Sigurður Ingi braut engar siðareglur að sögn forsætisnefndar Jakob Bjarnar skrifar 23. september 2022 13:44 Erindi til forsætisnefndar, þar sem hún er beðin að taka afstöðu til þess hvort Sigurður Ingi hafi brotið siðareglur Alþingis með umdeildum ummælum um Vigdísi Häsler hefur verið afgreitt: Sigurður Ingi er saklaus. Forsætisnefnd Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra, hafi engar siðareglur brotið þegar hann lét umdeild ummæli falla um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en víst er að fulltrúum Bændasamtakanna blöskruðu téð ummæli, sem ekki hafa enn fengist nákvæmlega staðfest hver í raun voru, því Sigurður Ingi hefur þverneitað að greina frá því á þeim forsendum að þau séu ekki eftir hafandi. En þau snéru að húðlit Vigdísar. Í bréfi til þess sem kvartaði segir að forsætisnefndin hafi engar aðrar upplýsingar um málavexti en komið hafa fram í fjölmiðlum. Vísað er til þess að Sigurður Ingi hafi beðist afsökunar á þeim án þess að lýsa ummælunum nánar eða endurtekið. „Þá hefur sá aðili sem ummælin vörðuðu lýst því að hún hafi átt fund með SIJ þar sem hann hafi borið fram „einlæga afsökunarbeiðni“ sem hún hafi meðtekið.“ Að þessu virtu og með hliðsjón af niðurstöðu forsætisnefndar í máli Ágústs Ólafs Ágústssonar er það mat forsætisnefndar að ekki sé tilefni til frekari umfjöllunar og að erindinu beri að vísa frá. Málsmeðferð sem grafi undan tiltrú á Alþingi Fulltrúar minnihlutans í forsætisnefnd hafa hins vegar mótmælt þessari afgreiðslu. Á fundi forsætisnefndar 9. september 2022 lögðu Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Jódís Skúladóttir, ásamt áheyrnarfulltrúunum Andrési Inga Jónssyni og Þorbjörgu Gunnlaugsdóttur, sameiginlega fram eftirfarandi bókun: „Mótmælt er ákvörðun fulltrúa Framsóknar og Sjálfstæðisflokks að vísa frá því erindi sem barst forsætisnefnd um meint brot Sigurðar Inga Jóhannssonar á siðareglum fyrir alþingismenn. Erindið barst þann 8. apríl sl. og nú fimm mánuðum síðar er málinu vísað frá. Engin efni voru til að draga afgreiðslu málsins mánuðum saman. Birgir Ármansson forseti Alþingis. Hann hefur nú, ásamt meirihlutanum í forsætisnefnd, vísað kvörtun sem varða ósæmileg ummæli Sigurðar Inga og hvort þau brjóti gegn siðareglum Alþingis, frá. vísir/vilhelm Töf á afgreiðslu mála sem þessara hefur áhrif á trúverðugleika málsmeðferðar sem og niðurstöðu,“ segir í þeirri bókun. Meirihluti nefndarinnar samanstendur af þeim Birgi Ármannssyni, Líneik Önnu Sævarsdóttur og Diljá Mist Einarsdóttur. Þar er því haldið fram að hinn eðlilegi farvegur málsins hefði verið að fá ráðgefandi siðanefnd sem fyrst til að leggja mat á málið, og hvort um brot var að ræða og gefa álit sitt að því loknu, frekar en að vísa erindinu nú frá á grundvelli takmarkaðra upplýsinga. „Fer þessi málsmeðferð gegn þeim tilgangi og markmiðum siðareglna fyrir alþingismenn að efla tiltrú og traust almennings á Alþingis.“ Alþingi Kynþáttafordómar Stjórnsýsla Framsóknarflokkurinn Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Munu biðja Sigurð Inga um að skýra hver ummælin voru Nefndarmaður í forsætisnefnd Alþingis segir að ef miðað er við lýsingar Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, hafi Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra gerst brotlegur við siðareglur þingsins með ummælum sínum í hennar garð. Það eigi þó eftir að koma í ljós. 11. apríl 2022 19:07 Innviðaráðherra kærður fyrir brot á siðareglum Kæra fyrir brot á siðareglum hefur verið lögð fram til forsætisnefndar vegna ummæla sem Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lét falla á Búnaðarþingi. 11. apríl 2022 14:20 Vigdís fyrirgefur Sigurði eftir fund þeirra Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra, áttu fund í dag ásamt stjórn Bændasamtakanna. Vigdís segir frá þessu á Facebook-síðu sinni. 8. apríl 2022 11:50 Formaður Framsóknar vankaður eftir svall á Búnaðarþingi Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur hingað til verið talinn einhver traustasti stjórnmálamaður landsins. Með báða fætur fast á jörðu. En um nótt á Búnaðarþingi á dögunum felldi hann grímu geðfelldninnar með umdeildum ummælum og stendur eftir vankaður pólitískt. 6. apríl 2022 13:00 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en víst er að fulltrúum Bændasamtakanna blöskruðu téð ummæli, sem ekki hafa enn fengist nákvæmlega staðfest hver í raun voru, því Sigurður Ingi hefur þverneitað að greina frá því á þeim forsendum að þau séu ekki eftir hafandi. En þau snéru að húðlit Vigdísar. Í bréfi til þess sem kvartaði segir að forsætisnefndin hafi engar aðrar upplýsingar um málavexti en komið hafa fram í fjölmiðlum. Vísað er til þess að Sigurður Ingi hafi beðist afsökunar á þeim án þess að lýsa ummælunum nánar eða endurtekið. „Þá hefur sá aðili sem ummælin vörðuðu lýst því að hún hafi átt fund með SIJ þar sem hann hafi borið fram „einlæga afsökunarbeiðni“ sem hún hafi meðtekið.“ Að þessu virtu og með hliðsjón af niðurstöðu forsætisnefndar í máli Ágústs Ólafs Ágústssonar er það mat forsætisnefndar að ekki sé tilefni til frekari umfjöllunar og að erindinu beri að vísa frá. Málsmeðferð sem grafi undan tiltrú á Alþingi Fulltrúar minnihlutans í forsætisnefnd hafa hins vegar mótmælt þessari afgreiðslu. Á fundi forsætisnefndar 9. september 2022 lögðu Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Jódís Skúladóttir, ásamt áheyrnarfulltrúunum Andrési Inga Jónssyni og Þorbjörgu Gunnlaugsdóttur, sameiginlega fram eftirfarandi bókun: „Mótmælt er ákvörðun fulltrúa Framsóknar og Sjálfstæðisflokks að vísa frá því erindi sem barst forsætisnefnd um meint brot Sigurðar Inga Jóhannssonar á siðareglum fyrir alþingismenn. Erindið barst þann 8. apríl sl. og nú fimm mánuðum síðar er málinu vísað frá. Engin efni voru til að draga afgreiðslu málsins mánuðum saman. Birgir Ármansson forseti Alþingis. Hann hefur nú, ásamt meirihlutanum í forsætisnefnd, vísað kvörtun sem varða ósæmileg ummæli Sigurðar Inga og hvort þau brjóti gegn siðareglum Alþingis, frá. vísir/vilhelm Töf á afgreiðslu mála sem þessara hefur áhrif á trúverðugleika málsmeðferðar sem og niðurstöðu,“ segir í þeirri bókun. Meirihluti nefndarinnar samanstendur af þeim Birgi Ármannssyni, Líneik Önnu Sævarsdóttur og Diljá Mist Einarsdóttur. Þar er því haldið fram að hinn eðlilegi farvegur málsins hefði verið að fá ráðgefandi siðanefnd sem fyrst til að leggja mat á málið, og hvort um brot var að ræða og gefa álit sitt að því loknu, frekar en að vísa erindinu nú frá á grundvelli takmarkaðra upplýsinga. „Fer þessi málsmeðferð gegn þeim tilgangi og markmiðum siðareglna fyrir alþingismenn að efla tiltrú og traust almennings á Alþingis.“
Alþingi Kynþáttafordómar Stjórnsýsla Framsóknarflokkurinn Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Munu biðja Sigurð Inga um að skýra hver ummælin voru Nefndarmaður í forsætisnefnd Alþingis segir að ef miðað er við lýsingar Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, hafi Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra gerst brotlegur við siðareglur þingsins með ummælum sínum í hennar garð. Það eigi þó eftir að koma í ljós. 11. apríl 2022 19:07 Innviðaráðherra kærður fyrir brot á siðareglum Kæra fyrir brot á siðareglum hefur verið lögð fram til forsætisnefndar vegna ummæla sem Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lét falla á Búnaðarþingi. 11. apríl 2022 14:20 Vigdís fyrirgefur Sigurði eftir fund þeirra Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra, áttu fund í dag ásamt stjórn Bændasamtakanna. Vigdís segir frá þessu á Facebook-síðu sinni. 8. apríl 2022 11:50 Formaður Framsóknar vankaður eftir svall á Búnaðarþingi Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur hingað til verið talinn einhver traustasti stjórnmálamaður landsins. Með báða fætur fast á jörðu. En um nótt á Búnaðarþingi á dögunum felldi hann grímu geðfelldninnar með umdeildum ummælum og stendur eftir vankaður pólitískt. 6. apríl 2022 13:00 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Munu biðja Sigurð Inga um að skýra hver ummælin voru Nefndarmaður í forsætisnefnd Alþingis segir að ef miðað er við lýsingar Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, hafi Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra gerst brotlegur við siðareglur þingsins með ummælum sínum í hennar garð. Það eigi þó eftir að koma í ljós. 11. apríl 2022 19:07
Innviðaráðherra kærður fyrir brot á siðareglum Kæra fyrir brot á siðareglum hefur verið lögð fram til forsætisnefndar vegna ummæla sem Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lét falla á Búnaðarþingi. 11. apríl 2022 14:20
Vigdís fyrirgefur Sigurði eftir fund þeirra Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra, áttu fund í dag ásamt stjórn Bændasamtakanna. Vigdís segir frá þessu á Facebook-síðu sinni. 8. apríl 2022 11:50
Formaður Framsóknar vankaður eftir svall á Búnaðarþingi Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur hingað til verið talinn einhver traustasti stjórnmálamaður landsins. Með báða fætur fast á jörðu. En um nótt á Búnaðarþingi á dögunum felldi hann grímu geðfelldninnar með umdeildum ummælum og stendur eftir vankaður pólitískt. 6. apríl 2022 13:00