„Held að íbúar í Íran séu komnir með meira en nóg af ríkisstjórninni“ Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2022 23:03 Vísir/AP/Vilhelm Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Íran undanfarna daga eftir að ung kúrdísk kona dó í haldi lögreglu. Hún hafði verið handtekin fyrir að vera ekki klædd samkvæmt ströngum reglum klerkastjórnar Írans og dó í síðustu viku. Hinn 22 ára gamla Masha Jina Amini þótti ekki vera með höfuðklút sinn nógu þéttan á höfðinu. Lögreglan hefur haldið því fram að hún hafi fengið hjartaáfall en fjölskylda hennar segir hana hafa verið myrta. Þau segja hana ekki hafa verið með neina hjartakvilla og að þeim hafi verið meinaður aðgangur að líki hennar. Mótmælin í vikunni hafa leitt til þess að yfirvöld í Íran hafa lokað á aðgang að internetinu víða í landinu en til átaka hefur komið milli mótmælenda og öryggissveita. AP fréttaveitan hefur eftir Amnesty International að minnst átta séu látnir og hundruð hafi særst. Þá hafa fregnir borist af því að öryggissveitir hafi skotið á mótmælendur. This is incredible - Iranians are fighting back like I ve never seen before.pic.twitter.com/06zKSUBaeJ— Gabriel Noronha (@GLNoronha) September 21, 2022 Þetta er fimmti dagurinn sem mótmælt er í Íran og eru mótmælin sögð hafa náð til minnst fimmtíu borga og bæja í Íran og þar á meðal Tehran, höfuðborgar landsins. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, er stödd á sjálfstjórnarsvæði Kúrda í Írak og segir dauða Amini byrjaðan að hafa áhrif þar og komið hafi til mótmæla. Iranians are so frustrated, their anger is exploding in the streets. The international community needs to support them in determining their own future. pic.twitter.com/cjYOU4HTcG— Masih Alinejad (@AlinejadMasih) September 21, 2022 Hún segir mikla reiði meðal mótmælenda. „Ég held að íbúar í Íran séu komnir með meira en nóg af ríkisstjórninni þar, sem beitir fasískum aðferðum gegn borgurum landsins. Óafsakanlegt ofbeldi gegn Jina Amini var dropinn sem fyllti mælinn,“ segir Lenya. I had to leave Kurdistan tonight, I didn t. I want to be part of the Iranian liberation and use my platform the best I can. Dear Kurds, we know what oppression, rebellion and overthrowing a fascist government feels like. Jina Amini is a Kurd. Let us be her voice. # — Lenya Rún (@Lenyarun) September 21, 2022 Lenya átti flug til Íslands í kvöld en hætti við vegna fjölmargra skilaboða sem hún hefur fengið frá fólki í Íran. Hún ákvað að fresta brottför um nokkra daga. „Það segir mjög mikið að borgarar í Íran hafi leitað til varaþingmanns í stjórnarandstöðu til þess að veita þeim stuðning og rödd. Ég er hér sem Íslendingur og þau líta á mig sem Íslending, ég hef ekki tekið neina afstöðu sem íslenska ríkisstjórnin hefur ekki tekið nú þegar og ég vil trúa því að hver annar varaþingmaður eða þingmaður hefði gert það nákvæmlega sama í minni stöðu,“ segir Lenya. Wow, I m speechless.An old lady, with head uncovered, walks through the city of Rasht in northern #Iran chanting death to Khamenei. pic.twitter.com/WfNow9ZR8Z— Charles Lister (@Charles_Lister) September 21, 2022 Draumur um ríki hvarf með nokkrum pennastrikum Við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar Ottóman-veldið féll gerðu þáverandi heimsveldi upprunalega ráð fyrir ríki Kúrda, sem iðulega er nefnt Kúrdistan, í Sevres-samkomulaginu (finna má kort í hlekknum) árið 1920. Því var þó breytt þremur árum seinna, með Lausanne-samkomulaginu, og varð stærstur hluti landsins sem átti að verða Kúrdistan hluti að Tyrklandi. Kúrdar eru nú á stórum svæðum í Írak, Íran, Tyrklandi og í Sýrlandi. Á síðustu hundrað árum hafa allar tilraunir Kúrda til að stofna eigið ríki verið stöðvaðar með miklu afli. Íran Írak Íslendingar erlendis Mótmælaalda í Íran Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Hinn 22 ára gamla Masha Jina Amini þótti ekki vera með höfuðklút sinn nógu þéttan á höfðinu. Lögreglan hefur haldið því fram að hún hafi fengið hjartaáfall en fjölskylda hennar segir hana hafa verið myrta. Þau segja hana ekki hafa verið með neina hjartakvilla og að þeim hafi verið meinaður aðgangur að líki hennar. Mótmælin í vikunni hafa leitt til þess að yfirvöld í Íran hafa lokað á aðgang að internetinu víða í landinu en til átaka hefur komið milli mótmælenda og öryggissveita. AP fréttaveitan hefur eftir Amnesty International að minnst átta séu látnir og hundruð hafi særst. Þá hafa fregnir borist af því að öryggissveitir hafi skotið á mótmælendur. This is incredible - Iranians are fighting back like I ve never seen before.pic.twitter.com/06zKSUBaeJ— Gabriel Noronha (@GLNoronha) September 21, 2022 Þetta er fimmti dagurinn sem mótmælt er í Íran og eru mótmælin sögð hafa náð til minnst fimmtíu borga og bæja í Íran og þar á meðal Tehran, höfuðborgar landsins. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, er stödd á sjálfstjórnarsvæði Kúrda í Írak og segir dauða Amini byrjaðan að hafa áhrif þar og komið hafi til mótmæla. Iranians are so frustrated, their anger is exploding in the streets. The international community needs to support them in determining their own future. pic.twitter.com/cjYOU4HTcG— Masih Alinejad (@AlinejadMasih) September 21, 2022 Hún segir mikla reiði meðal mótmælenda. „Ég held að íbúar í Íran séu komnir með meira en nóg af ríkisstjórninni þar, sem beitir fasískum aðferðum gegn borgurum landsins. Óafsakanlegt ofbeldi gegn Jina Amini var dropinn sem fyllti mælinn,“ segir Lenya. I had to leave Kurdistan tonight, I didn t. I want to be part of the Iranian liberation and use my platform the best I can. Dear Kurds, we know what oppression, rebellion and overthrowing a fascist government feels like. Jina Amini is a Kurd. Let us be her voice. # — Lenya Rún (@Lenyarun) September 21, 2022 Lenya átti flug til Íslands í kvöld en hætti við vegna fjölmargra skilaboða sem hún hefur fengið frá fólki í Íran. Hún ákvað að fresta brottför um nokkra daga. „Það segir mjög mikið að borgarar í Íran hafi leitað til varaþingmanns í stjórnarandstöðu til þess að veita þeim stuðning og rödd. Ég er hér sem Íslendingur og þau líta á mig sem Íslending, ég hef ekki tekið neina afstöðu sem íslenska ríkisstjórnin hefur ekki tekið nú þegar og ég vil trúa því að hver annar varaþingmaður eða þingmaður hefði gert það nákvæmlega sama í minni stöðu,“ segir Lenya. Wow, I m speechless.An old lady, with head uncovered, walks through the city of Rasht in northern #Iran chanting death to Khamenei. pic.twitter.com/WfNow9ZR8Z— Charles Lister (@Charles_Lister) September 21, 2022 Draumur um ríki hvarf með nokkrum pennastrikum Við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar Ottóman-veldið féll gerðu þáverandi heimsveldi upprunalega ráð fyrir ríki Kúrda, sem iðulega er nefnt Kúrdistan, í Sevres-samkomulaginu (finna má kort í hlekknum) árið 1920. Því var þó breytt þremur árum seinna, með Lausanne-samkomulaginu, og varð stærstur hluti landsins sem átti að verða Kúrdistan hluti að Tyrklandi. Kúrdar eru nú á stórum svæðum í Írak, Íran, Tyrklandi og í Sýrlandi. Á síðustu hundrað árum hafa allar tilraunir Kúrda til að stofna eigið ríki verið stöðvaðar með miklu afli.
Íran Írak Íslendingar erlendis Mótmælaalda í Íran Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira