Notuð dömubindi, blautþurrkur og smokkar í fjörunni í Vesturbæ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. september 2022 20:00 Áætlað er að viðgerðum ljúki á morgun. vísir Notuð dömubindi, blautþurrkur og smokkar eru á meðal þess sem finna má í fjörunni í Vesturbæ nú þegar óhreinsað skólp hefur flætt þar um. Sérfræðingur hjá Veitum segir að draga þurfi úr blautþurrkunotkun með reglugerð. Fréttastofa kannaði hvað ratar úr klósettinu í fjöruna. Óhreinsað skólp hefur undanfarið flætt út í sjóinn við Faxaskjól í Reykjavík. Ástæðan er endurnýjun á yfirfallsdælum en áætlað er að viðgerðum ljúki á morgun. Saurgerlar og örverur lifa einungis í örfáar klukkustundir í sjónum en rusl getur setið eftir, það er að segja rusl sem fólk hendir í klósettið. Fréttastofa fór og kannaði hvað ratar úr klósettinu í fjöruna. „Og eins og sönnum rannsóknarblaðamanni sæmir þá er ég að sjálfsögðu komin í allt of stórar vöðlur. Ég er komin með háf og ég er ekki komin lengra út í sjóinn en hingað þegar ég sé þetta hér. Og þetta, já þetta er smokkur og hann á alls ekki heima í klósettinu.“ Á myndinni má sjá smokk og saur.bjarni einarsson Stjórnvöld þurfi að aðhafast Leiðtogi hjá Veitum segir að nokkuð sé um að fólk hendi smokkum í klósettið. Blautþurrkurnar séu þó helsti óvinurinn en þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir Veitna, um að þeim skuli ekki sturtað í klósettið, segir Páll Ragnar að ekkert dragi úr háttseminni. „Ekki svo við sjáum. Því miður er enn mjög mikið verið að henda og sennilega verður lítil breyting fyrr en það verður sett reglugerð eða eitthvað af stjórnvöldum til þess að minka notkun blautþurrkna og þess háttar,“ sagði Páll Ragnar Pálsson, leiðtogi framkvæmdahópa vatns- og fráveitu hjá Veitum. Páll Ragnar Pálsson vinnur hjá Veitum.bjarni einarsson Þetta sé vandamál um allan heim. Blautþurrkur eru að mestu gerðar úr plasti og leysist því erfiðlega upp. „Hér sjáum við muninn á klósettpappír og blautþurrku. Í þessari flösku hér er klósettpappír sem settur var í 5. ágúst. Sama dag var blautþurrka sett í þessa flösku hér. Klósettpappírinn, hann er að mestu farinn að leysast upp. Blautþurrkan er bara eins og massi.“ Á sumum blautþurrkum, eins og þessari sem sést í sjónvarpsfréttinni, stendur að það sé í lagi að sturta þeim í klósettið. Sérfræðingar hjá Veitum segja ekkert að marka slíkar merkingar. Blautþurrkum skuli aldrei hent í klósettið. En höldum áfram rannsóknarleiðangri fréttastofu. „Hér eru umbúðir af dömubindi. Og hér er notað dömubindi.“ Hér má sjá notað dömubindi sem einhver hefur sturtað í klósettið.bjarni einarsson Ekkert af þessu á heima í klósettinu, satt best að segja á einungis þetta þrennt heima þar. Gervitennur og kynlífstæki Í sjónvarpsfréttinni má sjá hluti sem endað hafa í fráveitukerfinu. Debetkort, símar, kynlífstæki, gervitennur og fleira. Páll segir að það hafi komið fyrir að fólk missi hluti í klósettið og hringi í Veitur og vilji vitja þeirra. „Það var ein mamman sem hringdi inn og spurði hvort við gætum fundið góm dóttur hennar. Við spurðum hvort mamman myndi láta dótturina fá góminn aftur og hún myndi vilja meina að það sem dóttirin veit ekki, skaði hana ekki, þannig það er ýmislegt í þessu.“ Og vegna aðstæðna gætu verið agnir af hálfmeltum mat sem fer út í sjó með affallinu og eins og sést í sjónvarpsfréttinni þá er hlaðborð hjá mávunum. Skólp Heilbrigðismál Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Óhreinsað skólp hefur undanfarið flætt út í sjóinn við Faxaskjól í Reykjavík. Ástæðan er endurnýjun á yfirfallsdælum en áætlað er að viðgerðum ljúki á morgun. Saurgerlar og örverur lifa einungis í örfáar klukkustundir í sjónum en rusl getur setið eftir, það er að segja rusl sem fólk hendir í klósettið. Fréttastofa fór og kannaði hvað ratar úr klósettinu í fjöruna. „Og eins og sönnum rannsóknarblaðamanni sæmir þá er ég að sjálfsögðu komin í allt of stórar vöðlur. Ég er komin með háf og ég er ekki komin lengra út í sjóinn en hingað þegar ég sé þetta hér. Og þetta, já þetta er smokkur og hann á alls ekki heima í klósettinu.“ Á myndinni má sjá smokk og saur.bjarni einarsson Stjórnvöld þurfi að aðhafast Leiðtogi hjá Veitum segir að nokkuð sé um að fólk hendi smokkum í klósettið. Blautþurrkurnar séu þó helsti óvinurinn en þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir Veitna, um að þeim skuli ekki sturtað í klósettið, segir Páll Ragnar að ekkert dragi úr háttseminni. „Ekki svo við sjáum. Því miður er enn mjög mikið verið að henda og sennilega verður lítil breyting fyrr en það verður sett reglugerð eða eitthvað af stjórnvöldum til þess að minka notkun blautþurrkna og þess háttar,“ sagði Páll Ragnar Pálsson, leiðtogi framkvæmdahópa vatns- og fráveitu hjá Veitum. Páll Ragnar Pálsson vinnur hjá Veitum.bjarni einarsson Þetta sé vandamál um allan heim. Blautþurrkur eru að mestu gerðar úr plasti og leysist því erfiðlega upp. „Hér sjáum við muninn á klósettpappír og blautþurrku. Í þessari flösku hér er klósettpappír sem settur var í 5. ágúst. Sama dag var blautþurrka sett í þessa flösku hér. Klósettpappírinn, hann er að mestu farinn að leysast upp. Blautþurrkan er bara eins og massi.“ Á sumum blautþurrkum, eins og þessari sem sést í sjónvarpsfréttinni, stendur að það sé í lagi að sturta þeim í klósettið. Sérfræðingar hjá Veitum segja ekkert að marka slíkar merkingar. Blautþurrkum skuli aldrei hent í klósettið. En höldum áfram rannsóknarleiðangri fréttastofu. „Hér eru umbúðir af dömubindi. Og hér er notað dömubindi.“ Hér má sjá notað dömubindi sem einhver hefur sturtað í klósettið.bjarni einarsson Ekkert af þessu á heima í klósettinu, satt best að segja á einungis þetta þrennt heima þar. Gervitennur og kynlífstæki Í sjónvarpsfréttinni má sjá hluti sem endað hafa í fráveitukerfinu. Debetkort, símar, kynlífstæki, gervitennur og fleira. Páll segir að það hafi komið fyrir að fólk missi hluti í klósettið og hringi í Veitur og vilji vitja þeirra. „Það var ein mamman sem hringdi inn og spurði hvort við gætum fundið góm dóttur hennar. Við spurðum hvort mamman myndi láta dótturina fá góminn aftur og hún myndi vilja meina að það sem dóttirin veit ekki, skaði hana ekki, þannig það er ýmislegt í þessu.“ Og vegna aðstæðna gætu verið agnir af hálfmeltum mat sem fer út í sjó með affallinu og eins og sést í sjónvarpsfréttinni þá er hlaðborð hjá mávunum.
Skólp Heilbrigðismál Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent