Rekinn vegna auglýsingar: „Ekki hægt að segja að ég sé siðlaus og gráðugur“ Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2022 13:00 Brian Laudrup á ströndinni í Dúbaí í auglýsingunni sem leiddi til brottrekstrar hans. skjáskot/youtube Danska fótboltagoðsögnin Brian Laudrup hefur misst starf sitt hjá dönsku sjónvarpsstöðinni TV2, sem og hjá Politiken, eftir að hafa tekið þátt í að auglýsa borgina Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Laudrup tók þátt í langri auglýsingu sem finna má á Youtube þar sem fjallað var um staði sem spennandi væri að heimsækja í Dúbaí, meðal annars með tilvísun í það að borgin tæki vel á móti stuðningsmönnum sem ætli á HM í nágrannaríkinu Katar í vetur. Þetta féll illa í kramið hjá forsvarsmönnum TV2 sem ráku Laudrup úr starfi fótboltaspekings en hann átti meðal annars að tjá sig í kringum komandi leiki Danmerkur við Króatíu og Frakkland í Þjóðadeildinni. „Það er ekki hægt að segja að ég hafi orðið eitthvað andlit [Dúbaí] en fyrir mér snerist þetta um fótbolta. Það má alveg kalla mig barnalegan og gagnrýna dómgreind mína,“ sagði Laudrup við Jyllands-Posten. „En það er ekki hægt að segja að ég sé siðlaus og gráðugur, það er yfir strikið,“ sagði Laudrup sem í auglýsingunni rifjaði meðal annars upp frægt mark sitt og fagn gegn Brasilíu á HM 1998, en hann var einnig ein af stjörnum danska landsliðsins sem varð Evrópumeistari árið 1992. Brian Laudrup vakti heimsathygli með fagninu sínu gegn Brasilíu á HM 1998. Sonur hans fékk hann til að fagna með skemmtilegum hætti.Getty/Marcus Brandt Brian Laudrup segir að hann hefði ekki tekið þátt í auglýsingunni fyrir Dúbaí hefði hann vitað að það stangaðist á við störf hans fyrir TV2. Politiken ákvað einnig að hætta með hlaðvarpsþættina „Brian og boltinn“ eftir aðeins einn þátt, og ljóst að þessum fyrrverandi vinnuveitendum Laudrup hugnaðist ekki að hann auglýsti ferðamannastað í landi þar sem mannréttindi þykja fótum troðin. „Ég sagði ekki að Dúbaí væri besti staður í heimi til að vera á. Ég var spurður hvort ég vildi tala um fögnuð fótboltans, sem var alveg einstakt,“ sagði Laudrup og ítrekaði að hann hefði tekið þátt í auglýsingunni í góðri trú. Danski boltinn Fótbolti HM 2022 í Katar Danmörk Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Laudrup tók þátt í langri auglýsingu sem finna má á Youtube þar sem fjallað var um staði sem spennandi væri að heimsækja í Dúbaí, meðal annars með tilvísun í það að borgin tæki vel á móti stuðningsmönnum sem ætli á HM í nágrannaríkinu Katar í vetur. Þetta féll illa í kramið hjá forsvarsmönnum TV2 sem ráku Laudrup úr starfi fótboltaspekings en hann átti meðal annars að tjá sig í kringum komandi leiki Danmerkur við Króatíu og Frakkland í Þjóðadeildinni. „Það er ekki hægt að segja að ég hafi orðið eitthvað andlit [Dúbaí] en fyrir mér snerist þetta um fótbolta. Það má alveg kalla mig barnalegan og gagnrýna dómgreind mína,“ sagði Laudrup við Jyllands-Posten. „En það er ekki hægt að segja að ég sé siðlaus og gráðugur, það er yfir strikið,“ sagði Laudrup sem í auglýsingunni rifjaði meðal annars upp frægt mark sitt og fagn gegn Brasilíu á HM 1998, en hann var einnig ein af stjörnum danska landsliðsins sem varð Evrópumeistari árið 1992. Brian Laudrup vakti heimsathygli með fagninu sínu gegn Brasilíu á HM 1998. Sonur hans fékk hann til að fagna með skemmtilegum hætti.Getty/Marcus Brandt Brian Laudrup segir að hann hefði ekki tekið þátt í auglýsingunni fyrir Dúbaí hefði hann vitað að það stangaðist á við störf hans fyrir TV2. Politiken ákvað einnig að hætta með hlaðvarpsþættina „Brian og boltinn“ eftir aðeins einn þátt, og ljóst að þessum fyrrverandi vinnuveitendum Laudrup hugnaðist ekki að hann auglýsti ferðamannastað í landi þar sem mannréttindi þykja fótum troðin. „Ég sagði ekki að Dúbaí væri besti staður í heimi til að vera á. Ég var spurður hvort ég vildi tala um fögnuð fótboltans, sem var alveg einstakt,“ sagði Laudrup og ítrekaði að hann hefði tekið þátt í auglýsingunni í góðri trú.
Danski boltinn Fótbolti HM 2022 í Katar Danmörk Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira