Munu ræða tillögur um nýtt nafn á sameinuðu sveitarfélagi Atli Ísleifsson skrifar 21. september 2022 11:37 Íbúar í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar eru um 1.300. Vísir/Sigurjón Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar mun á næstunni boða til íbúafundar vegna nafns á hinu nýja sveitarfélagi sem varð til fyrr á árinu með sameiningu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar. Á fundinum verður kynnt greinargerð örnefnanefndar sem hefur mælt með þremur nöfnum á sameinuðu sveitarfélagi – Þórsnesþing, Stykkishólmsbær, Sveitarfélagið Stykkishólmur. Í fundi bæjarráðs í síðustu viku var bókað á fundinum verði „boðið til samtals um niðurstöðu örnefnanefndar og fyrirliggjandi tillögur“. Reiknað er með að boðað verði til fundarins á næstu dögum. Alls bárust 72 tillögur að nafni á sameinuðu sveitarfélagi eftir að ný sveitarstjórn auglýsti eftir tillögum. Farið var yfir tillögurnar og ákvað að óska eftir umsögn örnefnanefndar um eftirtalin átta nöfn: Þórsnesþing, Stykkishólmsbær, Stykkishólmsbær og Helgafellssveit, Stykkishólmur og Helgafellssveit, Helgafellssveit, Sveitarfélagið Stykkishólmur, Breiðafjarðarbær og Breiðafjarðarbyggð. Líkt og fyrr segir mælir nefndin með þremur nöfnum: Þórsnesþing: „Þórsnes er vel þekkt og rótgróið örnefni sem vísar til svæðis í hinu sameinaða sveitarfélagi. Nyrst á Þórsnesi er þéttbýlið Stykkishólmur og á Þórsnesi er höfuðbýlið Helgafell sem sveitin er kennd við,“ segir meðal annars í umsögninni. Stykkishólmsbær: Stykkishólmur er rótgróið örnefni í sveitarfélaginu og landsþekkt. Örnefnanefnd telur vel fara á því að kenna sveitarfélagið við Stykkishólm,“ segir meðal annars í umsögninni. Þó að almennt sé ekki mælt með endingunni -bær yfir sveitarfélög sem ná yfir allnokkurt dreifbýli – og frekar notast þar við endinguna -byggð – þá verði ekki horft framhjá því að dæmi séu um endinguna --bær í nöfnum sveitarfélaga með áþekk byggðarmynstur. Eru Snæfellsbær og Ísafjarðarbær þar tekin sem dæmi. Sveitarfélagið Stykkishólmur: Örnefnanefnd telur fara vel á því að kenna nýsameinað sveitarfélag við Stykkishólm. „Nafnið Sveitarfélagið Stykkishólmur samræmist meginsjónarmiðum örnefnanefndar um nöfn sveitarfélaga,“ segir í umsögninni. Frá Stykkishólmi.Vísir/Sigurjón Örnefnanefnd mælir svo ekki með eftirfarandi nafni: Helgafellssveit: „Helgafell er rótgróið og vel þekkt örnefni í nýsameinuðu sveitarfélagi og ekkert því til fyrirstöðu að kenna sveitarfélagið við hið fræga höfuðbýli. Á hinn bóginn er eftirliðurinn -sveit ekki lýsandi fyrir byggðarmynstur sveitarfélagsins,“ segir í umsögninni. Helgafellsbyggð og Sveitarfélagið Helgafell væri nöfn sem hefði betur fallið að sjónarmiðum sem nefndin hefur til grundvallar. Örnefnanefnd lagðist svo gegn eftirfarandi nöfnum: Stykkishólmsbær og Helgafellssveit, Stykkishólmur og Helgafellssveit: „Þessar tillögur fela í raun í sér að nýsameinað sveitarfélag heiti tveimur nöfnum. Slík nafngift er óþjál og þung í vöfum og telur örnefnanefnd hana óæskilega. Vafasamt er og að hún samræmist íslenskri örnefnahefð,“ segir meðal annars í umsögninni Breiðafjarðarbær, Breiðafjarðarbyggð: „Í rökstuðningi með tillögunni er bent á sveitarfélögin, sem nú hafa sameinast, liggi bæði við Breiðafjörð. En nýsameinað sveitarfélag nær þó aðeins yfir lítinn hluta byggðar við Breiðafjörð og er örnefnið því ekki vel til þess fallið að auðkenna það. Örnefnanefnd telur að örnefnið Breiðafjörður eigi ríkan þátt í sjálfsmynd íbúa við Breiðafjörð og að einungis komi til greina að kenna við hann sveitarfélag sem orðið væri til við sameiningu stærsta hluta byggðar við fjörðinn,“ segir í umsögninni. Stykkishólmur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Á fundinum verður kynnt greinargerð örnefnanefndar sem hefur mælt með þremur nöfnum á sameinuðu sveitarfélagi – Þórsnesþing, Stykkishólmsbær, Sveitarfélagið Stykkishólmur. Í fundi bæjarráðs í síðustu viku var bókað á fundinum verði „boðið til samtals um niðurstöðu örnefnanefndar og fyrirliggjandi tillögur“. Reiknað er með að boðað verði til fundarins á næstu dögum. Alls bárust 72 tillögur að nafni á sameinuðu sveitarfélagi eftir að ný sveitarstjórn auglýsti eftir tillögum. Farið var yfir tillögurnar og ákvað að óska eftir umsögn örnefnanefndar um eftirtalin átta nöfn: Þórsnesþing, Stykkishólmsbær, Stykkishólmsbær og Helgafellssveit, Stykkishólmur og Helgafellssveit, Helgafellssveit, Sveitarfélagið Stykkishólmur, Breiðafjarðarbær og Breiðafjarðarbyggð. Líkt og fyrr segir mælir nefndin með þremur nöfnum: Þórsnesþing: „Þórsnes er vel þekkt og rótgróið örnefni sem vísar til svæðis í hinu sameinaða sveitarfélagi. Nyrst á Þórsnesi er þéttbýlið Stykkishólmur og á Þórsnesi er höfuðbýlið Helgafell sem sveitin er kennd við,“ segir meðal annars í umsögninni. Stykkishólmsbær: Stykkishólmur er rótgróið örnefni í sveitarfélaginu og landsþekkt. Örnefnanefnd telur vel fara á því að kenna sveitarfélagið við Stykkishólm,“ segir meðal annars í umsögninni. Þó að almennt sé ekki mælt með endingunni -bær yfir sveitarfélög sem ná yfir allnokkurt dreifbýli – og frekar notast þar við endinguna -byggð – þá verði ekki horft framhjá því að dæmi séu um endinguna --bær í nöfnum sveitarfélaga með áþekk byggðarmynstur. Eru Snæfellsbær og Ísafjarðarbær þar tekin sem dæmi. Sveitarfélagið Stykkishólmur: Örnefnanefnd telur fara vel á því að kenna nýsameinað sveitarfélag við Stykkishólm. „Nafnið Sveitarfélagið Stykkishólmur samræmist meginsjónarmiðum örnefnanefndar um nöfn sveitarfélaga,“ segir í umsögninni. Frá Stykkishólmi.Vísir/Sigurjón Örnefnanefnd mælir svo ekki með eftirfarandi nafni: Helgafellssveit: „Helgafell er rótgróið og vel þekkt örnefni í nýsameinuðu sveitarfélagi og ekkert því til fyrirstöðu að kenna sveitarfélagið við hið fræga höfuðbýli. Á hinn bóginn er eftirliðurinn -sveit ekki lýsandi fyrir byggðarmynstur sveitarfélagsins,“ segir í umsögninni. Helgafellsbyggð og Sveitarfélagið Helgafell væri nöfn sem hefði betur fallið að sjónarmiðum sem nefndin hefur til grundvallar. Örnefnanefnd lagðist svo gegn eftirfarandi nöfnum: Stykkishólmsbær og Helgafellssveit, Stykkishólmur og Helgafellssveit: „Þessar tillögur fela í raun í sér að nýsameinað sveitarfélag heiti tveimur nöfnum. Slík nafngift er óþjál og þung í vöfum og telur örnefnanefnd hana óæskilega. Vafasamt er og að hún samræmist íslenskri örnefnahefð,“ segir meðal annars í umsögninni Breiðafjarðarbær, Breiðafjarðarbyggð: „Í rökstuðningi með tillögunni er bent á sveitarfélögin, sem nú hafa sameinast, liggi bæði við Breiðafjörð. En nýsameinað sveitarfélag nær þó aðeins yfir lítinn hluta byggðar við Breiðafjörð og er örnefnið því ekki vel til þess fallið að auðkenna það. Örnefnanefnd telur að örnefnið Breiðafjörður eigi ríkan þátt í sjálfsmynd íbúa við Breiðafjörð og að einungis komi til greina að kenna við hann sveitarfélag sem orðið væri til við sameiningu stærsta hluta byggðar við fjörðinn,“ segir í umsögninni.
Stykkishólmur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira