Ný þjóðarhöll: Skrýtið ef einhver segir „allt í plati“ Valur Páll Eiríksson skrifar 30. september 2022 08:01 Gunnar staðfestir að nýja þjóðarhöllin verði í Laugardal rétt eins og sú gamla. Vísir/Vilhelm Það er ekki annað að heyra á Gunnari Einarssyni, formanni framkvæmdanefndar um nýja þjóðarhöll, en að verkefnið gangi vel. Hann segir mikinn hug í þeim sem að koma. „Það er rífandi gangur í vinnunni. Við erum búin að funda þrisvar sinnum og erum að teikna upp alla þá verkþætti og verkferla sem þurfa að vera í lagi. Við erum að funda með framkvæmdasýslunni núna á mánudaginn og erum að skoða leiðir með hugmyndasamkeppni og svo framvegis,“ segir Gunnar og vísar þar til Framkvæmdasýslu ríkisins sem sér um byggingu og rekstur fasteigna í ríkiseigu. „Svo gerum við ráð fyrir að funda með ráðgjafaráði, sem eru hagsmunaaðilar úr íþróttahreyfingunni. Ég vona að það verði í næstu viku. Þetta er bara á fullri ferð og það er engan bilbug á nefndinni að finna,“ Gunnar Einarsson, formaður framkvæmdanefndar nýrrar þjóðarhallar. Áfram stefnt að því að klára 2025 Ummæli Sigurður Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, á Sprengisandi á Bylgjunni í síðustu viku virtust benda til að vinnu við höllina skyldi slegið á frest. „Við munum ekki eyða peningum í nýjar framkvæmdir 2023 af því við ætlum ekki að búa hér til hærra vaxtastig,“ sagði Sigurður Ingi og bætti við að tímalína verkefnisins myndi víkka. Gunnar segir framkvæmdanefndina hins vegar starfa út frá þeim grundvelli að höllin verði klár á tilsettum tíma, árið 2025, þangað til annað kemur í ljós. „Við bara störfum miðað við þær óskir og þær hafa komið mjög skýrt fram bæði frá Reykjavíkurborg og ríkinu. Það er ekkert núna sem segir okkur að það gæti ekki orðið. En það er bara með svona framkvæmdir að stundum kemur upp einhver ómöguleiki vegna einhverra tafa, hvort sem að það eru kærur eða einhver ferli,“ „En nefndin starfar í samræmi við þetta, svo þegar tíminn líður sjá menn betur hvað stenst af tímamörkum,“ segir Gunnar. Fjárútlát ríksins sendi skýr skilaboð Í því samhengi segir Gunnar að skýrt sé kveðið á um þjóðarhöllina í stjórnarsáttmála og viljayfirlýsingunni sem gefin var út í maí. 100 milljónir sem ríkið setji í undirbúningsvinnuna sendi þá ákveðin skilaboð. „Nú er ríkið að setja í þetta 100 milljónir í undirbúning og það sendir ákveðin skilaboð. Svo er samkomulag í ríkisstjórn um að fara í þetta verkefni og þetta er í stjórnarsáttmálanum. Svo er viljayfirlýsing milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um ákveðna þætti og ákveðna nálgun, þannig að mér fyndist það svolítið skrýtið ef einhver myndi segja „nei, allt í plati“ og búnir að eyða 100 milljónum í undirbúning, það kæmi mér mjög á óvart,“ Ákallið eftir nýrri þjóðarhöll hefur heyrst ítrekað í fjöldamörg ár en verkefnið hefur oftar en ekki strandað á stappi milli ríkis og borgar. „Ég finn ekki neitt annað. Ég er búinn að funda bæði með fjármálaráðherra, borgarstjóra og Ásmundi [Einari Daðasyni, barnamálaráðherra] og ég finn ekkert annað en spenning og velvilja hjá þessum aðilum,“ „Ég bara horfi á viljayfirlýsinguna, á stjórnarsáttmálann, þessar 100 milljónir og þessa nefnd, ég er ekkert að velta neinu öðru fyrir mér, hvað menn segja hér og þar og út og suður,“ segir Gunnar. Mannvirki sem á að standa í 100 ár svo vanda þarf til verka Gunnar segir endanlega ákveðið að höllin verði í Laugardal, líkt og búist var við. Þó nokkrar aðrar staðsetningar hafa verið lagðar til í almenningsumræðunni á síðustu dögum, en nýja höllin verður í grennd við þá gömlu. „Ég og nefndin erum bara með þetta verkefni og núna er búið að ákveða staðsetninguna, sem er Laugardalurinn og við erum núna bara í þessum töluðu orðum að velta fyrir okkur nákvæmari staðsetningu þar. Það er nú strax stór áfangi að vera búinn að ákveða staðsetninguna,“ „Það þarf auðvitað að vera ákveðinn metnaður í svona verkefni. Ég finn ekki annað en að sá metnaður sé til staðar. Þetta er eitthvað mannvirki sem á að standa í 100 ár svo það er eins gott að gera þetta almennilega,“ segir Gunnar. Handbolti Körfubolti Reykjavík Ný þjóðarhöll Landslið kvenna í handbolta Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Sport Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Fótbolti Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Enski boltinn Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Körfubolti Segir Aþenu svikna um aðstöðu Körfubolti Í sjokki eftir tilnefninguna Sport Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Körfubolti LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ Körfubolti Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Körfubolti Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Formúla 1 Fleiri fréttir Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Segir Aþenu svikna um aðstöðu „Þetta er veikara lið“ LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Í sjokki eftir tilnefninguna „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Dagskráin í dag: Lokaumferð Bónus deildar karla Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Haukar kláruðu deildarkeppnina með stæl Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Sjá meira
„Það er rífandi gangur í vinnunni. Við erum búin að funda þrisvar sinnum og erum að teikna upp alla þá verkþætti og verkferla sem þurfa að vera í lagi. Við erum að funda með framkvæmdasýslunni núna á mánudaginn og erum að skoða leiðir með hugmyndasamkeppni og svo framvegis,“ segir Gunnar og vísar þar til Framkvæmdasýslu ríkisins sem sér um byggingu og rekstur fasteigna í ríkiseigu. „Svo gerum við ráð fyrir að funda með ráðgjafaráði, sem eru hagsmunaaðilar úr íþróttahreyfingunni. Ég vona að það verði í næstu viku. Þetta er bara á fullri ferð og það er engan bilbug á nefndinni að finna,“ Gunnar Einarsson, formaður framkvæmdanefndar nýrrar þjóðarhallar. Áfram stefnt að því að klára 2025 Ummæli Sigurður Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, á Sprengisandi á Bylgjunni í síðustu viku virtust benda til að vinnu við höllina skyldi slegið á frest. „Við munum ekki eyða peningum í nýjar framkvæmdir 2023 af því við ætlum ekki að búa hér til hærra vaxtastig,“ sagði Sigurður Ingi og bætti við að tímalína verkefnisins myndi víkka. Gunnar segir framkvæmdanefndina hins vegar starfa út frá þeim grundvelli að höllin verði klár á tilsettum tíma, árið 2025, þangað til annað kemur í ljós. „Við bara störfum miðað við þær óskir og þær hafa komið mjög skýrt fram bæði frá Reykjavíkurborg og ríkinu. Það er ekkert núna sem segir okkur að það gæti ekki orðið. En það er bara með svona framkvæmdir að stundum kemur upp einhver ómöguleiki vegna einhverra tafa, hvort sem að það eru kærur eða einhver ferli,“ „En nefndin starfar í samræmi við þetta, svo þegar tíminn líður sjá menn betur hvað stenst af tímamörkum,“ segir Gunnar. Fjárútlát ríksins sendi skýr skilaboð Í því samhengi segir Gunnar að skýrt sé kveðið á um þjóðarhöllina í stjórnarsáttmála og viljayfirlýsingunni sem gefin var út í maí. 100 milljónir sem ríkið setji í undirbúningsvinnuna sendi þá ákveðin skilaboð. „Nú er ríkið að setja í þetta 100 milljónir í undirbúning og það sendir ákveðin skilaboð. Svo er samkomulag í ríkisstjórn um að fara í þetta verkefni og þetta er í stjórnarsáttmálanum. Svo er viljayfirlýsing milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um ákveðna þætti og ákveðna nálgun, þannig að mér fyndist það svolítið skrýtið ef einhver myndi segja „nei, allt í plati“ og búnir að eyða 100 milljónum í undirbúning, það kæmi mér mjög á óvart,“ Ákallið eftir nýrri þjóðarhöll hefur heyrst ítrekað í fjöldamörg ár en verkefnið hefur oftar en ekki strandað á stappi milli ríkis og borgar. „Ég finn ekki neitt annað. Ég er búinn að funda bæði með fjármálaráðherra, borgarstjóra og Ásmundi [Einari Daðasyni, barnamálaráðherra] og ég finn ekkert annað en spenning og velvilja hjá þessum aðilum,“ „Ég bara horfi á viljayfirlýsinguna, á stjórnarsáttmálann, þessar 100 milljónir og þessa nefnd, ég er ekkert að velta neinu öðru fyrir mér, hvað menn segja hér og þar og út og suður,“ segir Gunnar. Mannvirki sem á að standa í 100 ár svo vanda þarf til verka Gunnar segir endanlega ákveðið að höllin verði í Laugardal, líkt og búist var við. Þó nokkrar aðrar staðsetningar hafa verið lagðar til í almenningsumræðunni á síðustu dögum, en nýja höllin verður í grennd við þá gömlu. „Ég og nefndin erum bara með þetta verkefni og núna er búið að ákveða staðsetninguna, sem er Laugardalurinn og við erum núna bara í þessum töluðu orðum að velta fyrir okkur nákvæmari staðsetningu þar. Það er nú strax stór áfangi að vera búinn að ákveða staðsetninguna,“ „Það þarf auðvitað að vera ákveðinn metnaður í svona verkefni. Ég finn ekki annað en að sá metnaður sé til staðar. Þetta er eitthvað mannvirki sem á að standa í 100 ár svo það er eins gott að gera þetta almennilega,“ segir Gunnar.
Handbolti Körfubolti Reykjavík Ný þjóðarhöll Landslið kvenna í handbolta Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Sport Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Fótbolti Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Enski boltinn Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Körfubolti Segir Aþenu svikna um aðstöðu Körfubolti Í sjokki eftir tilnefninguna Sport Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Körfubolti LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ Körfubolti Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Körfubolti Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Formúla 1 Fleiri fréttir Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Segir Aþenu svikna um aðstöðu „Þetta er veikara lið“ LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Í sjokki eftir tilnefninguna „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Dagskráin í dag: Lokaumferð Bónus deildar karla Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Haukar kláruðu deildarkeppnina með stæl Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Sjá meira