Hjörleifur hafi sagst aldrei leggja hendur á konur nema í rúminu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. september 2022 15:13 Hannesína Scheving, Málfríður Þórðardóttir og Tinna Guðmundsdóttir vermdu þrjú af fimm efstu sætum lista Flokks fólksins á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum ív or. vísir/egill Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester segjast fullar vanlíðunar og kvíða vegna samskipta sinna við þrjá karla á lista flokksins. Allir hafi beitt þær andlegu ofbeldi og einn gerst sekur um kynferðislega áreitni. Konurnar boðuðu til blaðamannafundar með skömmum fyrirvara í dag. Þær sögðust tilneyddar til að stíga fram eftir mikla umfjöllun fjölmiðla og ávirðingar sem þær hefðu mátt sæta. Þær lýstu kynferðislegri áreitni af hendi Hjörleifs Hallgríms Herbertssonar og slæmri framkomu oddvitans Brynjólfs Ingvarssonar og Jóns Hjaltasonar, á þriðja sæti listans. Hjörleifur sat í 22. og neðsta sæti listans sem bauð fram á Akureyri í vor. Hann segist sjálfur vera guðfaðir listans og hefur þvertekið fyrir allar ásakanir um dónaskap. Tinna lýsti samskiptum sínum við Hjörleif. Hann hafi boðið henni heim til sín og þess utan tjáð henni að hann legði aldrei hendur á konur, nema í rúminu. Hún ætti að koma í heimsókn til hans sem oftast. Hannesína lýsti reglulegum símtölum Hjörleifs sem vildi fá að spjalla við hana. Henni hafi fundist símtölin mjög óþægileg og að lokum hætt að svara símanum. Jón Hjaltason og Hjörleifur Hallgríms Herbertsson. „Við þurfum ekki að sitja undir skaðandi samskiptum,“ sagði Hannesína á fundinum í dag. Hún hafi verið að safna undirskriftum fyrir flokkinn í vor. Þegar kom að því að skila listunum til Hjörleifs hafi hún ekki treyst sér til að afhenda honum þær. „Heldur ákvað ég að setja listann í blaðalúguna hjá manninum og tók svo hreinlega til fótanna til að hitta ekki á hann. Ég hafði engan áhuga á að hitta þennan mann, hvað þá að vera ein með honum,“ sagði Hannesína. Tölvupóstur undir yfirskriftinni „Hjálp!“ Málfríður segir Brynjólf og Jón hafa verið fullkomlega meðvitaða um svívirðilega framkomu Hjörleifs í þeirra garð. Eftir margítrekaðar kröfur um að Hjörleifur yrði ekki með á fundum fékkst það samþykkt. Svo í ágúst hafi Jón stungið upp á að bjóða Hjörleifi aftur til fundanna. Málfríður sagði að Brynjólfur og Jón hafi án samtals við þær þrjár fundað með oddvitum minnihlutans á Akureyri. Um leið hafi þeir skipað sér í nefndir næstu fjögur árin. Málfríður hafi sent þeim póst og spurst fyrir um þetta. Áhrif spurninganna hafi verið slík að Brynjólfur hafi sent hjálparbeiðni á pólitíska andstæðina flokksins, í formi tölvupósts með yfirskriftinni: „Hjálp!“ Pósturinn hafi fyrir mistök ratað á fulltrúa á lista Flokks fólksins og þannig komist í hendur flokkssystranna. Málfríður las upp úr pósti Brynjólfs: „Nú þarf ég bráðum á öllum alvöru vinum að halda. Ég er kominn í svæsnari ormagryfju en ég reiknaði með. Þetta er engu líkt sem ég hef áður lent í. Vinsamlegast hringið í mig þegar hentar. Kveðja, Pápi.“ Grátandi á fundinum Þarna hafi þær verið orðnar ormar í ormagryfju og því ekki að undra að konunum líði ekki vel. Einnig sé ástæða til að taka fram að áreitið frá Brynjólfi hafi verið mikið. Hann hafi sent þeim yfir 250 tölvupósta. „Kvíðinn fyrir því að opna tölvupóst á morgnana er í einu orði sagt yfirþyrmandi.