Nökkvi Þeyr var keyptur frá KA fyrr í þessum mánuði og var að spila sinn þriðja leik fyrir Beerschot í dag. Nökkvi Þeyr og félagar voru sterkari aðilinn frá upphafi til enda eins og lokatölurnar gefa til kenna.
Staðan var 1-0 í hálfleik og staðan var orðin 2-0 strax í upphafi síðari hálfleiks. Á 53. mínútu kom Nökkvi Þeyr boltanum svo í netið en um er að ræða hans fyrsta mark fyrir félagið. Hann hafði farið mikinn með KA í Bestu deild karla hér á landi og virðist nú vera búinn að reima á sig markaskóna í Belgíu.
Beerschot kláraði dæmið endanlega þegar stundarfjórðungur var til leiksloka með fjórða marki sínu og vann þægilegan 4-0 sigur. Liðið er því komið áfram í bikarnum ásamt því að vera í baráttunni um að komast upp í úrvalsdeildina en liðið leikur sem stendur í B-deildinni.