Segir hundinn ekki hafa ráðist á neinn Bjarki Sigurðsson skrifar 27. september 2022 21:31 Katarzyna segir hundinn af ljúfan. Vísir/Vilhelm Eigandi hundsins á Akureyri sem fjallað var um á Vísi í gær segir hann ekki hafa bitið neinn heldur einungis hlaupið í átt að stúlku með annan hund í bandi. Hundurinn sé aldrei skilinn einn eftir úti. Í gær var fjallað um hund á Akureyri sem sagður var hafa glefsað í unga stelpu. Nágranni eiganda hundsins sagði hundinn vera bundinn úti í garði heilu og hálfu dagana einn og yfirgefinn. „Hann hefur verið að gera okkur lífið mjög leitt. Svo best sem ég veit hefur þetta ekki orðið svona slæmt áður - að hann hafi ráðist að börnum - en hann er mjög árásargjarn á aðra hunda og geltir hérna daginn út og daginn inn,“ sagði Halldóra Kr. Larsen, nágranni eigandans, í samtali við fréttastofu. Eigandi hundsins ræddi við fréttastofu fyrr í kvöld og segist hafa átt hundinn í þrjú ár. Aldrei hafi verið neitt vesen fyrr en í maí á þessu ári þegar Halldóra og kærasti hennar fóru að kvarta yfir hundinum. „Það var skrifað til Akureyrarbæjar og sagðar sögur. MAST kom og athugaði hver staðan væri á hundinum og þeir sögðu að það væri allt í fína lagi. Hundurinn var aldrei einn úti, það var alltaf einhver heima og hurðin opin. Hann var bara úti. Hann var aldrei einn skilinn eftir,“ segir Katarzyna Anna Jablonska, eigandi hundsins, í samtali við fréttastofu. Til að sýna fram á að hundurinn væri ekki neinum til ama safnaði Katarzyna undirskriftum íbúa fjölbýlishússins sem hún býr í. Allir íbúar hússins skrifuðu undir blaðið, nema Halldóra, kærasti hennar og ein önnur kona. „Hundurinn æsir sig stundum við aðra hunda, alls ekki alla samt. Hleypur að þeim og geltir en bítur hvorki einn né neinn. Það eru alltaf fullt af börnum í garðinum og stundum koma krakkarnir og vilja fá að fara að labba með hundinn. Hún bítur aldrei og er ekkert árásargjörn. Þegar lögreglan kom og spurði hvað kom nákvæmlega fyrir þá vissi ég ekkert og var í áfalli,“ segir Katarzyna. Vissi ekkert þegar bankað var á hurðina Hún segir hundinn hafa hlaupið að stelpu sem var með annan hund í bandi og vill meina að hundurinn hafi aldrei gert neitt við stelpuna. „Fyrst þegar kærasti Halldóru kom og bankaði hjá henni öskraði hann á hana. Ég varð hrædd og hann spurði hvers vegna hundurinn væri enn þá hérna. Þá kom Halldóra og sagði að hundurinn væri að bíta. Þau sjálf höfðu ekki séð atvikið og ekki ég heldur,“ segir Katarzyna. Hún hefði viljað að Halldóra hefði komið til hennar og rætt við hana í staðinn fyrir að byrja á því að fara með málið til bæjaryfirvalda og MAST. „Þetta kemur út eins og að hundurinn sé eitthvað skrímsli en fólkið í blokkinni veit að þessi hundur æsir sig ekki. Hann er frekar lítill í sér og myndi aldrei ráðast á börnin,“ segir Katarzyna. Hundar Dýr Gæludýr Akureyri Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Í gær var fjallað um hund á Akureyri sem sagður var hafa glefsað í unga stelpu. Nágranni eiganda hundsins sagði hundinn vera bundinn úti í garði heilu og hálfu dagana einn og yfirgefinn. „Hann hefur verið að gera okkur lífið mjög leitt. Svo best sem ég veit hefur þetta ekki orðið svona slæmt áður - að hann hafi ráðist að börnum - en hann er mjög árásargjarn á aðra hunda og geltir hérna daginn út og daginn inn,“ sagði Halldóra Kr. Larsen, nágranni eigandans, í samtali við fréttastofu. Eigandi hundsins ræddi við fréttastofu fyrr í kvöld og segist hafa átt hundinn í þrjú ár. Aldrei hafi verið neitt vesen fyrr en í maí á þessu ári þegar Halldóra og kærasti hennar fóru að kvarta yfir hundinum. „Það var skrifað til Akureyrarbæjar og sagðar sögur. MAST kom og athugaði hver staðan væri á hundinum og þeir sögðu að það væri allt í fína lagi. Hundurinn var aldrei einn úti, það var alltaf einhver heima og hurðin opin. Hann var bara úti. Hann var aldrei einn skilinn eftir,“ segir Katarzyna Anna Jablonska, eigandi hundsins, í samtali við fréttastofu. Til að sýna fram á að hundurinn væri ekki neinum til ama safnaði Katarzyna undirskriftum íbúa fjölbýlishússins sem hún býr í. Allir íbúar hússins skrifuðu undir blaðið, nema Halldóra, kærasti hennar og ein önnur kona. „Hundurinn æsir sig stundum við aðra hunda, alls ekki alla samt. Hleypur að þeim og geltir en bítur hvorki einn né neinn. Það eru alltaf fullt af börnum í garðinum og stundum koma krakkarnir og vilja fá að fara að labba með hundinn. Hún bítur aldrei og er ekkert árásargjörn. Þegar lögreglan kom og spurði hvað kom nákvæmlega fyrir þá vissi ég ekkert og var í áfalli,“ segir Katarzyna. Vissi ekkert þegar bankað var á hurðina Hún segir hundinn hafa hlaupið að stelpu sem var með annan hund í bandi og vill meina að hundurinn hafi aldrei gert neitt við stelpuna. „Fyrst þegar kærasti Halldóru kom og bankaði hjá henni öskraði hann á hana. Ég varð hrædd og hann spurði hvers vegna hundurinn væri enn þá hérna. Þá kom Halldóra og sagði að hundurinn væri að bíta. Þau sjálf höfðu ekki séð atvikið og ekki ég heldur,“ segir Katarzyna. Hún hefði viljað að Halldóra hefði komið til hennar og rætt við hana í staðinn fyrir að byrja á því að fara með málið til bæjaryfirvalda og MAST. „Þetta kemur út eins og að hundurinn sé eitthvað skrímsli en fólkið í blokkinni veit að þessi hundur æsir sig ekki. Hann er frekar lítill í sér og myndi aldrei ráðast á börnin,“ segir Katarzyna.
Hundar Dýr Gæludýr Akureyri Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira