Maðurinn játaði skýlaust brotið og er árásin sögð hafa verið með fullu tilefnislaus. Hinn dæmdi hefur áður hlotið dóm, meðal annars þjófnaðarbrot og rán.
Fram kemur í dómnum að árásarmaðurinn glími við fíknivanda. Þegar litið sé til sakaferils ákærða, þess að hvorki sé langt liðið frá því að brot hans hafi verið framið né komin reynsla á að ákærði geti haldið sig frá neyslu, mat dómarinn það sem svo að ekki sé tilefni til að fresta fullnustu refsingarinnar.
Manninum var jafnframt gert að greiða málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, alls rúmlega 220 þúsund krónur.