Jakob Snær: Við erum alls ekki hættir Smári Jökull Jónsson skrifar 17. september 2022 16:20 Jakob Snær Árnason var hetja KA manna í dag þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Val. Vísir/Hulda Margrét „Það er alltaf sætt að skora og sérstaklega þegar mörkin telja mikið fyrir liðin. Mér fannst við vinna fyrir þessu í dag,“ sagði Jakob Snær Árnason, hetja KA-manna, en hann skoraði sigurmarkið gegn Val í Bestu deildinni í dag. „Mér fannst við vinna fyrir þessu. Ég er ekkert að segja að þeir hafi verið eitthvað betri en við byrjuðum illa. Síðan fannst mér við koma sterkt inn í leikinn og sérstaklega í síðari hálfleik. Þá fannst mér spurningamerki hvenær við myndum setja markið og það var sætt þegar það kom, hvort sem það var frá mér eða einhverjum öðrum,“ sagði þessi öflugi framherji KA manna sem hefur verið að leika vel að undanförnu. Þegar Jakob skoraði mark KA flaggaði Eysteinn Hrafnkelsson aðstoðardómari rangstöðu en Pétur Guðmundsson dómari dæmdi mark. Ansi sérstakar aðstæður en Pétur virtist hafa rétt fyrir sér því það var Sebastian Hedlund varnarmaður Vals sem skallaði boltann áfram á KA. „Ég vildi meina að ég hafi ekkert verið rangstæður þannig að ég var sallarólegur. Síðan segja þeir að ég hafi mögulega aðeins verið fyrir innan en komið flikk frá varnarmanni. Þetta telur jafn mikið fyrir okkur hvort sem það er í samskeytin eða svona, við erum bara kátir.“ Leikurinn í dag var sá síðasti hjá liðunum í hefðbundinni deildakeppni en nú skiptist deildin í tvennt og liðin í efri og neðri hluta leika sín á milli. KA er í 3.sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Víkingur en átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks. „Það er bara gamla klisjan, einn leikur í einu. Við erum alls ekki hættir og það er ekkert öruggt í þessu. Það eru bara efstu tvö sætin sem gefa Evrópusæti og við erum að stefna á það þangað til annað kemur í ljós,“ sagði Jakob Snær Árnason að lokum. Besta deild karla Valur KA Tengdar fréttir Leik lokið: Valur-KA 0-1 | Akureyringar fara á góðu skriði inn í úrslitakeppnina KA gerði góða ferð á Hlíðarenda og vann 1-0 útisigur, Jakob Snær Árnason með markið þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Patrick Pedersen fékk rautt spjald í liði Vals undir lok leiks. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2022 15:55 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Sport Fleiri fréttir Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Sjá meira
„Mér fannst við vinna fyrir þessu. Ég er ekkert að segja að þeir hafi verið eitthvað betri en við byrjuðum illa. Síðan fannst mér við koma sterkt inn í leikinn og sérstaklega í síðari hálfleik. Þá fannst mér spurningamerki hvenær við myndum setja markið og það var sætt þegar það kom, hvort sem það var frá mér eða einhverjum öðrum,“ sagði þessi öflugi framherji KA manna sem hefur verið að leika vel að undanförnu. Þegar Jakob skoraði mark KA flaggaði Eysteinn Hrafnkelsson aðstoðardómari rangstöðu en Pétur Guðmundsson dómari dæmdi mark. Ansi sérstakar aðstæður en Pétur virtist hafa rétt fyrir sér því það var Sebastian Hedlund varnarmaður Vals sem skallaði boltann áfram á KA. „Ég vildi meina að ég hafi ekkert verið rangstæður þannig að ég var sallarólegur. Síðan segja þeir að ég hafi mögulega aðeins verið fyrir innan en komið flikk frá varnarmanni. Þetta telur jafn mikið fyrir okkur hvort sem það er í samskeytin eða svona, við erum bara kátir.“ Leikurinn í dag var sá síðasti hjá liðunum í hefðbundinni deildakeppni en nú skiptist deildin í tvennt og liðin í efri og neðri hluta leika sín á milli. KA er í 3.sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Víkingur en átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks. „Það er bara gamla klisjan, einn leikur í einu. Við erum alls ekki hættir og það er ekkert öruggt í þessu. Það eru bara efstu tvö sætin sem gefa Evrópusæti og við erum að stefna á það þangað til annað kemur í ljós,“ sagði Jakob Snær Árnason að lokum.
Besta deild karla Valur KA Tengdar fréttir Leik lokið: Valur-KA 0-1 | Akureyringar fara á góðu skriði inn í úrslitakeppnina KA gerði góða ferð á Hlíðarenda og vann 1-0 útisigur, Jakob Snær Árnason með markið þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Patrick Pedersen fékk rautt spjald í liði Vals undir lok leiks. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2022 15:55 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Sport Fleiri fréttir Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Sjá meira
Leik lokið: Valur-KA 0-1 | Akureyringar fara á góðu skriði inn í úrslitakeppnina KA gerði góða ferð á Hlíðarenda og vann 1-0 útisigur, Jakob Snær Árnason með markið þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Patrick Pedersen fékk rautt spjald í liði Vals undir lok leiks. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2022 15:55