Norrænt samstarf í 100 ár! Hrannar Björn Arnarsson og Ragnheiður H Þórarinsdóttir skrifa 29. september 2022 09:31 Norræna félagið á Íslandi fagnar í dag að eitt hundrað ár eru liðin frá stofnun félagsins. Þau voru satt best að segja ekki mörg sem sáu tilgang eða mikið vit í hugmyndinni um norrænt samstarf þegar félagið var stofnað 29. september árið 1922, enda kanski ekki von. Noregur, Finnland og Ísland voru eðlilega með hugan við eigið sjálfstæði og grunnt á því góða á milli norrænu frændþjóðanna sem hver um sig reyndi að fóta sig í nýjum heimi eftir hildarleik heimsstyrjaldarinnar fyrri. En hugmyndinni um norrænt samstarf, samstöðu og vinskap tókst að festa rætur í hrjóstrugum jarðvegi millistríðsáranna, lifa af og vaxa í gegnum heimsstyrjöldina síðari og sprynga síðan út, sem kröftug fjöldahreyfing um öll Norðurlöndin. Enginn efast í dag um mikilvægi og ríkulegan ávöxt norræns samstarfs enda njóta fáar pólitískar hugmyndir eins víðtæks stuðning almennings og stjórnmálaflokka. Norrænt samstarf hefur gefið af sér einhver farsælustu samfélög veraldarsögunnar, gríðarlegar efnahagslegar og samfélagslegar framfarir og Norðurlöndin hafa í sameiningu verið leiðandi afl í mannréttindum, umhverfismálum og félagslegu réttlæti í heiminum. En það sem er mest um vert og án nokkurs vafa dýrmætasti ávöxtur hugsjónarinnar um norrænt samstarf, er sú vinátta, samhugur og samstaða sem nú ríkir milli íbúa norrænu landanna átta. Þau traustu vinabönd eru fráleitt sjálfgefin eða sjálfsögð, hvort sem horft er til blóðugrar átakasögu norrænna þjóða á fyrr á tíð, eða stríðsátaka nútímans, meðal bræða og systraþjóða Evrópu. Þetta hefur tekist með einarðri baráttu norrænu félaganna í eitt hundrað ár og því þéttriðna norræna samstarfi á flestum sviðum samfélagins, sem sú barátta hefur skilað. Við sem viljum veg norræns samstarfs sem mestan, getum því litið afar stolt um öxl á hundrað ára afmæli Norræna félagsins á Íslandi. Við getum líka og eigum að horfa hnarreist fram á vegin, sannfærð um mikilvægi og óþrjótandi möguleika norræns samstarfs og þá dýrmætu gjöf sem vinátta norrænu þjóðanna sannarlega er. Til hamingju með daginn – meira norrænt samstarf! Höfundar eru formaður og varaformaður Norræna félagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurlandaráð Utanríkismál Tímamót Hrannar Björn Arnarsson Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Norræna félagið á Íslandi fagnar í dag að eitt hundrað ár eru liðin frá stofnun félagsins. Þau voru satt best að segja ekki mörg sem sáu tilgang eða mikið vit í hugmyndinni um norrænt samstarf þegar félagið var stofnað 29. september árið 1922, enda kanski ekki von. Noregur, Finnland og Ísland voru eðlilega með hugan við eigið sjálfstæði og grunnt á því góða á milli norrænu frændþjóðanna sem hver um sig reyndi að fóta sig í nýjum heimi eftir hildarleik heimsstyrjaldarinnar fyrri. En hugmyndinni um norrænt samstarf, samstöðu og vinskap tókst að festa rætur í hrjóstrugum jarðvegi millistríðsáranna, lifa af og vaxa í gegnum heimsstyrjöldina síðari og sprynga síðan út, sem kröftug fjöldahreyfing um öll Norðurlöndin. Enginn efast í dag um mikilvægi og ríkulegan ávöxt norræns samstarfs enda njóta fáar pólitískar hugmyndir eins víðtæks stuðning almennings og stjórnmálaflokka. Norrænt samstarf hefur gefið af sér einhver farsælustu samfélög veraldarsögunnar, gríðarlegar efnahagslegar og samfélagslegar framfarir og Norðurlöndin hafa í sameiningu verið leiðandi afl í mannréttindum, umhverfismálum og félagslegu réttlæti í heiminum. En það sem er mest um vert og án nokkurs vafa dýrmætasti ávöxtur hugsjónarinnar um norrænt samstarf, er sú vinátta, samhugur og samstaða sem nú ríkir milli íbúa norrænu landanna átta. Þau traustu vinabönd eru fráleitt sjálfgefin eða sjálfsögð, hvort sem horft er til blóðugrar átakasögu norrænna þjóða á fyrr á tíð, eða stríðsátaka nútímans, meðal bræða og systraþjóða Evrópu. Þetta hefur tekist með einarðri baráttu norrænu félaganna í eitt hundrað ár og því þéttriðna norræna samstarfi á flestum sviðum samfélagins, sem sú barátta hefur skilað. Við sem viljum veg norræns samstarfs sem mestan, getum því litið afar stolt um öxl á hundrað ára afmæli Norræna félagsins á Íslandi. Við getum líka og eigum að horfa hnarreist fram á vegin, sannfærð um mikilvægi og óþrjótandi möguleika norræns samstarfs og þá dýrmætu gjöf sem vinátta norrænu þjóðanna sannarlega er. Til hamingju með daginn – meira norrænt samstarf! Höfundar eru formaður og varaformaður Norræna félagsins.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun