Segjast hafa Húnvetninga í vinnu til að halda friðinn Kristján Már Unnarsson skrifar 19. september 2022 22:42 Ámundi Rúnar Sveinsson er verkstjóri hjá Skagfirskum verktökum ehf. Sigurjón Ólason Húnvetningar sjá fram á miklar samgöngubætur með fimmtán kílómetra vegagerð í Refasveit. Þetta er stærsta verk sem unnið er að á Norðurlandi vestra um þessar mundir, upp á einn og hálfan milljarð króna. Það eru hins vegar Skagfirðingar sem annast vegagerðina. Í fréttum Stöðvar 2 voru framkvæmdir skoðaðar. Þetta verður aðalleiðin milli Blönduóss og Skagastrandar en einnig hluti Þverárfjallsvegar til Sauðárkróks. Skagfirskir verktakar fengu verkið sem lægstbjóðendur fyrir 1.496 milljónir króna. „Það hefur gengið bara mjög vel. Þetta er efnisflutningur upp á tæpa 400 þúsund rúmmetra. Og við erum bara vel á áætlun með vegagerðina,“ segir Ámundi Rúnar Sveinsson, verkstjóri hjá Skagfirskum verktökum ehf. Frá vegagerðinni í Refasveit.Sigurjón Ólason Þeir eru með 25 manna hóp í vinnu, hafa sex búkollur, fimm gröfur og þrjár jarðýtur. Nýr vegarkafli frá Blönduósi að núverandi Þverárfjallsvegi verður átta kílómetra langur, nýr kafli Skagastrandarvegar þriggja kílómetra langur en einnig verða lagðar heimreiðar að sveitabæjum upp á fjóra kílómetra. „Já, þetta er stærsta verk sem við höfum tekið að okkur. Við erum verktakar úr Skagafirði, nokkrir saman, sem tókum okkur saman til þess að geta tekið þessi stóru verk.“ Gatnamótin við hringveginn færast nær Blönduósi og verða rétt utan bæjarins.Sigurjón Ólason -Nú eruð þið að vinna í Húnaþingi. Það hefur oft verið rígur á milli Húnvetninga og Skagfirðinga. Eru Húnvetningar ekkert ósáttir við að Skagfirðingar skuli vera að gera þetta? „Nei, nei, nei. Alls ekki. Við reynum að hafa nokkra Húnvetninga með okkur til að halda friðinn, bæði frá Blönduósi og Skagaströnd, og það gengur bara vel.“ -En þið þurfið að gera það til að halda friðinn, eða hvað? „Ja.. við getum orðað það þannig,“ svarar Ámundi Rúnar og hlær. Frá brúarsmíðinni yfir Laxá í Refasveit. Nýja brúin leysir af einbreiða brú á þjóðveginum.Sigurjón Ólason Helmingur mannskaparsins smíðar nýja brú yfir Laxá í Refasveit, sem telst um þriðjungur heildarverksins. VA-verktakar á Akureyri annast brúarsmíðina sem undirverktakar. Brúin verður stærðar mannvirki, 106 metra löng og hæð brúargólfsins yfir ánni á við fimm hæða hús. Heima í héraði fagna menn því að losna við gamla veginn, þótt hann sé lagður bundnu slitlagi. „Gamli vegurinn þolir engan veginn þá flutninga og umferð sem um hann er í dag. Þannig að þetta er bara brýn samgöngubót,“ segir Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar. Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar, með Blönduós í baksýn.Sigurjón Ólason Ámundi Rúnar segir nýja vegstæðið mikið betra og snjóléttara. „Styttir og gerir okkar leiðir innan þessa svæðis hér öruggari,“ segir Guðmundur Haukur. Verklok eru áætluð 1. nóvember 2023. Verktakarnir vonast þó til að hægt verði að hleypa umferð á að minnsta kosti hluta vegarins fyrir verslunarmannahelgi á næsta ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Samgöngur Húnabyggð Skagaströnd Skagafjörður Skagabyggð Umferðaröryggi Tengdar fréttir Verjast kröfum um styttingu vegarins framhjá Blönduósi Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun. Undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina. 27. mars 2019 21:30 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru framkvæmdir skoðaðar. Þetta verður aðalleiðin milli Blönduóss og Skagastrandar en einnig hluti Þverárfjallsvegar til Sauðárkróks. Skagfirskir verktakar fengu verkið sem lægstbjóðendur fyrir 1.496 milljónir króna. „Það hefur gengið bara mjög vel. Þetta er efnisflutningur upp á tæpa 400 þúsund rúmmetra. Og við erum bara vel á áætlun með vegagerðina,“ segir Ámundi Rúnar Sveinsson, verkstjóri hjá Skagfirskum verktökum ehf. Frá vegagerðinni í Refasveit.Sigurjón Ólason Þeir eru með 25 manna hóp í vinnu, hafa sex búkollur, fimm gröfur og þrjár jarðýtur. Nýr vegarkafli frá Blönduósi að núverandi Þverárfjallsvegi verður átta kílómetra langur, nýr kafli Skagastrandarvegar þriggja kílómetra langur en einnig verða lagðar heimreiðar að sveitabæjum upp á fjóra kílómetra. „Já, þetta er stærsta verk sem við höfum tekið að okkur. Við erum verktakar úr Skagafirði, nokkrir saman, sem tókum okkur saman til þess að geta tekið þessi stóru verk.“ Gatnamótin við hringveginn færast nær Blönduósi og verða rétt utan bæjarins.Sigurjón Ólason -Nú eruð þið að vinna í Húnaþingi. Það hefur oft verið rígur á milli Húnvetninga og Skagfirðinga. Eru Húnvetningar ekkert ósáttir við að Skagfirðingar skuli vera að gera þetta? „Nei, nei, nei. Alls ekki. Við reynum að hafa nokkra Húnvetninga með okkur til að halda friðinn, bæði frá Blönduósi og Skagaströnd, og það gengur bara vel.“ -En þið þurfið að gera það til að halda friðinn, eða hvað? „Ja.. við getum orðað það þannig,“ svarar Ámundi Rúnar og hlær. Frá brúarsmíðinni yfir Laxá í Refasveit. Nýja brúin leysir af einbreiða brú á þjóðveginum.Sigurjón Ólason Helmingur mannskaparsins smíðar nýja brú yfir Laxá í Refasveit, sem telst um þriðjungur heildarverksins. VA-verktakar á Akureyri annast brúarsmíðina sem undirverktakar. Brúin verður stærðar mannvirki, 106 metra löng og hæð brúargólfsins yfir ánni á við fimm hæða hús. Heima í héraði fagna menn því að losna við gamla veginn, þótt hann sé lagður bundnu slitlagi. „Gamli vegurinn þolir engan veginn þá flutninga og umferð sem um hann er í dag. Þannig að þetta er bara brýn samgöngubót,“ segir Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar. Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar, með Blönduós í baksýn.Sigurjón Ólason Ámundi Rúnar segir nýja vegstæðið mikið betra og snjóléttara. „Styttir og gerir okkar leiðir innan þessa svæðis hér öruggari,“ segir Guðmundur Haukur. Verklok eru áætluð 1. nóvember 2023. Verktakarnir vonast þó til að hægt verði að hleypa umferð á að minnsta kosti hluta vegarins fyrir verslunarmannahelgi á næsta ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Samgöngur Húnabyggð Skagaströnd Skagafjörður Skagabyggð Umferðaröryggi Tengdar fréttir Verjast kröfum um styttingu vegarins framhjá Blönduósi Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun. Undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina. 27. mars 2019 21:30 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Verjast kröfum um styttingu vegarins framhjá Blönduósi Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun. Undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina. 27. mars 2019 21:30