Aukið álag vegna barna á flótta Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. september 2022 21:01 Katrín Helga Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir mikla þörf fyrir fleiri vistunarúrræði. Vísir/Sigurjón Málum vegna barna af erlendum uppruna hefur fjölgað nokkuð hjá Barnavernd Reykjavíkur. Framkvæmdastjórinn segir aukið álag vegna barna á flótta eftir að covid takmörkunum var aflétt. Fyrir um tveimur árum var sérstakt teymi stofnað hjá Barnavernd Reykjavíkur sem sinnir málum barna af erlendum uppruna og heimilisofbeldi. Á síðasta ári kom tvö hundruð og sjötíu og eitt mál inn á borð teymisins en yfir tvö hundruð börn af erlendum uppruna áttu mál til vinnslu. „Það er svona okkar tilfinning að það sé nokkur fjölgun í þessum málum og það er þannig líka að bara örfá mál geta í raun og veru valdið bara mjög miklum þunga á okkar kerfi þó að það séu kannski ekki einhver fjöldi mála þar á bak við. Það geta verið mörg börn í einni fjölskyldu eða eitthvað slíkt þar sem að þarf mikið inngrip eða mikla aðstoð,“ segir Katrín Helga Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Sem hlutfall af heildarfjölda tilkynninga til barnaverndar þá eru fleiri tilkynningar varðandi börn af erlendum uppruna heldur en endurspeglast sem fjölda þeirra af mannfjölda í Reykjavík. Þá hafi fleiri mál er varða börn á flótta komið inn á borð barnaverndar á þessu ári. „Við sjáum núna á þessu ári kannski svona eftir að covid takmörkunum létti þá sjáum við nokkurn þunga í málefnum flóttamanna og þeirra sem hingað eru að koma. Auðvitað bæði einhverra barna sem að koma frá Úkraínu ekki með forsjáraðilum og annað slíkt og svo líka bara flóttamenn sem eru koma annars staðar frá.“ Málin séu oft flókin. „Þetta eru bara oft mjög þung mál. Fólk er eins og gefur að skilja í afskaplega erfiðri stöðu á flótta. Það er í miklum vanda kannski bara í áfalli og erfitt auðvitað bara að halda utan um sín mál hvað þá ef að fólk er með mörg börn eða mörg lítil börn með sér að þá skapar það auðvitað enn þá meiri flækjur og þetta lendir gjarna á okkar borði.“ Réttindi barna Barnavernd Reykjavík Innflytjendamál Tengdar fréttir Föst í erfiðum aðstæðum vegna skorts á úrræðum Mikill skortur er á úrræðum fyrir börn sem vista þarf utan heimilis á vegum barnaverndar. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir dæmi um að ekki hafi verið hægt að fjarlægja börn úr aðstæðum og þau hafi þurft að bíða dögum eða vikum saman eftir að komast út af heimili sínu. 29. ágúst 2022 19:11 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Sjá meira
Fyrir um tveimur árum var sérstakt teymi stofnað hjá Barnavernd Reykjavíkur sem sinnir málum barna af erlendum uppruna og heimilisofbeldi. Á síðasta ári kom tvö hundruð og sjötíu og eitt mál inn á borð teymisins en yfir tvö hundruð börn af erlendum uppruna áttu mál til vinnslu. „Það er svona okkar tilfinning að það sé nokkur fjölgun í þessum málum og það er þannig líka að bara örfá mál geta í raun og veru valdið bara mjög miklum þunga á okkar kerfi þó að það séu kannski ekki einhver fjöldi mála þar á bak við. Það geta verið mörg börn í einni fjölskyldu eða eitthvað slíkt þar sem að þarf mikið inngrip eða mikla aðstoð,“ segir Katrín Helga Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Sem hlutfall af heildarfjölda tilkynninga til barnaverndar þá eru fleiri tilkynningar varðandi börn af erlendum uppruna heldur en endurspeglast sem fjölda þeirra af mannfjölda í Reykjavík. Þá hafi fleiri mál er varða börn á flótta komið inn á borð barnaverndar á þessu ári. „Við sjáum núna á þessu ári kannski svona eftir að covid takmörkunum létti þá sjáum við nokkurn þunga í málefnum flóttamanna og þeirra sem hingað eru að koma. Auðvitað bæði einhverra barna sem að koma frá Úkraínu ekki með forsjáraðilum og annað slíkt og svo líka bara flóttamenn sem eru koma annars staðar frá.“ Málin séu oft flókin. „Þetta eru bara oft mjög þung mál. Fólk er eins og gefur að skilja í afskaplega erfiðri stöðu á flótta. Það er í miklum vanda kannski bara í áfalli og erfitt auðvitað bara að halda utan um sín mál hvað þá ef að fólk er með mörg börn eða mörg lítil börn með sér að þá skapar það auðvitað enn þá meiri flækjur og þetta lendir gjarna á okkar borði.“
Réttindi barna Barnavernd Reykjavík Innflytjendamál Tengdar fréttir Föst í erfiðum aðstæðum vegna skorts á úrræðum Mikill skortur er á úrræðum fyrir börn sem vista þarf utan heimilis á vegum barnaverndar. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir dæmi um að ekki hafi verið hægt að fjarlægja börn úr aðstæðum og þau hafi þurft að bíða dögum eða vikum saman eftir að komast út af heimili sínu. 29. ágúst 2022 19:11 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Sjá meira
Föst í erfiðum aðstæðum vegna skorts á úrræðum Mikill skortur er á úrræðum fyrir börn sem vista þarf utan heimilis á vegum barnaverndar. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir dæmi um að ekki hafi verið hægt að fjarlægja börn úr aðstæðum og þau hafi þurft að bíða dögum eða vikum saman eftir að komast út af heimili sínu. 29. ágúst 2022 19:11