Laug því að stóri bróðir væri faðir sinn Snorri Másson skrifar 22. september 2022 08:52 Kópavogsbúi á áttræðisaldri með einstakan persónuleika er aðalpersónan í nýrri heimildarmynd þar sem fjallað er um leit hans að uppruna sínum í Bandaríkjunum. Rætt var við Árna Jón Árnason í Íslandi í dag, sem lýsir því hvernig líf hans hefur tekið stakkaskiptum að undanförnu. Viðtalið hefst á tólftu mínútu. Árni átti erfitt með að útskýra það á yngri árum hver faðir hans væri. „Einu sinni benti ég á elsta bróður minn jafnvel, að hann væri pabbi minn. Það fór nú mjög vandræðalega, sko. Það komst náttúrulega upp,“ segir Árni.Vísir Árni Jón er fæddur í fæddur árið 1945 í Reykjavík. Móðir hans var þá 46 ára, hún var ekkja og sagði Árna aldrei hver faðir hans var. Árni átti ekki gott eða náið samband við móður sína, sem lést svo þegar hann var 15 ára og áfram vissi hann ekkert um faðerni sitt. Árni átti flókin fullorðinsár sem einkenndust af taugaáfalli og öðrum erfiðleikum og hann var vitanlega orðinn alveg úrkula vonar um að finna föður sinn þegar hann fékk símtal einn daginn árið 2017 frá Viktoríu Hermannsdóttur fjölmiðlakonu. Mögulegur bandarískur hálfbróðir, sonur fyrrum hermanns, var að leita að ættingjum sínum á Íslandi. Átti hann þessa ættingja og átti Árni fjölskyldu vestanhafs? Um það fjallar kvikmyndin Velkominn Árni, sem nú sýnd í Bíó Paradís. „Hún hringir bara allt í einu í mig einn daginn og sagði mér að mögulegur bróðir minn frá Vesturheimi væri að svipast eftir mér. Sá sagði mér síðan að faðir minn, væntanlega, hefði sagt honum nafnið á móður minni,“ segir Árni. Þegar Árni var kominn í samband við þennan mögulega bróður vestanhafs upphefst rannsókn þeirra á mögulegum skyldleika með tilheyrandi erfðafræðirannsóknum og óvæntum vendingum. Árni og David Balsam. Faðir Balsam var hermaður á Íslandi í seinni heimsstyrjöldinni og sagði syni sínum frá því skömmu áður en hann lést að hann ætti barn á Íslandi.Aðsend mynd En um leið er sagt frá þyrnum stráðu ferðalagi Árna í gegnum lífið – hvernig er að alast upp án föður? „Það var dálítið snúið, bæði út á við og inn á við líka. Auðvitað vissi ég að ég væri ástandsbarn en einhvern veginn gat ég ekki sagt það bara hreint út þegar fólk var að spyrja. Einu sinni benti ég á elsta bróður minn jafnvel, að hann væri pabbi minn. Það fór nú mjög vandræðalega, sko. Það komst náttúrulega upp,“ segir Árni. Í seinni tíð segist Árni hafa fyrirgefið foreldrum sínum að hafa ekki gert hreint fyrir sínum dyrum gagnvart honum. Kannski má síðan halda því fram að Árni hafi eignast nýja fjölskyldu á efri árum - ekki aðeins blóðfjölskylduna sem hann leitar í kvikmyndinni, heldur líka Viktoríu Hermannsdóttur kvikmyndagerðarkonu og Sólmund Hólm eiginmann hennar, sem hafa tekið honum opnum örmum. „Ég er eiginlega bara kominn inn í fjölskylduna. Það á bara eftir að gera það formlega,“ segir Árni, sem hefur jafnvel varið jólunum með þessum vinum sínum. Ísland í dag Seinni heimsstyrjöldin Kópavogur Ástin og lífið Tengdar fréttir „Ekki allir sem verða kvikmyndastjarna og ljóðskáld á einu kvöldi“ Heimildarmyndin Velkominn Árni var frumsýnd í Bíó Paradís í gær. Myndin segir sögu Árna Jóns Árnasonar sem vissi aldrei hver væri faðir sinn. Það var ekki fyrr en á áttræðisaldri sem hann komst óvænt að því hver faðir hans gæti hafa verið. 14. september 2022 20:01 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fleiri fréttir Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Sjá meira
Árni átti erfitt með að útskýra það á yngri árum hver faðir hans væri. „Einu sinni benti ég á elsta bróður minn jafnvel, að hann væri pabbi minn. Það fór nú mjög vandræðalega, sko. Það komst náttúrulega upp,“ segir Árni.Vísir Árni Jón er fæddur í fæddur árið 1945 í Reykjavík. Móðir hans var þá 46 ára, hún var ekkja og sagði Árna aldrei hver faðir hans var. Árni átti ekki gott eða náið samband við móður sína, sem lést svo þegar hann var 15 ára og áfram vissi hann ekkert um faðerni sitt. Árni átti flókin fullorðinsár sem einkenndust af taugaáfalli og öðrum erfiðleikum og hann var vitanlega orðinn alveg úrkula vonar um að finna föður sinn þegar hann fékk símtal einn daginn árið 2017 frá Viktoríu Hermannsdóttur fjölmiðlakonu. Mögulegur bandarískur hálfbróðir, sonur fyrrum hermanns, var að leita að ættingjum sínum á Íslandi. Átti hann þessa ættingja og átti Árni fjölskyldu vestanhafs? Um það fjallar kvikmyndin Velkominn Árni, sem nú sýnd í Bíó Paradís. „Hún hringir bara allt í einu í mig einn daginn og sagði mér að mögulegur bróðir minn frá Vesturheimi væri að svipast eftir mér. Sá sagði mér síðan að faðir minn, væntanlega, hefði sagt honum nafnið á móður minni,“ segir Árni. Þegar Árni var kominn í samband við þennan mögulega bróður vestanhafs upphefst rannsókn þeirra á mögulegum skyldleika með tilheyrandi erfðafræðirannsóknum og óvæntum vendingum. Árni og David Balsam. Faðir Balsam var hermaður á Íslandi í seinni heimsstyrjöldinni og sagði syni sínum frá því skömmu áður en hann lést að hann ætti barn á Íslandi.Aðsend mynd En um leið er sagt frá þyrnum stráðu ferðalagi Árna í gegnum lífið – hvernig er að alast upp án föður? „Það var dálítið snúið, bæði út á við og inn á við líka. Auðvitað vissi ég að ég væri ástandsbarn en einhvern veginn gat ég ekki sagt það bara hreint út þegar fólk var að spyrja. Einu sinni benti ég á elsta bróður minn jafnvel, að hann væri pabbi minn. Það fór nú mjög vandræðalega, sko. Það komst náttúrulega upp,“ segir Árni. Í seinni tíð segist Árni hafa fyrirgefið foreldrum sínum að hafa ekki gert hreint fyrir sínum dyrum gagnvart honum. Kannski má síðan halda því fram að Árni hafi eignast nýja fjölskyldu á efri árum - ekki aðeins blóðfjölskylduna sem hann leitar í kvikmyndinni, heldur líka Viktoríu Hermannsdóttur kvikmyndagerðarkonu og Sólmund Hólm eiginmann hennar, sem hafa tekið honum opnum örmum. „Ég er eiginlega bara kominn inn í fjölskylduna. Það á bara eftir að gera það formlega,“ segir Árni, sem hefur jafnvel varið jólunum með þessum vinum sínum.
Ísland í dag Seinni heimsstyrjöldin Kópavogur Ástin og lífið Tengdar fréttir „Ekki allir sem verða kvikmyndastjarna og ljóðskáld á einu kvöldi“ Heimildarmyndin Velkominn Árni var frumsýnd í Bíó Paradís í gær. Myndin segir sögu Árna Jóns Árnasonar sem vissi aldrei hver væri faðir sinn. Það var ekki fyrr en á áttræðisaldri sem hann komst óvænt að því hver faðir hans gæti hafa verið. 14. september 2022 20:01 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fleiri fréttir Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Sjá meira
„Ekki allir sem verða kvikmyndastjarna og ljóðskáld á einu kvöldi“ Heimildarmyndin Velkominn Árni var frumsýnd í Bíó Paradís í gær. Myndin segir sögu Árna Jóns Árnasonar sem vissi aldrei hver væri faðir sinn. Það var ekki fyrr en á áttræðisaldri sem hann komst óvænt að því hver faðir hans gæti hafa verið. 14. september 2022 20:01