Beyoncé hefur reglulega starfað með fyrirtækinu í gegnum árin. Undanfarið hefur hún verið að taka þátt í herferð sem ber heitið Lose Yourself in Love. Myndbandið sem um ræðir ber heitið „Summer Renaissance“ og vitnar í lagið sem er af nýju plötu söngkonunnar Renaissance. Því er leikstýrt af Grammy verðlaunahafanum Mark Romanek.
Myndbandið má sjá í heild sinni hér að neðan:
Veita skólastyrk
Partur af samstarfi hjónanna Beyoncé og Jay-Z með skartgripafyrirtækinu er verkefnið Tiffany Atrium sett af stað. Það veitir skólastyrk í listum og skapandi greinum. Fram að þessu hafa sextíu nemendur hlotið styrkinn.
Hjónin hafa áður tekið þátt í myndbandi fyrir fyrirtækið, bæði saman, í október í fyrra. Það hlaut nafnið Date night og dró innblástur frá kvikmyndinni Breakfast at Tiffany's.