Hvað gerir ritari Sjálfstæðisflokksins? Helgi Áss Grétarsson skrifar 8. október 2022 07:02 Reynslumikil manneskja innan Sjálfstæðisflokksins spurði mig í vikunni: „Hvað gerir ritari flokksins?“ Í framhaldi spurningarinnar bætti viðkomandi því við að í huga margra væri ekki fyllilega ljóst hvert væri hlutverk þess sem gegndi embættinu. Þessar vangaveltur veita vísbendingar um að í huga stuðningsmanna flokksins hafi ritaraembættið óljósa stöðu. Veitir sagan leiðsögn um hvert sé eðli ritaraembættisins? Í bókinni „Valdatafl í Valhöll“, eftir Hrein Loftsson og Anders Hansen (útg. 1980, bls. 155-156) segir frá fundi sem ungliðar flokksins áttu með þáverandi formanni og varaformanni flokksins síðla árs 1978 og þar hafi m.a. sú hugmynd verið rædd að setja á stofn embætti ritara flokksins, „sem skyldi sjá um innanflokksmál, en ekki vera í fararbroddi í stjórnmálaátökum“. Ekki varð úr því að fjölga í forystusveit Sjálfstæðisflokksins með þessum hætti fyrr en á landsfundi haustið 2011 þegar stofnað var embætti annars varaformanns en það embætti skyldi vera ábyrgt fyrir innra starfi flokksins. Það embætti var svo aflagt haustið 2014 þegar ritaraembættið var sett á fót. Við þau tímamót sagði fyrsti ritari flokksins, Guðlaugur Þór Þórðarson, að „[r]itari hefur ákveðnum skyldum að gegna gagnvart innra starfinu og grasrótinni“. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók svo við ritaraembættinu af Guðlaugi á landsfundi árið 2015 og svo varð Jón Gunnarsson ritari árið 2019. Bæði Áslaug og Jón létu af ritaraembættinu í kjölfar þess að verða ráðherrar en það leiðir af skipulagsreglum flokksins að ráðherra geti ekki á sama tíma gegnt embætti ritara. Enginn hefur því gegnt stöðu ritara Sjálfstæðisflokksins síðan í nóvember 2021. Hver er regluramminn? Samkvæmt skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins kemur umboð ritara jafnan frá landsfundi og sé eftir því óskað getur ritari verið staðgengill formanns eða varaformanns. Það er hluti af starfsskyldum ritara að starfa sem slíkur hjá ýmsum stofnunum flokksins, svo sem miðstjórn. Á öllum fundum á vegum flokksins hefur ritari seturétt með málfrelsi og tillögurétt. Sérstaka ábyrgð ber ritari gagnvart innra starfi flokksins, gegni formaður og varaformaður ráðherraembætti. Ritari ásamt fjórum öðrum sitja í framkvæmdastjórn flokksins en sú stjórn „ber ábyrgð á samræmingu flokksstarfsins og eflingu þess um allt land“. Hvers konar ritara viljum við? Af framanrituðu má draga þá ályktun að ritari eigi að leiða innra starf Sjálfstæðisflokksins. Æskilegt er því að ritari hafi leiðtogahæfileika til að laða sem flesta að grasrótarstarfi fyrir flokkinn. Hingað til hafa ritarar flokksins verið alþingismenn. Að mínum dómi er ástæða til að gera breytingu þar á, m.a. vegna þess að eðlilegt er að tryggja fjölbreytni í forystu flokksins með að þar sé fulltrúi grasrótar og sveitarstjórnarstigsins. Sé mið tekið af því stóra verkefni að auka fylgi Sjálfstæðisflokksins á næstu árum og misserum þarf sá sem gegnir ritaraembættinu að hafa tíma og orku til að efla félags- og flokksstarfið um land allt en óumdeilt ætti að vera að starf alþingismanna sé viðameira en starf kjörinna fulltrúa á sveitarstjórnarstigi. Ég býð mig fram til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins á landsfundi sem haldinn verður 4.–6. nóvember næstkomandi og það geri ég í krafti þeirrar sannfæringar að kjör mitt í embættið yrði flokknum til heilla. Höfundur er frambjóðandi til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Reynslumikil manneskja innan Sjálfstæðisflokksins spurði mig í vikunni: „Hvað gerir ritari flokksins?“ Í framhaldi spurningarinnar bætti viðkomandi því við að í huga margra væri ekki fyllilega ljóst hvert væri hlutverk þess sem gegndi embættinu. Þessar vangaveltur veita vísbendingar um að í huga stuðningsmanna flokksins hafi ritaraembættið óljósa stöðu. Veitir sagan leiðsögn um hvert sé eðli ritaraembættisins? Í bókinni „Valdatafl í Valhöll“, eftir Hrein Loftsson og Anders Hansen (útg. 1980, bls. 155-156) segir frá fundi sem ungliðar flokksins áttu með þáverandi formanni og varaformanni flokksins síðla árs 1978 og þar hafi m.a. sú hugmynd verið rædd að setja á stofn embætti ritara flokksins, „sem skyldi sjá um innanflokksmál, en ekki vera í fararbroddi í stjórnmálaátökum“. Ekki varð úr því að fjölga í forystusveit Sjálfstæðisflokksins með þessum hætti fyrr en á landsfundi haustið 2011 þegar stofnað var embætti annars varaformanns en það embætti skyldi vera ábyrgt fyrir innra starfi flokksins. Það embætti var svo aflagt haustið 2014 þegar ritaraembættið var sett á fót. Við þau tímamót sagði fyrsti ritari flokksins, Guðlaugur Þór Þórðarson, að „[r]itari hefur ákveðnum skyldum að gegna gagnvart innra starfinu og grasrótinni“. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók svo við ritaraembættinu af Guðlaugi á landsfundi árið 2015 og svo varð Jón Gunnarsson ritari árið 2019. Bæði Áslaug og Jón létu af ritaraembættinu í kjölfar þess að verða ráðherrar en það leiðir af skipulagsreglum flokksins að ráðherra geti ekki á sama tíma gegnt embætti ritara. Enginn hefur því gegnt stöðu ritara Sjálfstæðisflokksins síðan í nóvember 2021. Hver er regluramminn? Samkvæmt skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins kemur umboð ritara jafnan frá landsfundi og sé eftir því óskað getur ritari verið staðgengill formanns eða varaformanns. Það er hluti af starfsskyldum ritara að starfa sem slíkur hjá ýmsum stofnunum flokksins, svo sem miðstjórn. Á öllum fundum á vegum flokksins hefur ritari seturétt með málfrelsi og tillögurétt. Sérstaka ábyrgð ber ritari gagnvart innra starfi flokksins, gegni formaður og varaformaður ráðherraembætti. Ritari ásamt fjórum öðrum sitja í framkvæmdastjórn flokksins en sú stjórn „ber ábyrgð á samræmingu flokksstarfsins og eflingu þess um allt land“. Hvers konar ritara viljum við? Af framanrituðu má draga þá ályktun að ritari eigi að leiða innra starf Sjálfstæðisflokksins. Æskilegt er því að ritari hafi leiðtogahæfileika til að laða sem flesta að grasrótarstarfi fyrir flokkinn. Hingað til hafa ritarar flokksins verið alþingismenn. Að mínum dómi er ástæða til að gera breytingu þar á, m.a. vegna þess að eðlilegt er að tryggja fjölbreytni í forystu flokksins með að þar sé fulltrúi grasrótar og sveitarstjórnarstigsins. Sé mið tekið af því stóra verkefni að auka fylgi Sjálfstæðisflokksins á næstu árum og misserum þarf sá sem gegnir ritaraembættinu að hafa tíma og orku til að efla félags- og flokksstarfið um land allt en óumdeilt ætti að vera að starf alþingismanna sé viðameira en starf kjörinna fulltrúa á sveitarstjórnarstigi. Ég býð mig fram til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins á landsfundi sem haldinn verður 4.–6. nóvember næstkomandi og það geri ég í krafti þeirrar sannfæringar að kjör mitt í embættið yrði flokknum til heilla. Höfundur er frambjóðandi til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun