„Jón Baldvin hagar sér eins og rándýr sem velur bráð sína af kostgæfni“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. október 2022 23:17 Ingibjörg Sólrún segist hafa beitt sig hörðu til að lesa nýjustu frásögn af Jóni Baldvini. Hún bað Jón Baldvin um að segja sig frá heiðurssæti Samfylkingarinnar árið 2007 vegna frásagnar konu sem sagði frá meintu ofbeldi Jóns. samsett/vilhelm Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hafa sagt sig frá heiðurssæti lista Samfylkingar árið 2007 að beiðni hennar. Hann hafi hins vegar kvartað yfir höfnuninni í sjónvarpi skömmu síðar vitandi að Ingibjörg Sólrún gæti ekki greint frá hinni raunverulegu ástæðu: frásögnum kvenna af kynferðislegum samskiptum við þær sem unglingsstúlkur. Frá þessu greinir Ingibjörg Sólrún á Facebook. Þar segist hún hafa lesið allar þær 23 sögur sem safnað hefur verið þar sem sagt er frá meintum kynferðisbrotum og áreiti Jóns Baldvins. Hún hafi tekið þar eftir mynstri sem gangi eins og rauður þráður í gegnum atfeli Jóns. „Ekki meir, ekki meir“ „Jón Baldvin hagar sér eins og rándýr sem velur bráð sína af kostgæfni - oftar en ekki einstakling sem er ekki með sterkt bakland - sækir að henni með skipulögðum hætti, sýnir henni áhuga, jafnvel trúnað, vingast við hana og vinnur traust hennar. Þegar traustið er komið er eftirleikurinn auðveldur. Þetta er lýsing á ótrúlega ljótum og ójöfnum leik þar sem kennarinn, skólameistarinn, ráðherrann og sendiherrann misbeitir valdi sínu og sækir að unglingsstúlkum,“ skrifar Ingibjörg Sólrún. Kveikjan að skrifum Ingibjargar er umfjöllun Stundarinnar um dagbókarskrif fimmtán ára stúlku vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar. „Jón Baldvin Hannibalsson ekki meir, ekki meir, hugsaði ég þegar ég frétti af þessu máli í síðustu viku og beitti mig eiginlega hörðu til að lesa þessa frásögn,“ skrifar Ingibjörg í upphafi færslu sinnar en segir dagbókarfærslur Þóru Hreinsdóttur ótrúlega merkilega heimild um meintar aðferðir Jóns Baldvins. Flottir karlar beiti ofbeldi Hún segist greina frá fyrrgreindu núna þar sem Jón Baldvin hafi aldrei viðurkennt misgjörðir sínar, margir láti þær sér í léttu rúmi liggja þar sem þeim finnst Jón Baldvin hafa lagt svo margt að mörkum í íslenskri pólitík. „Ég skrifa þetta líka vegna þess að mál JBH er ekkert einsdæmi. Oft berast sögur af kynferðisáreitni og nauðung af hálfu karla sem eru vel liðnir, hæfleikaríkir, vel metnir og hátt á kvisti í verðleikasamfélaginu. Við eigum mjög erfitt með að horfast í augu við að flottir karlar misbeiti valdi sínu gagnvart ungum konum og körlum. En það gerist nú samt og ef við neitum að horfast í augu við það þá er okkur líkt farið og fólki fyrri alda sem þagði yfir eða lét kyrrt liggja að heldri menn og valdsmenn misnotuðu undirsáta sína,“ skrifar Ingibjörg í lok færslu sinnar og þakkar Valgerði Þorsteinsdóttur, dóttur Þóru fyrir að birta dagbókarfærslurnar. Samfylkingin Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Kynferðisofbeldi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Frá þessu greinir Ingibjörg Sólrún á Facebook. Þar segist hún hafa lesið allar þær 23 sögur sem safnað hefur verið þar sem sagt er frá meintum kynferðisbrotum og áreiti Jóns Baldvins. Hún hafi tekið þar eftir mynstri sem gangi eins og rauður þráður í gegnum atfeli Jóns. „Ekki meir, ekki meir“ „Jón Baldvin hagar sér eins og rándýr sem velur bráð sína af kostgæfni - oftar en ekki einstakling sem er ekki með sterkt bakland - sækir að henni með skipulögðum hætti, sýnir henni áhuga, jafnvel trúnað, vingast við hana og vinnur traust hennar. Þegar traustið er komið er eftirleikurinn auðveldur. Þetta er lýsing á ótrúlega ljótum og ójöfnum leik þar sem kennarinn, skólameistarinn, ráðherrann og sendiherrann misbeitir valdi sínu og sækir að unglingsstúlkum,“ skrifar Ingibjörg Sólrún. Kveikjan að skrifum Ingibjargar er umfjöllun Stundarinnar um dagbókarskrif fimmtán ára stúlku vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar. „Jón Baldvin Hannibalsson ekki meir, ekki meir, hugsaði ég þegar ég frétti af þessu máli í síðustu viku og beitti mig eiginlega hörðu til að lesa þessa frásögn,“ skrifar Ingibjörg í upphafi færslu sinnar en segir dagbókarfærslur Þóru Hreinsdóttur ótrúlega merkilega heimild um meintar aðferðir Jóns Baldvins. Flottir karlar beiti ofbeldi Hún segist greina frá fyrrgreindu núna þar sem Jón Baldvin hafi aldrei viðurkennt misgjörðir sínar, margir láti þær sér í léttu rúmi liggja þar sem þeim finnst Jón Baldvin hafa lagt svo margt að mörkum í íslenskri pólitík. „Ég skrifa þetta líka vegna þess að mál JBH er ekkert einsdæmi. Oft berast sögur af kynferðisáreitni og nauðung af hálfu karla sem eru vel liðnir, hæfleikaríkir, vel metnir og hátt á kvisti í verðleikasamfélaginu. Við eigum mjög erfitt með að horfast í augu við að flottir karlar misbeiti valdi sínu gagnvart ungum konum og körlum. En það gerist nú samt og ef við neitum að horfast í augu við það þá er okkur líkt farið og fólki fyrri alda sem þagði yfir eða lét kyrrt liggja að heldri menn og valdsmenn misnotuðu undirsáta sína,“ skrifar Ingibjörg í lok færslu sinnar og þakkar Valgerði Þorsteinsdóttur, dóttur Þóru fyrir að birta dagbókarfærslurnar.
Samfylkingin Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Kynferðisofbeldi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira