Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Samkvæmt dagbókinni var lítið að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Klukkan tæplega átta var maður í mjög annarlegu ástandi handtekinn þar sem hann hafði ruðst inn í húsnæði í Hlíðunum. Húsráðandi óskaði eftir að manninum yrði vísað út en maðurinn fór ekki að fyrirmælum lögreglu. Hann var að lokum vistaður í fangageymslu vegna ástands.
Þá var maður handtekinn í Árbæ klukkan rétt tæplega tíu, grunaður um húsbrot, brot á lögreglusamþykkt og fleira. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu til að rannsaka málið nánar.