“ Dropinn sem fyllti mælinn hafi verið fundur á heimili Brynjólfs 10. september. Þær hafi upplifað andúð og kulda. „Ég kom illa fyrirkölluð á fundinn, kvíðinn og með grátstafinn í kverkunum. Eftir stutta stund yfirgaf ég fundinn grátandi,“ sagði Málfríður. Hún hafi ekki treyst sér að sitja undir öskrum Jóns Hjaltasonar sem hafi einnig verið farinn að skeita skapi sínu á húsgögnum. Jón hefur sjálfur sagst hafa barið í borðið í lok fundar þegar hann krafðist svara. 250 tölvupóstar Tinna hafi setið eftir frosinn og ekki þorað að mótmæla. Áður en fundi lauk hafi Brynjólfur lesið bréf sem hann skrifaði. Það hafi verið fullt af rógi og rangfærslum auk hótana um að starfsleyfi kvennanna, sem allar eru heilbrigðisstarfsmenn, kynni að vera í hættu ef þær hegðuðu sér ekki almennilega. Bréfinu hafi verið dreift til tíu einstaklinga. Brynjólfur hafi þegar hringt í fólk á listanum að ef Málfríður stigi ekki til hliðar, þá myndu þeir Jón gera það. Í kjölfarið hafi þær þrjár mátt sætta hótunum og kallaðar illum nöfnum. „Samstarfið við þessa menn hefur valdið okkur andvökum, kvíða og gríðarlegri vanlíðan. Við sáum engin önnur ráð en að óska eftir hjálp frá forstu flokksins sem hefur reynst ómetanlegur.“ Efni fundarins er rakið í vaktinni að neðan.
Konurnar boðuðu til blaðamannafundar með skömmum fyrirvara í dag. Þær sögðust tilneyddar til að stíga fram eftir mikla umfjöllun fjölmiðla og ávirðingar sem þær hefðu mátt sæta. Þær lýstu kynferðislegri áreitni af hendi Hjörleifs Hallgríms Herbertssonar og slæmri framkomu oddvitans Brynjólfs Ingvarssonar og Jóns Hjaltasonar, á þriðja sæti listans. Hjörleifur sat í 22. og neðsta sæti listans sem bauð fram á Akureyri í vor. Hann segist sjálfur vera guðfaðir listans og hefur þvertekið fyrir allar ásakanir um dónaskap. Tinna lýsti samskiptum sínum við Hjörleif. Hann hafi boðið henni heim til sín og þess utan tjáð henni að hann legði aldrei hendur á konur, nema í rúminu. Hún ætti að koma í heimsókn til hans sem oftast. Hannesína lýsti reglulegum símtölum Hjörleifs sem vildi fá að spjalla við hana. Henni hafi fundist símtölin mjög óþægileg og að lokum hætt að svara símanum. Jón Hjaltason og Hjörleifur Hallgríms Herbertsson. „Við þurfum ekki að sitja undir skaðandi samskiptum,“ sagði Hannesína á fundinum í dag. Hún hafi verið að safna undirskriftum fyrir flokkinn í vor. Þegar kom að því að skila listunum til Hjörleifs hafi hún ekki treyst sér til að afhenda honum þær. „Heldur ákvað ég að setja listann í blaðalúguna hjá manninum og tók svo hreinlega til fótanna til að hitta ekki á hann. Ég hafði engan áhuga á að hitta þennan mann, hvað þá að vera ein með honum,“ sagði Hannesína. Tölvupóstur undir yfirskriftinni „Hjálp!“ Málfríður segir Brynjólf og Jón hafa verið fullkomlega meðvitaða um svívirðilega framkomu Hjörleifs í þeirra garð. Eftir margítrekaðar kröfur um að Hjörleifur yrði ekki með á fundum fékkst það samþykkt. Svo í ágúst hafi Jón stungið upp á að bjóða Hjörleifi aftur til fundanna. Málfríður sagði að Brynjólfur og Jón hafi án samtals við þær þrjár fundað með oddvitum minnihlutans á Akureyri. Um leið hafi þeir skipað sér í nefndir næstu fjögur árin. Málfríður hafi sent þeim póst og spurst fyrir um þetta. Áhrif spurninganna hafi verið slík að Brynjólfur hafi sent hjálparbeiðni á pólitíska andstæðina flokksins, í formi tölvupósts með yfirskriftinni: „Hjálp!“ Pósturinn hafi fyrir mistök ratað á fulltrúa á lista Flokks fólksins og þannig komist í hendur flokkssystranna. Málfríður las upp úr pósti Brynjólfs: „Nú þarf ég bráðum á öllum alvöru vinum að halda. Ég er kominn í svæsnari ormagryfju en ég reiknaði með. Þetta er engu líkt sem ég hef áður lent í. Vinsamlegast hringið í mig þegar hentar. Kveðja, Pápi.“ Grátandi á fundinum Þarna hafi þær verið orðnar ormar í ormagryfju og því ekki að undra að konunum líði ekki vel. Einnig sé ástæða til að taka fram að áreitið frá Brynjólfi hafi verið mikið. Hann hafi sent þeim yfir 250 tölvupósta. „Kvíðinn fyrir því að opna tölvupóst á morgnana er í einu orði sagt yfirþyrmandi.“ Dropinn sem fyllti mælinn hafi verið fundur á heimili Brynjólfs 10. september. Þær hafi upplifað andúð og kulda. „Ég kom illa fyrirkölluð á fundinn, kvíðinn og með grátstafinn í kverkunum. Eftir stutta stund yfirgaf ég fundinn grátandi,“ sagði Málfríður. Hún hafi ekki treyst sér að sitja undir öskrum Jóns Hjaltasonar sem hafi einnig verið farinn að skeita skapi sínu á húsgögnum. Jón hefur sjálfur sagst hafa barið í borðið í lok fundar þegar hann krafðist svara. 250 tölvupóstar Tinna hafi setið eftir frosinn og ekki þorað að mótmæla. Áður en fundi lauk hafi Brynjólfur lesið bréf sem hann skrifaði. Það hafi verið fullt af rógi og rangfærslum auk hótana um að starfsleyfi kvennanna, sem allar eru heilbrigðisstarfsmenn, kynni að vera í hættu ef þær hegðuðu sér ekki almennilega. Bréfinu hafi verið dreift til tíu einstaklinga. Brynjólfur hafi þegar hringt í fólk á listanum að ef Málfríður stigi ekki til hliðar, þá myndu þeir Jón gera það. Í kjölfarið hafi þær þrjár mátt sætta hótunum og kallaðar illum nöfnum. „Samstarfið við þessa menn hefur valdið okkur andvökum, kvíða og gríðarlegri vanlíðan. Við sáum engin önnur ráð en að óska eftir hjálp frá forstu flokksins sem hefur reynst ómetanlegur.“ Efni fundarins er rakið í vaktinni að neðan.
Flokkur fólksins Akureyri Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Tengdar fréttir Saka konurnar um lygar og segja varaformanninn hafðan að fífli Brynjólfur Ingvarsson, oddviti Flokks fólksins á Akureyri, og Jón Hjaltason, þriðji maður á lista flokksins, segja fullyrðingar þriggja kvenna sem skipa annað, fjórða og fimmta sætið þess efnis að karlar í forystu flokksins fyrir norðan hafi sýnt þeim lítilsvirðingu og jafnvel áreitt þær, fjarri öllu sanni. 19. september 2022 06:40 Vilja að ásakanirnar séu dregnar til baka Karlmenn sem sátu á lista flokks fólksins á Akureyri í sveitastjórnarkosningunum í vor hafa krafist þess að þeir verði beðnir afsökunar á ásökunum sem beint var að þeim og þær dregnar til baka. Þrjár konur innan flokksins ásökuðu mennina um kynferðislegt áreiti og lítilsvirðingu. 17. september 2022 18:04 Hafna alfarið ásökunum um einelti og kynferðislegt áreiti Atburðarásin hefur verið hröð í röðum Flokks fólksins í morgun og virðist starf flokksins á Akureyri í algjöru uppnámi. Jón Hjaltason sem skipar þriðja sæti listans segir ásakanir sem fram hafa komið í morgun mannorðsskemmandi og tilhæfulausar. 13. september 2022 12:53 Enn fjölgar hneykslismálum í sex ára sögu Flokks fólksins Kjörnir fulltrúar Flokks fólksins hafa ýmist neyðst til að segja af sér eða verið hvattir til þess í tengslum við erfið mál sem dunið hafa á flokknum á til þess að gera stuttum líftíma hans. Nú síðast sökuðu þrjár konur innan flokksins samflokksmenn sína um lítilsvirðandi framkomu í sinn garð. 15. september 2022 07:01 Brynjólfur telur ásakanir á hendur sér með svæsnustu persónuárásum íslenskrar stjórnmálasögu Brynjólfur Ingvarsson geðlæknir, oddviti Flokks fólksins á Akureyri, er ómyrkur í máli í samtali við fréttastofu þar sem hann svarar ásökunum á hendur sér frá flokkssystrum sínum nyrðra. Hann segir aðeins tvennt í stöðunni, annað hvort fari hann frá eða konurnar. 14. september 2022 16:37 Dapurt að ásökunum um kynferðislegt áreiti hafi verið slengt fram Formaður Flokks fólksins þvertekur fyrir að nokkur í forystusveit flokksins á Akureyri hafi verið sakaður um kynferðislegt áreiti. Hún segir dapurt að því hugtaki hafi verið slengt fram í ásökunum þriggja kvenna innan flokksins því nú liggi allir undir grun. 14. september 2022 11:03 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Saka konurnar um lygar og segja varaformanninn hafðan að fífli Brynjólfur Ingvarsson, oddviti Flokks fólksins á Akureyri, og Jón Hjaltason, þriðji maður á lista flokksins, segja fullyrðingar þriggja kvenna sem skipa annað, fjórða og fimmta sætið þess efnis að karlar í forystu flokksins fyrir norðan hafi sýnt þeim lítilsvirðingu og jafnvel áreitt þær, fjarri öllu sanni. 19. september 2022 06:40
Vilja að ásakanirnar séu dregnar til baka Karlmenn sem sátu á lista flokks fólksins á Akureyri í sveitastjórnarkosningunum í vor hafa krafist þess að þeir verði beðnir afsökunar á ásökunum sem beint var að þeim og þær dregnar til baka. Þrjár konur innan flokksins ásökuðu mennina um kynferðislegt áreiti og lítilsvirðingu. 17. september 2022 18:04
Hafna alfarið ásökunum um einelti og kynferðislegt áreiti Atburðarásin hefur verið hröð í röðum Flokks fólksins í morgun og virðist starf flokksins á Akureyri í algjöru uppnámi. Jón Hjaltason sem skipar þriðja sæti listans segir ásakanir sem fram hafa komið í morgun mannorðsskemmandi og tilhæfulausar. 13. september 2022 12:53
Enn fjölgar hneykslismálum í sex ára sögu Flokks fólksins Kjörnir fulltrúar Flokks fólksins hafa ýmist neyðst til að segja af sér eða verið hvattir til þess í tengslum við erfið mál sem dunið hafa á flokknum á til þess að gera stuttum líftíma hans. Nú síðast sökuðu þrjár konur innan flokksins samflokksmenn sína um lítilsvirðandi framkomu í sinn garð. 15. september 2022 07:01
Brynjólfur telur ásakanir á hendur sér með svæsnustu persónuárásum íslenskrar stjórnmálasögu Brynjólfur Ingvarsson geðlæknir, oddviti Flokks fólksins á Akureyri, er ómyrkur í máli í samtali við fréttastofu þar sem hann svarar ásökunum á hendur sér frá flokkssystrum sínum nyrðra. Hann segir aðeins tvennt í stöðunni, annað hvort fari hann frá eða konurnar. 14. september 2022 16:37
Dapurt að ásökunum um kynferðislegt áreiti hafi verið slengt fram Formaður Flokks fólksins þvertekur fyrir að nokkur í forystusveit flokksins á Akureyri hafi verið sakaður um kynferðislegt áreiti. Hún segir dapurt að því hugtaki hafi verið slengt fram í ásökunum þriggja kvenna innan flokksins því nú liggi allir undir grun. 14. september 2022 11:03