Landsnet í viðbragðsstöðu vegna óveðursins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. október 2022 15:53 Háspennulínur á Reykjanesi ættu ekki að vera í hættu. Öðru máli gæti gegnt um háspennulínur á Norðausturlandi. Vísir/Vilhelm Starfsmenn Landsnet eru í viðbragðsstöðu fyrir óveður sem reiknað er með að gangi yfir stóran hluta landsins á sunnudag. Aukinn mannskapur hefur verið kallaður út. Ekkert ferðaveður verður á sunnudaginn og eru landsmenn eindregið hvattir til að ferðast ekki landshluta á milli. Veðrið verður vest á norðan- og austanverðu landinu þar sem mikil úrkoma og hvassviðri munu ráða ríkjum. Skaplegt veður verður hins vegar á morgun og mánudag. Stóru handboltamóti sem fram átti að fara á Akureyri um helgina hefur verið frestað. Þá hafa töluverðar tilfæringar orðið á leikjum í Bestu deild karla á sunnudaginn. Sumum flýtt, öðrum frestað. Þá verður engin athöfn í Viðey þegar Friðarsúlan verður tendruð á sunnudag vegna veðursins. „Við höfum verið að rýna í veðurspána eins og flestir viðbragðsaðilar og höfum verið að skoða hvaða áhrif þetta geti mögulega haft á flutningskerfið. Við erum að fylgjast vel með til að bregðast við ef eitthvað gerist,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets. Landsnet annast flutning raforku hér á landi með háspennulínum og tengivirkjum um allt land. „Maður veit aldrei hvenær verður truflun og hvenær ekki. Veðrið lítur ekki vel út núna. Við gætum átt von á ísingu sem gæti haft áhrif á flutningskerfið.“ Með ísingu geta háspennulínur þyngst verulega og orðið til þess að skemmdir verði á línunum eða möstrunum sem bera línurnar landshluta á milli. „Við erum með aukamönnun í stjórnstöð, úti í mörkinni og metum hvaða tengivirki þarf að manna til að vera með fljótt viðbragð. Svo skoðum við tæki og fleira í þeim dúr.“ Hún hvetur landsmenn til að fylgjast vel með tilkynningum. „Miðað við spána í dag höfum við mestar áhyggjur af Norðausturlandi. En við munum fylgjast vel með því hvernig veðurspáin þróast.“ Veður Orkumál Tengdar fréttir Á varðbergi vegna veðursins Landsnet er á varðbergi vegna óveðursins sem spáð er að skelli á stóran hluta landsins næstkomandi sunnudag. Varað hefur verið við því að ísing og selta geti sest á raflínur og valdið rafmagnsleysi. 7. október 2022 15:03 Aflýsa viðburði við tendrun Friðasúlunnar vegna veðurs Engin athöfn verður í Viðey þegar Friðarsúlan verður tendruð á sunnudag en ákveðið var að aflýsa viðburðinum vegna veðurs. Friðarsúlan verður tendruð klukkan 20 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi. 7. október 2022 14:57 Flýta og seinka leikjum í Bestu deildinni vegna slæmrar veðurspár um helgina Knattspyrnusamband Íslands hefur gert breytingar á þremur leikjum í úrslitakeppni Bestu deildar karla og bæði fært leiki fram og aftur í tímann. 7. október 2022 14:32 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Ekkert ferðaveður verður á sunnudaginn og eru landsmenn eindregið hvattir til að ferðast ekki landshluta á milli. Veðrið verður vest á norðan- og austanverðu landinu þar sem mikil úrkoma og hvassviðri munu ráða ríkjum. Skaplegt veður verður hins vegar á morgun og mánudag. Stóru handboltamóti sem fram átti að fara á Akureyri um helgina hefur verið frestað. Þá hafa töluverðar tilfæringar orðið á leikjum í Bestu deild karla á sunnudaginn. Sumum flýtt, öðrum frestað. Þá verður engin athöfn í Viðey þegar Friðarsúlan verður tendruð á sunnudag vegna veðursins. „Við höfum verið að rýna í veðurspána eins og flestir viðbragðsaðilar og höfum verið að skoða hvaða áhrif þetta geti mögulega haft á flutningskerfið. Við erum að fylgjast vel með til að bregðast við ef eitthvað gerist,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets. Landsnet annast flutning raforku hér á landi með háspennulínum og tengivirkjum um allt land. „Maður veit aldrei hvenær verður truflun og hvenær ekki. Veðrið lítur ekki vel út núna. Við gætum átt von á ísingu sem gæti haft áhrif á flutningskerfið.“ Með ísingu geta háspennulínur þyngst verulega og orðið til þess að skemmdir verði á línunum eða möstrunum sem bera línurnar landshluta á milli. „Við erum með aukamönnun í stjórnstöð, úti í mörkinni og metum hvaða tengivirki þarf að manna til að vera með fljótt viðbragð. Svo skoðum við tæki og fleira í þeim dúr.“ Hún hvetur landsmenn til að fylgjast vel með tilkynningum. „Miðað við spána í dag höfum við mestar áhyggjur af Norðausturlandi. En við munum fylgjast vel með því hvernig veðurspáin þróast.“
Veður Orkumál Tengdar fréttir Á varðbergi vegna veðursins Landsnet er á varðbergi vegna óveðursins sem spáð er að skelli á stóran hluta landsins næstkomandi sunnudag. Varað hefur verið við því að ísing og selta geti sest á raflínur og valdið rafmagnsleysi. 7. október 2022 15:03 Aflýsa viðburði við tendrun Friðasúlunnar vegna veðurs Engin athöfn verður í Viðey þegar Friðarsúlan verður tendruð á sunnudag en ákveðið var að aflýsa viðburðinum vegna veðurs. Friðarsúlan verður tendruð klukkan 20 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi. 7. október 2022 14:57 Flýta og seinka leikjum í Bestu deildinni vegna slæmrar veðurspár um helgina Knattspyrnusamband Íslands hefur gert breytingar á þremur leikjum í úrslitakeppni Bestu deildar karla og bæði fært leiki fram og aftur í tímann. 7. október 2022 14:32 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Á varðbergi vegna veðursins Landsnet er á varðbergi vegna óveðursins sem spáð er að skelli á stóran hluta landsins næstkomandi sunnudag. Varað hefur verið við því að ísing og selta geti sest á raflínur og valdið rafmagnsleysi. 7. október 2022 15:03
Aflýsa viðburði við tendrun Friðasúlunnar vegna veðurs Engin athöfn verður í Viðey þegar Friðarsúlan verður tendruð á sunnudag en ákveðið var að aflýsa viðburðinum vegna veðurs. Friðarsúlan verður tendruð klukkan 20 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi. 7. október 2022 14:57
Flýta og seinka leikjum í Bestu deildinni vegna slæmrar veðurspár um helgina Knattspyrnusamband Íslands hefur gert breytingar á þremur leikjum í úrslitakeppni Bestu deildar karla og bæði fært leiki fram og aftur í tímann. 7. október 2022 14:32