 4 mörk og fyrir mér hafa fulla stjórn í 80% af leiknum.” Jóni fannst þeir fá of auðveld mörk á sig. „Við erum að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum, þeir fá tvö horn og skora úr því. Mér fannst við áfram vera með góð tök á leiknum en það var einhvern veginn þannig að þeir þurftu bara að komast nálægt markinu okkar til að skora. Síðustu tvö mörkin voru svolítið, bara leikurinn út um allt. Ekkert svo sem við því að segja.”
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti