Gunnar um uppganginn Færeyja: „Margir að toppa á sama tíma“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2022 23:31 Hinn 35 ára gamli Gunnar á að baki 68 A-landsleiki fyrir Færeyjar. Nils Petter Nilsson/Getty Images Færeyska landsliðið í fótbolta vann frækinn sigur á Tyrklandi á sunnudag en um er að ræða stærsta sigur liðsins síðan gegn Grikklandi fyrir sjö árum síðan. Gunnar Nielsen, markvörður FH í Bestu deild karla, segir aðstæður gera það að verkum að stærð sigur sunnudagsins virðist ekki eins mikil. „Það var svolítið vont veður í Færeyjum, mikill vindur og allt það. Þetta var sunnudagskvöld og fólk að fara vinna á mánudegi. Við fögnuðum auðvitað saman leikmennirnir og allt það en síðast þegar við unnum svona risaleik, Grikkland heima 2015. Þá var það á laugardagskvöldi og allir út að djamma eftir leikinn,“ sagði Gunnar í viðtali við Stöð 2 og Vísi fyrr í dag. „Ég veit það ekki. Það er alltaf erfitt að segja til en þetta var mjög stór sigur fyrir okkur. Ef maður á að meta svona þá fer allur pakkinn í þetta, stemningin og allt það. Það vantaði fólk að fagna niðri í bæ, þetta var ekki alveg þannig. Því var Grikklandssigurinn; spilað á laugardegi, uppselt, geggjað veður og allt það. Allur dagurinn og nóttin var ótrúleg upplifun. Erfitt að bera saman en þetta er einn af þeim stóru,“ sagði Gunnar aðspurður hvort þetta hefði verið stærsti sigur Færeyja til þessa. Gunnar var spurður út í uppgang færeyska liðsins en liðið hefur nú spilað fjóra leiki í röð án þess að tapa. Hallur verður frá næstu 9 til 12 mánuðina.Vísir/Hulda Margrét „Ekki spurning. Við erum líka komnir með fleiri betri leikmenn. Höfum verið án nokkurra lykilleikmanna í síðustu leikjum. Fyrirliðinn, Hallur Hansson í KR, er því miður meiddur mjög alvarlega og var ekki með. Brandur Olsen [Hendriksson] sem var í FH, geggjaður leikmaður, var ekki með.“ „Það voru nokkrir sem voru ekki með en við erum samt komnir með fleiri leikmenn og allir þekkja okkar concept. Eins og staðan er núna þá erum við með marga góða leikmenn sem geta spilað fyrir landsliðið. Þetta er samt sveiflukennt, með lítið land og svo koma nokkur ár þar sem margir toppa á sama tíma en svo getur þetta dottið niður. Nú eru margir að toppa á sama tíma,“ sagði markvörðurinn jafnframt. Hverju þakkar Gunnar þennan uppgang? „Það er alltaf svolítið erfitt að segja til um það. Það er kominn meiri peningur í færeyska boltann, það hjálpar alltaf. Leikmenn sem fóru kannski út að spila í gamla daga koma nú heim aðeins fyrr og í staðinn fyrir að fara út þá eru menn heima því þeir geta borgað betri laun í Færeyjum núna. Svo eru góðir útlendingar að koma sem styrkja deildina.“ „Þú nefndir KÍ [Klaksvík] sem er búið að standa sig vel undanfarin ár. Það hjálpar alltaf þegar eitt lið stendur sig mjög vel því þá vilja öll hin liðin elta það lið. Það hefur jákvæð áhrif á alla deildina. Ég held það séu margir hlutir sem fara í þetta en þetta eru helstu hlutirnir fyrir góðu gengi Færeyja,“ sagði Gunnar að endingu. Klippa: Gunnar Nielsen um sigur Færeyja á Tyrklandi Fótbolti Þjóðadeild UEFA Færeyjar FH Færeyski boltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Sjá meira
„Það var svolítið vont veður í Færeyjum, mikill vindur og allt það. Þetta var sunnudagskvöld og fólk að fara vinna á mánudegi. Við fögnuðum auðvitað saman leikmennirnir og allt það en síðast þegar við unnum svona risaleik, Grikkland heima 2015. Þá var það á laugardagskvöldi og allir út að djamma eftir leikinn,“ sagði Gunnar í viðtali við Stöð 2 og Vísi fyrr í dag. „Ég veit það ekki. Það er alltaf erfitt að segja til en þetta var mjög stór sigur fyrir okkur. Ef maður á að meta svona þá fer allur pakkinn í þetta, stemningin og allt það. Það vantaði fólk að fagna niðri í bæ, þetta var ekki alveg þannig. Því var Grikklandssigurinn; spilað á laugardegi, uppselt, geggjað veður og allt það. Allur dagurinn og nóttin var ótrúleg upplifun. Erfitt að bera saman en þetta er einn af þeim stóru,“ sagði Gunnar aðspurður hvort þetta hefði verið stærsti sigur Færeyja til þessa. Gunnar var spurður út í uppgang færeyska liðsins en liðið hefur nú spilað fjóra leiki í röð án þess að tapa. Hallur verður frá næstu 9 til 12 mánuðina.Vísir/Hulda Margrét „Ekki spurning. Við erum líka komnir með fleiri betri leikmenn. Höfum verið án nokkurra lykilleikmanna í síðustu leikjum. Fyrirliðinn, Hallur Hansson í KR, er því miður meiddur mjög alvarlega og var ekki með. Brandur Olsen [Hendriksson] sem var í FH, geggjaður leikmaður, var ekki með.“ „Það voru nokkrir sem voru ekki með en við erum samt komnir með fleiri leikmenn og allir þekkja okkar concept. Eins og staðan er núna þá erum við með marga góða leikmenn sem geta spilað fyrir landsliðið. Þetta er samt sveiflukennt, með lítið land og svo koma nokkur ár þar sem margir toppa á sama tíma en svo getur þetta dottið niður. Nú eru margir að toppa á sama tíma,“ sagði markvörðurinn jafnframt. Hverju þakkar Gunnar þennan uppgang? „Það er alltaf svolítið erfitt að segja til um það. Það er kominn meiri peningur í færeyska boltann, það hjálpar alltaf. Leikmenn sem fóru kannski út að spila í gamla daga koma nú heim aðeins fyrr og í staðinn fyrir að fara út þá eru menn heima því þeir geta borgað betri laun í Færeyjum núna. Svo eru góðir útlendingar að koma sem styrkja deildina.“ „Þú nefndir KÍ [Klaksvík] sem er búið að standa sig vel undanfarin ár. Það hjálpar alltaf þegar eitt lið stendur sig mjög vel því þá vilja öll hin liðin elta það lið. Það hefur jákvæð áhrif á alla deildina. Ég held það séu margir hlutir sem fara í þetta en þetta eru helstu hlutirnir fyrir góðu gengi Færeyja,“ sagði Gunnar að endingu. Klippa: Gunnar Nielsen um sigur Færeyja á Tyrklandi
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Færeyjar FH Færeyski boltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Sjá meira