Hamfaraframkvæmdir Sigurður Helgi Guðjónsson skrifar 28. september 2022 15:30 Framkvæmdaforkar ganga af göflum. Eigendur í fjöleignarhúsum þurfa allir einhvern tímann að ráðast í viðhald, breytingar og endurbætur á íbúðum sínum. Það er gömul saga og ný. Eigendur hafa verulegt svigrúm í því efni gagnvart sameigendum þótt slíkar framkvæmdir valdi einatt sambýlisfólkinu ónæði. Stundum er þetta „Sagan endalausa“ og framkvæmdir spanna langan tíma. Oft er barið, mölvað, sagað og borað á öllum tímum. Slæm umgengni um sameignina er oft fylgifiskur. Eru dæmi um illvígar deilur vegna þessa og að íbúðareigendur hafi jafnvel flúið hús þegar verst hefur látið. Menn nota jafnvel sleggjur og múrbrjóta til tjáskipta. Þegar framkvæmdagleðin gengur af göflum eru góð ráð dýr. Hún er oft stjórnlaus, illviðráðanleg og illkynja í þokkabót. Sáttfýsi, sanngirni, málamiðlun, tillitssemi, skilningur og umburðarlyndi eru þau bönd sem hún verður hamin í og tamin. Hús hins himneska eða hitt. Meðalhóf og línudans. Í fjölbýli er fín línan milli athafnafrelsis og hagnýtingar eins og friðar annars. Jafnvægið er hárfínt og viðkvæmt. Þar gildir hið gullna meðalhóf sem mörgum gengur svo tregt að feta. Mörkin milli athafnafrelsis eins og næðisréttar annars eru hárfín og þarf lítið til að raska því. Smæstu mál geta á augabragði blossað upp í ófriðarbál. Hús hins himneska friðar getur á örskotsstundu orðið vítishús. Eigendum er skylt að haga hagnýtingu sinni og umgengni þannig að aðrir í húsinu verði ekki fyrir meiri ama, ónæði og óþægindum en óhjákvæmileg er og venjulegt. Eiganda ber að taka sanngjarnt og eðlilegt tillit til sambýlisfólks síns og fara eftir lögum og reglum og samþykktum húsfélagsins í því efni. Í flestum tilvikum er sambýlið til allrar hamingju með ágætum án þess að menn séu að velta fyrir sér reglum og fari meðvitað eftir þeim. Í fjölbýlishúsum er hver inn á gafli hjá öðrum. Venjulegt fjölskyldubrambolt verða menn að umlíða granna sínum þótt því fylgi eitthvert ónæði. Það er almennur mælikvarði sem gildir. Eigandi á ekki kröfu á því að tekið sé sérstakt tillit til viðkvæmni hans. Það er meðalhófið sem ræður. Menn hafa sanngjarnt svigrúm til að fegra, breyta og bæta heimili sín í takt við tímann og þarfir hverju sinni þótt því fylgi rask umrót og ónæði. Heimilisfriður annarra eigenda er sömuleiðis varinn í lögum. Menn eiga rétt á hvíld og næði á heimilum sinum til að hlaða batteríin fyrir lífsbaráttuna. Takmörk. Athafnafrelsi. Eigendum fjöleignarhúsa eru sem sagt takmörk sett við hagnýtingu eigna sinna og þeir hafa fráleitt frítt spil og mega ekki fara sínu fram á sínum forsendum eingöngu og kæra sig kollótta um hagsmuni og rétt sameigenda sinna Á hinn bóginn verða íbúar í fjöleignarhúsum að sætta sig við og þola að vissu marki ónæði og óþægindi sem ekki verða umflúin. Menn verða að sætta sig við það að þeir eru á sama báti, undir sama þaki, og fleira fólk sem lifir sínu lífi og á sér líka tilverurétt. Þeir sem búa í fjölbýli verða að sætta sig við ýmis “óþægindi” vegna hins nána sambýlis en þeim er hins vegar óskylt að búa við viðvarandi verulegt ónæði. Ýmis konar brölt og fyrirgangur er eðlilegur þáttur í viðhaldi og eðlilegum endurbótum og umhirðu eignar, t.d. hamarshögg og boranir. Öðru máli gegnir hins vegar um múrbrot og annan “djöfulgang” en telja verður að aðrir eigendur þurfi ekki að þola slíkt nema á daginn. Rík skylda hvílir á eiganda sem stendur í framkvæmdum að hann geri allt sem í hans valdi stendur til að sambýlisfólk hans verði fyrir sem minnstu ónæði og óþægindum vegna þeirra. Í himnalagi eða andskotinn laus. Ef fólk færi almennt eftir hinni góðu bók um að gera öðrum ekki neitt sem það vill ekki að aðrir gjöri því þá væri allt í himnalagi. En við erum því miður upp til hópa þrjóskir, yfirgangssamir, ráðríkir, heimaríkir, frekjuhundar sem eiga bágt með að setja sig í spor annarra og beita málamiðlun. Í stað þess að fara eftir boði Nýja testamentisins virðist okkur mikið tamara að fara eftir grimmum og hefndarboðum Gamla testamentinu um auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Og þá er vísast andskotinn laus. Engin bein lagafyrirmæli. Í lögum um fjöleignarhús eru engin bein ákvæði um það hversu lengi og á hvaða tímum megi smíða, brjóta og bramla en þar er hins vegar almennt boðið að íbúar skuli gæta þess að valda sambýlisfólki sínu ekki óþarfa ama og óþægindum. Jafnframt er mælt fyrir um að húsreglur skuli geyma nánari fyrirmæli um hagnýtingu eigna og samskipi eigenda í því efni. Skal í þeim m.a. koma fram bann við röskun á svefnfriði a.m.k. frá miðnætti til klukkan sjö. Frá þessari reglu má þó alls ekki gagnálykta á þá lund að láta megi illum látum á öðrum tímum. Menn eiga alltaf að stíga varlega til jarðar eða gólfs og sýna hver öðrum tillitssemi ávallt og á öllum tímum. Húsfélag getur sett reglur til höfuðs ónæðissömum framkvæmdum og sett þeim eðlilegar og sanngjarnar hömlur. Verktími og samráð. Almennt má segja að viðhald og endurbætur í fjöleignarhúsum eigi að framkvæma á eins skömmum tíma og framast er unnt og með sem allra minnstu ónæði og röskun fyrir aðra íbúa hússins. Þó verður að játa framkvæmdaglöðum eiganda ákveðið sanngjarnt svigrúm í tíma og framkvæmdartilhögun. Brýnt er að hann kosti kapps um að hafa samráð við aðra eigendur fyrirfram og upplýsi þá um framgang og stöðu verksins og reyni eins og kostur er að taka tillit til eðlilegra sanngjarnra óska og sjónarmiða annarra eigenda við framkvæmdina. Framkvæmdir sem hefjast eins og þruma eða loftárás úr heiðskíru lofti valda mikið frekar deilum og leiðindum en þær sem tilkynnt er um fyrir fram og ráðist er í með tillitssemi og nágrannakærleika að leiðarljósi. Höfundur er formaður Húseigendafélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Framkvæmdaforkar ganga af göflum. Eigendur í fjöleignarhúsum þurfa allir einhvern tímann að ráðast í viðhald, breytingar og endurbætur á íbúðum sínum. Það er gömul saga og ný. Eigendur hafa verulegt svigrúm í því efni gagnvart sameigendum þótt slíkar framkvæmdir valdi einatt sambýlisfólkinu ónæði. Stundum er þetta „Sagan endalausa“ og framkvæmdir spanna langan tíma. Oft er barið, mölvað, sagað og borað á öllum tímum. Slæm umgengni um sameignina er oft fylgifiskur. Eru dæmi um illvígar deilur vegna þessa og að íbúðareigendur hafi jafnvel flúið hús þegar verst hefur látið. Menn nota jafnvel sleggjur og múrbrjóta til tjáskipta. Þegar framkvæmdagleðin gengur af göflum eru góð ráð dýr. Hún er oft stjórnlaus, illviðráðanleg og illkynja í þokkabót. Sáttfýsi, sanngirni, málamiðlun, tillitssemi, skilningur og umburðarlyndi eru þau bönd sem hún verður hamin í og tamin. Hús hins himneska eða hitt. Meðalhóf og línudans. Í fjölbýli er fín línan milli athafnafrelsis og hagnýtingar eins og friðar annars. Jafnvægið er hárfínt og viðkvæmt. Þar gildir hið gullna meðalhóf sem mörgum gengur svo tregt að feta. Mörkin milli athafnafrelsis eins og næðisréttar annars eru hárfín og þarf lítið til að raska því. Smæstu mál geta á augabragði blossað upp í ófriðarbál. Hús hins himneska friðar getur á örskotsstundu orðið vítishús. Eigendum er skylt að haga hagnýtingu sinni og umgengni þannig að aðrir í húsinu verði ekki fyrir meiri ama, ónæði og óþægindum en óhjákvæmileg er og venjulegt. Eiganda ber að taka sanngjarnt og eðlilegt tillit til sambýlisfólks síns og fara eftir lögum og reglum og samþykktum húsfélagsins í því efni. Í flestum tilvikum er sambýlið til allrar hamingju með ágætum án þess að menn séu að velta fyrir sér reglum og fari meðvitað eftir þeim. Í fjölbýlishúsum er hver inn á gafli hjá öðrum. Venjulegt fjölskyldubrambolt verða menn að umlíða granna sínum þótt því fylgi eitthvert ónæði. Það er almennur mælikvarði sem gildir. Eigandi á ekki kröfu á því að tekið sé sérstakt tillit til viðkvæmni hans. Það er meðalhófið sem ræður. Menn hafa sanngjarnt svigrúm til að fegra, breyta og bæta heimili sín í takt við tímann og þarfir hverju sinni þótt því fylgi rask umrót og ónæði. Heimilisfriður annarra eigenda er sömuleiðis varinn í lögum. Menn eiga rétt á hvíld og næði á heimilum sinum til að hlaða batteríin fyrir lífsbaráttuna. Takmörk. Athafnafrelsi. Eigendum fjöleignarhúsa eru sem sagt takmörk sett við hagnýtingu eigna sinna og þeir hafa fráleitt frítt spil og mega ekki fara sínu fram á sínum forsendum eingöngu og kæra sig kollótta um hagsmuni og rétt sameigenda sinna Á hinn bóginn verða íbúar í fjöleignarhúsum að sætta sig við og þola að vissu marki ónæði og óþægindi sem ekki verða umflúin. Menn verða að sætta sig við það að þeir eru á sama báti, undir sama þaki, og fleira fólk sem lifir sínu lífi og á sér líka tilverurétt. Þeir sem búa í fjölbýli verða að sætta sig við ýmis “óþægindi” vegna hins nána sambýlis en þeim er hins vegar óskylt að búa við viðvarandi verulegt ónæði. Ýmis konar brölt og fyrirgangur er eðlilegur þáttur í viðhaldi og eðlilegum endurbótum og umhirðu eignar, t.d. hamarshögg og boranir. Öðru máli gegnir hins vegar um múrbrot og annan “djöfulgang” en telja verður að aðrir eigendur þurfi ekki að þola slíkt nema á daginn. Rík skylda hvílir á eiganda sem stendur í framkvæmdum að hann geri allt sem í hans valdi stendur til að sambýlisfólk hans verði fyrir sem minnstu ónæði og óþægindum vegna þeirra. Í himnalagi eða andskotinn laus. Ef fólk færi almennt eftir hinni góðu bók um að gera öðrum ekki neitt sem það vill ekki að aðrir gjöri því þá væri allt í himnalagi. En við erum því miður upp til hópa þrjóskir, yfirgangssamir, ráðríkir, heimaríkir, frekjuhundar sem eiga bágt með að setja sig í spor annarra og beita málamiðlun. Í stað þess að fara eftir boði Nýja testamentisins virðist okkur mikið tamara að fara eftir grimmum og hefndarboðum Gamla testamentinu um auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Og þá er vísast andskotinn laus. Engin bein lagafyrirmæli. Í lögum um fjöleignarhús eru engin bein ákvæði um það hversu lengi og á hvaða tímum megi smíða, brjóta og bramla en þar er hins vegar almennt boðið að íbúar skuli gæta þess að valda sambýlisfólki sínu ekki óþarfa ama og óþægindum. Jafnframt er mælt fyrir um að húsreglur skuli geyma nánari fyrirmæli um hagnýtingu eigna og samskipi eigenda í því efni. Skal í þeim m.a. koma fram bann við röskun á svefnfriði a.m.k. frá miðnætti til klukkan sjö. Frá þessari reglu má þó alls ekki gagnálykta á þá lund að láta megi illum látum á öðrum tímum. Menn eiga alltaf að stíga varlega til jarðar eða gólfs og sýna hver öðrum tillitssemi ávallt og á öllum tímum. Húsfélag getur sett reglur til höfuðs ónæðissömum framkvæmdum og sett þeim eðlilegar og sanngjarnar hömlur. Verktími og samráð. Almennt má segja að viðhald og endurbætur í fjöleignarhúsum eigi að framkvæma á eins skömmum tíma og framast er unnt og með sem allra minnstu ónæði og röskun fyrir aðra íbúa hússins. Þó verður að játa framkvæmdaglöðum eiganda ákveðið sanngjarnt svigrúm í tíma og framkvæmdartilhögun. Brýnt er að hann kosti kapps um að hafa samráð við aðra eigendur fyrirfram og upplýsi þá um framgang og stöðu verksins og reyni eins og kostur er að taka tillit til eðlilegra sanngjarnra óska og sjónarmiða annarra eigenda við framkvæmdina. Framkvæmdir sem hefjast eins og þruma eða loftárás úr heiðskíru lofti valda mikið frekar deilum og leiðindum en þær sem tilkynnt er um fyrir fram og ráðist er í með tillitssemi og nágrannakærleika að leiðarljósi. Höfundur er formaður Húseigendafélagsins.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun