Þar eigum við heima Logi Einarsson skrifar 28. september 2022 11:14 Valdhafar í Rússlandi misreiknuðu sig illa þegar þeir ákváðu að ráðast inn í Úkraínu. Þeir vanmátu viðnámsþrótt Úkraínumanna og viðbrögð Vesturlanda. Ætlunin var að taka landið með leiftursókn og þeir virtust halda að þeim yrði tekið fagnandi sem frelsurum. Sú varð aldeilis ekki raunin heldur þjappaði innrásin fólki saman í Úkraínu. Þunglamaleg og gamaldags herstjórnarlist hefur líka haft sitt að segja og vondur andi í rússneska hernum, þar sem hermenn skilja eðlilega ekki hvers vegna þeir eru látnir standa í þessu. Örvæntingarfull herkvaðning hefur opnað augu rússnesks almennings fyrir fánýti þessa stríðs og margir karlmenn flýja land frekar en að gerast fallbyssufóður fyrir stórveldisdrauma Pútíns. Nánast daglega berast nýjar fréttir af ógnvænlegum atburðum í tengslum við þetta stríð sem ekki sér fyrir endann á, nú síðast úr Eystrasalti. Rússar ofmátu þann hljómgrunn sem þeir héldu að þeim myndu fá á Vesturlöndum, þar sem fáir hafa orðið til þess að taka undir áróður þeirra. Pútín og hans menn gerðu sömu mistök og alræðisssinnar allra tíma hafa jafnan gert. Þeir vanmátu frelsisást almennings og þann mikla kraft sem býr í mannréttindabaráttu, sem verður sýnileg í samfélögum þar sem gagnrýnin umræða þrífst. Þeir vanmátu þau gríðarlegu lífsgæði sem felast í því að búa í opnu samfélagi og hversu mikils fólk metur það að geta um frjálst höfuð strokið. Í slíkum samfélögum eru reknir öflugir og sjálfstæðir fjölmiðlar sem sjá til þess að við séum upplýst án þess að hagsmunahópar hafi erindi sem erfiði við að hafa áhrif á þau. Í opnum samfélögum getum við viðrað skoðanir okkar óhrædd um að það leiði til fangelsisvistar, atvinnumissis eða annarra ofsókna. Þar hafa ólíkir hópar raddir sem hafa möguleika á því að heyrast, ekki bara þeir sem með völdin fara heldur líka hópir sem hafa verið jaðarsettir vegna kyns eða fötlunar, uppruna eða kynhneigðar. Við teljum þessi lífsgæði jafn sjálfsögð og loftið sem við öndum að okkur en um þau er engu að síður tekist út um allan heim. Konur rísa upp í Íran og heimta sinn rétt og ef til vill á sú bylgja eftir að rísa hærra í löndum sem búa við eitraða blöndu feðraveldis og trúræðis. Í Evrópu er líka tekist á um mannréttindi, við höfum að undanförnu fylgst með uppgangi hægri afla sem nærast á andúð á hinsegin fólki og innflytjendum. Í opnum samfélögum hljóta slík sjónarmið að heyrast og við þurfum að takast á við þau af festu og vernda viðkvæma hópa fyrir hatursfullri orðræðu en fyrst og fremst þurfum við að standa vörð um mannréttindi allra. Evrópusambandið er myndað kringum þessi gildi. Þjóðirnar þar hafa þar sett sér sameiginlegar leikreglur á markaði og stjórnsýslu sem þær verða allar að hlíta, burtséð frá hernaðarstyrk einstakra þjóða. Hernaðarstyrkinn hafa svo þessar þjóðir leitast við að leiða saman á vettvangi NATÓ, sem stofnað var sem varnarbandalag. Við Íslendingar getum ekki staðið utan við heiminn, jafnvel þótt okkur langaði til. Átök heimsins birtast með margvíslegu móti í lífskjörum okkar. Bensínverðið hækkar og hveitið líka. Íslensk fyrirtæki fá hærra verð fyrir fiskinn sinn. Loftslagsmálin eru sameiginlegt verkefni alls mannkyns og má út öll landamæri, allir verða að leggja þar sitt af mörkum, einstaklingar, þjóðir, þjóðabandalög, allir menn. Við Íslendingar eigum að hafa rödd á vettvangi þjóðanna og tala hátt og skýrt fyrir þeim gildum sem við trúum á og aðhyllumst: virðingu fyrir mannréttindum, jafnrétti og lýðræði. Við eigum að skipa okkur í flokk með þeim þjóðum sem bæði tala fyrir þessum gildum og starfa í anda þeirra og taka skýra afstöðu gegn þeim öflum sem ógna þeim. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Logi Einarsson Evrópusambandið Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Valdhafar í Rússlandi misreiknuðu sig illa þegar þeir ákváðu að ráðast inn í Úkraínu. Þeir vanmátu viðnámsþrótt Úkraínumanna og viðbrögð Vesturlanda. Ætlunin var að taka landið með leiftursókn og þeir virtust halda að þeim yrði tekið fagnandi sem frelsurum. Sú varð aldeilis ekki raunin heldur þjappaði innrásin fólki saman í Úkraínu. Þunglamaleg og gamaldags herstjórnarlist hefur líka haft sitt að segja og vondur andi í rússneska hernum, þar sem hermenn skilja eðlilega ekki hvers vegna þeir eru látnir standa í þessu. Örvæntingarfull herkvaðning hefur opnað augu rússnesks almennings fyrir fánýti þessa stríðs og margir karlmenn flýja land frekar en að gerast fallbyssufóður fyrir stórveldisdrauma Pútíns. Nánast daglega berast nýjar fréttir af ógnvænlegum atburðum í tengslum við þetta stríð sem ekki sér fyrir endann á, nú síðast úr Eystrasalti. Rússar ofmátu þann hljómgrunn sem þeir héldu að þeim myndu fá á Vesturlöndum, þar sem fáir hafa orðið til þess að taka undir áróður þeirra. Pútín og hans menn gerðu sömu mistök og alræðisssinnar allra tíma hafa jafnan gert. Þeir vanmátu frelsisást almennings og þann mikla kraft sem býr í mannréttindabaráttu, sem verður sýnileg í samfélögum þar sem gagnrýnin umræða þrífst. Þeir vanmátu þau gríðarlegu lífsgæði sem felast í því að búa í opnu samfélagi og hversu mikils fólk metur það að geta um frjálst höfuð strokið. Í slíkum samfélögum eru reknir öflugir og sjálfstæðir fjölmiðlar sem sjá til þess að við séum upplýst án þess að hagsmunahópar hafi erindi sem erfiði við að hafa áhrif á þau. Í opnum samfélögum getum við viðrað skoðanir okkar óhrædd um að það leiði til fangelsisvistar, atvinnumissis eða annarra ofsókna. Þar hafa ólíkir hópar raddir sem hafa möguleika á því að heyrast, ekki bara þeir sem með völdin fara heldur líka hópir sem hafa verið jaðarsettir vegna kyns eða fötlunar, uppruna eða kynhneigðar. Við teljum þessi lífsgæði jafn sjálfsögð og loftið sem við öndum að okkur en um þau er engu að síður tekist út um allan heim. Konur rísa upp í Íran og heimta sinn rétt og ef til vill á sú bylgja eftir að rísa hærra í löndum sem búa við eitraða blöndu feðraveldis og trúræðis. Í Evrópu er líka tekist á um mannréttindi, við höfum að undanförnu fylgst með uppgangi hægri afla sem nærast á andúð á hinsegin fólki og innflytjendum. Í opnum samfélögum hljóta slík sjónarmið að heyrast og við þurfum að takast á við þau af festu og vernda viðkvæma hópa fyrir hatursfullri orðræðu en fyrst og fremst þurfum við að standa vörð um mannréttindi allra. Evrópusambandið er myndað kringum þessi gildi. Þjóðirnar þar hafa þar sett sér sameiginlegar leikreglur á markaði og stjórnsýslu sem þær verða allar að hlíta, burtséð frá hernaðarstyrk einstakra þjóða. Hernaðarstyrkinn hafa svo þessar þjóðir leitast við að leiða saman á vettvangi NATÓ, sem stofnað var sem varnarbandalag. Við Íslendingar getum ekki staðið utan við heiminn, jafnvel þótt okkur langaði til. Átök heimsins birtast með margvíslegu móti í lífskjörum okkar. Bensínverðið hækkar og hveitið líka. Íslensk fyrirtæki fá hærra verð fyrir fiskinn sinn. Loftslagsmálin eru sameiginlegt verkefni alls mannkyns og má út öll landamæri, allir verða að leggja þar sitt af mörkum, einstaklingar, þjóðir, þjóðabandalög, allir menn. Við Íslendingar eigum að hafa rödd á vettvangi þjóðanna og tala hátt og skýrt fyrir þeim gildum sem við trúum á og aðhyllumst: virðingu fyrir mannréttindum, jafnrétti og lýðræði. Við eigum að skipa okkur í flokk með þeim þjóðum sem bæði tala fyrir þessum gildum og starfa í anda þeirra og taka skýra afstöðu gegn þeim öflum sem ógna þeim. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun