Byggjum upp í Kópavogi Orri Vignir Hlöðversson og Ásdís Kristjánsdóttir skrifa 30. september 2022 12:01 Frá aldamótum hefur íbúum í Kópavogi fjölgað að meðaltali um þrjú prósent á ári, sem er næstum þrisvar sinnum meiri fjölgun en í Reykjavík og tvisvar sinnum meiri fjölgun en á landsvísu. Lengi vel var Kópavogur sannkallaður landnemabær sem sprengdi utan af sé hver landamerkin af öðrum og til urðu mörg ný og heildstæð hverfi á fáeinum árum líkt og glögglega endurspeglast í fjölgun bæjarbúa. Ákall um að sveitarfélög útvegi fleiri lóðir til að mæta íbúðaþörfinni og tryggja stöðugleika á húsnæðismarkaði er skiljanlegt, en um leið mikilvægt að setja í sögulegt samhengi. Nú þegar nýtt og aðgengilegt byggingarland Kópavogs er að mestu full nýtt innan núverandi skipulagsmarka er uppbygging í bæjarfélaginu fyrst og fremst á þéttingareitum. Flókin staða Þétting byggðar á uppbyggingar- og þróunarreitum í grónum hverfum bæjarins gerir bæði hönnun og framkvæmdir flóknari en í nýjum hverfum. Uppbygging á þéttingarreitum er því oft kostnaðarsamari en á öðrum reitum. Þá er eignarhald þessara reita oft margþætt og skipulag bundnara því umhverfi og þeirri byggð sem þegar er til staðar. Þétting byggðar kallar því oft á tíðum fram sterk viðbrögð íbúa sem búa og eiga eignir nærri þéttingarreitum. Nú þegar nýjar húsnæðisáætlanir líta dagsins ljós beinast öll spjót að sveitarfélögum og hversu mikið þau ætla að leggja sitt af mörkum. Ein frumskylda bæjaryfirvalda er að tryggja eðlilegan vöxt á húsnæðismarkaði fyrir mismunandi samfélagshópa og Kópavogsbær, sem næst stærsta sveitarfélag landsins, ber vissulega ábyrgð í því efni. Úr vöndu er samt að ráða fyrir bæinn þegar annars vegar land er af skornum skammti og hins vegar þétting byggðar er í senn flókin og oft á tíðum harðlega mótmælt af íbúum með tilheyrandi töfum á skipulagsferlum. Mikilvægt er að vanda til verka þegar kemur að skipulagsmálum. Við sem gegnum forystu í Kópavogi erum full meðvituð um þær áskoranir sem fram undan eru á þéttingarreitum og ætlum að vanda sérstaklega kynningu, samtal og samráð við íbúa á fyrstu stigum skipulagsgerðar, bæði í nýjum hverfum og við þéttingu byggðar. Ef góð sátt næst um verklagið í skipulagsferlinu og að tryggt er að málefnaleg sjónarmið ráði för, þá er stórum áfanga náð. Tryggjum hagkvæmari húsnæði fyrir alla Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga eru mikilvægt innlegg í að greina framboð og eftirspurn á húsnæðismarkaði. Stöðugleiki á húsnæðismarkaði verður hins vegar ekki tryggður með áætlunum einum og sér. Á það hefur verið bent að umfang og flækjustig stjórnsýslunnar í kringum byggingarmarkaðinn hafi aukist án þess að gæði húsnæðis hafi endilega batnað að sama skapi. Á árinu 2020 kom OECD með 316 tillögur til bóta á regluverki í byggingariðnaði. Í þeim tillögum er meðal annars nefnt að létta á ferli skipulagsákvarðana og stuðla að aukinni skilvirkni með rafrænni stjórnsýslu. Hér eru tækifæri til umbóta fyrir öll sveitarfélög. Samþættir ferlar og einföld stjórnsýsla tryggja bæði betri yfirsýn og hagkvæmari uppbyggingu húsnæðis sem til framtíðar mun leiða til aukins stöðugleika á húsnæðismarkaði. Rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða er ágætis upphaf í þeirri viðleitni að tryggja stöðugleika á húsnæðismarkaði. Góðar tillögur liggja hins vegar fyrir frá OECD - væri ekki tilvalið að fylgja þeim eftir hið fyrsta? Ásdís er bæjarstjóri Kópavogs og Orri er formaður bæjarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Orri