Chelsea vann öruggan 3-0 sigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag og er því áfram ósigrað frá því að Graham Potter tók við liðinu 8. september síðastliðinn.
Kai Havertz skoraði fyrsta mark leiksins í uppbótatíma fyrri hálfleiks eftir stoðsendingu Mason Mount og Chelsea leiddi með einu marki í hálfleik.
Christian Pulisic tvöfaldaði forskot Chelsea á 54. mínútu og aftur kom markið eftir undirbúning Mount.
Armando Broja kom inn á leikvöllinn sem varamaður fyrir Mount á 72. mínútu og Broja skoraði þriðja og síðasta mark Chelsea á 89. mínútu sem gulltryggði 3-0 sigur Chelsea.
Með sigrinum fer Chelsea a.m.k. tímabundið upp í fjórða sæti deildarinnar með 16 stig eftir átta leiki. Wolves er hins vegar áfram í 18. sæti deildarinnar með sex stig.