Hlöðversson Kópavogur Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Frá aldamótum hefur íbúum í Kópavogi fjölgað að meðaltali um þrjú prósent á ári, sem er næstum þrisvar sinnum meiri fjölgun en í Reykjavík og tvisvar sinnum meiri fjölgun en á landsvísu. Lengi vel var Kópavogur sannkallaður landnemabær sem sprengdi utan af sé hver landamerkin af öðrum og til urðu mörg ný og heildstæð hverfi á fáeinum árum líkt og glögglega endurspeglast í fjölgun bæjarbúa. Ákall um að sveitarfélög útvegi fleiri lóðir til að mæta íbúðaþörfinni og tryggja stöðugleika á húsnæðismarkaði er skiljanlegt, en um leið mikilvægt að setja í sögulegt samhengi. Nú þegar nýtt og aðgengilegt byggingarland Kópavogs er að mestu full nýtt innan núverandi skipulagsmarka er uppbygging í bæjarfélaginu fyrst og fremst á þéttingareitum. Flókin staða Þétting byggðar á uppbyggingar- og þróunarreitum í grónum hverfum bæjarins gerir bæði hönnun og framkvæmdir flóknari en í nýjum hverfum. Uppbygging á þéttingarreitum er því oft kostnaðarsamari en á öðrum reitum. Þá er eignarhald þessara reita oft margþætt og skipulag bundnara því umhverfi og þeirri byggð sem þegar er til staðar. Þétting byggðar kallar því oft á tíðum fram sterk viðbrögð íbúa sem búa og eiga eignir nærri þéttingarreitum. Nú þegar nýjar húsnæðisáætlanir líta dagsins ljós beinast öll spjót að sveitarfélögum og hversu mikið þau ætla að leggja sitt af mörkum. Ein frumskylda bæjaryfirvalda er að tryggja eðlilegan vöxt á húsnæðismarkaði fyrir mismunandi samfélagshópa og Kópavogsbær, sem næst stærsta sveitarfélag landsins, ber vissulega ábyrgð í því efni. Úr vöndu er samt að ráða fyrir bæinn þegar annars vegar land er af skornum skammti og hins vegar þétting byggðar er í senn flókin og oft á tíðum harðlega mótmælt af íbúum með tilheyrandi töfum á skipulagsferlum. Mikilvægt er að vanda til verka þegar kemur að skipulagsmálum. Við sem gegnum forystu í Kópavogi erum full meðvituð um þær áskoranir sem fram undan eru á þéttingarreitum og ætlum að vanda sérstaklega kynningu, samtal og samráð við íbúa á fyrstu stigum skipulagsgerðar, bæði í nýjum hverfum og við þéttingu byggðar. Ef góð sátt næst um verklagið í skipulagsferlinu og að tryggt er að málefnaleg sjónarmið ráði för, þá er stórum áfanga náð. Tryggjum hagkvæmari húsnæði fyrir alla Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga eru mikilvægt innlegg í að greina framboð og eftirspurn á húsnæðismarkaði. Stöðugleiki á húsnæðismarkaði verður hins vegar ekki tryggður með áætlunum einum og sér. Á það hefur verið bent að umfang og flækjustig stjórnsýslunnar í kringum byggingarmarkaðinn hafi aukist án þess að gæði húsnæðis hafi endilega batnað að sama skapi. Á árinu 2020 kom OECD með 316 tillögur til bóta á regluverki í byggingariðnaði. Í þeim tillögum er meðal annars nefnt að létta á ferli skipulagsákvarðana og stuðla að aukinni skilvirkni með rafrænni stjórnsýslu. Hér eru tækifæri til umbóta fyrir öll sveitarfélög. Samþættir ferlar og einföld stjórnsýsla tryggja bæði betri yfirsýn og hagkvæmari uppbyggingu húsnæðis sem til framtíðar mun leiða til aukins stöðugleika á húsnæðismarkaði. Rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða er ágætis upphaf í þeirri viðleitni að tryggja stöðugleika á húsnæðismarkaði. Góðar tillögur liggja hins vegar fyrir frá OECD - væri ekki tilvalið að fylgja þeim eftir hið fyrsta? Ásdís er bæjarstjóri Kópavogs og Orri er formaður bæjarráðs.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun