Óttast að sjór gangi aftur á land í óveðrinu á sunnudag Eiður Þór Árnason skrifar 7. október 2022 22:14 Stutt er síðan sjór gekk síðast á land á Akureyri. Vísir/Tryggvi Óttast er að sjór geti gengið á land á Akureyri á sunnudag og hefur verið gripið til ráðstafana vegna þessa. Spáð er afar slæmu veðri á sunnudag og hefur aðgerðastjórn Almannavarnarnefndar Eyjafjarðar verið virkjuð. Stutt er síðan sjór flæddi yfir hluta Oddeyrar á Akureyri 25. september síðastliðinn og olli miklu tjóni. Talið er að sambærilegar aðstæður geti myndast um næstu helgi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Akureyrarbæ. Stórstreymt er á sunnudagskvöld og spáð talsverðri ölduhæð. Veðurstofa Íslands spáir norðan 18 til 25 metrum á sekúndu með mikilli úrkomu, slyddu við ströndina og annars snjókomu. Stórstreymt verður á sunnudagskvöld og er spáð talsverðri ölduhæð. Jafnframt eru miklar líkur sagðar á að ísing setjist á raflínur og valdi truflunum á afhendingu rafmagns. Staðan klukkan 20 á sunnudag.Veðurstofan Ýmist gul eða appelsínugul viðvörun vegna veðurs verður í gildi í nær öllum landshlutum á sunnudag. Miklar líkur eru á að færð spillist og ekkert ferðaveður verður á meðan viðvörunin er í gildi. Appelsínugul viðvörun vegna veðurs verður í gildi á Norðurlandi eystra, Ströndum og Norðurlandi vestra, Austurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendi fram á mánudagsmorgun. Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð og Vestfirði. Landhelgisgæslan hefur sömuleiðis vakið athygli á afar slæmri veðurspá á sunnudag og fram á mánudag. Gera megi ráð fyrir talsverðri ölduhæð og áhlaðanda við ströndina norðan- og austanlands. „Þá er stórstreymt á mánudag og gæti sjávarstaða því orðið nokkuð hærri en sjávarfallaútreikningar segja til um. Landhelgisgæslan hvetur því til aðgæslu við ströndina þar sem sjór getur gengið á land ásamt því að hugað verði að bátum í höfnum,“ segir í færslu Landhelgisgæslunnar. Unnið að viðgerðum á varnargörðum Fram kemur í tilkynningu frá Akureyrarbæ að gengið hafi verið úr skugga um að niðurföll og holræsakerfi séu opin og án fyrirstöðu á Oddeyri og víðar í bænum. Sömuleiðis hafi verið unnið að viðgerðum á varnargörðum eins og hægt sé og áhersla lögð á að Norðurorka hafi varaafl ef til rafmagnstruflana komi. „Reikna má með að vatnsveðrið valdi miklu álagi á allt fráveitukerfi bæjarins og gangi þessi slæma veðurspá eftir, mun veðrið að öllum líkindum hafa vandræði í för með sér víðar um bæinn en á Oddeyri og Óseyri. Nægur mannskapur verður til taks og hefur hann yfir að ráða öllum þeim tækjabúnaði sem nauðsynlegur er við þær aðstæður sem kunna að skapast, vel útbúnum bílum og vinnuvélum.“ Að lokum er tekið fram að neyðarstjórn Norðurorku hafi verið virkjuð og starfsmenn Akureyrarbæjar séu í viðbragðsstöðu. Akureyri Veður Tengdar fréttir Landsnet í viðbragðsstöðu vegna óveðursins Starfsmenn Landsnet eru í viðbragðsstöðu fyrir óveður sem reiknað er með að gangi yfir stóran hluta landsins á sunnudag. Aukinn mannskapur hefur verið kallaður út. 7. október 2022 15:53 Aflýsa viðburði við tendrun Friðasúlunnar vegna veðurs Engin athöfn verður í Viðey þegar Friðasúlan verður tendruð á sunnudag en ákveðið var að aflýsa viðburðinum vegna veðurs. Friðarsúlan verður tendruð klukkan 20 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi. 7. október 2022 14:57 Flýta og seinka leikjum í Bestu deildinni vegna slæmrar veðurspár um helgina Knattspyrnusamband Íslands hefur gert breytingar á þremur leikjum í úrslitakeppni Bestu deildar karla og bæði fært leiki fram og aftur í tímann. 7. október 2022 14:32 Alls ekkert ferðaveður á sunnudaginn Ekkert ferðaveður verður á landinu á sunnudaginn og eru landsmenn eindregið hvattir til að ferðast ekki landshluta á milli. Veðrið verður vest á norðan- og austanverðu landinu þar sem mikil úrkoma og hvassviðri munu ráða ríkjum. Skaplegt veður verður hins vegar á morgun og mánudag. 7. október 2022 12:55 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira
Stutt er síðan sjór flæddi yfir hluta Oddeyrar á Akureyri 25. september síðastliðinn og olli miklu tjóni. Talið er að sambærilegar aðstæður geti myndast um næstu helgi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Akureyrarbæ. Stórstreymt er á sunnudagskvöld og spáð talsverðri ölduhæð. Veðurstofa Íslands spáir norðan 18 til 25 metrum á sekúndu með mikilli úrkomu, slyddu við ströndina og annars snjókomu. Stórstreymt verður á sunnudagskvöld og er spáð talsverðri ölduhæð. Jafnframt eru miklar líkur sagðar á að ísing setjist á raflínur og valdi truflunum á afhendingu rafmagns. Staðan klukkan 20 á sunnudag.Veðurstofan Ýmist gul eða appelsínugul viðvörun vegna veðurs verður í gildi í nær öllum landshlutum á sunnudag. Miklar líkur eru á að færð spillist og ekkert ferðaveður verður á meðan viðvörunin er í gildi. Appelsínugul viðvörun vegna veðurs verður í gildi á Norðurlandi eystra, Ströndum og Norðurlandi vestra, Austurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendi fram á mánudagsmorgun. Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð og Vestfirði. Landhelgisgæslan hefur sömuleiðis vakið athygli á afar slæmri veðurspá á sunnudag og fram á mánudag. Gera megi ráð fyrir talsverðri ölduhæð og áhlaðanda við ströndina norðan- og austanlands. „Þá er stórstreymt á mánudag og gæti sjávarstaða því orðið nokkuð hærri en sjávarfallaútreikningar segja til um. Landhelgisgæslan hvetur því til aðgæslu við ströndina þar sem sjór getur gengið á land ásamt því að hugað verði að bátum í höfnum,“ segir í færslu Landhelgisgæslunnar. Unnið að viðgerðum á varnargörðum Fram kemur í tilkynningu frá Akureyrarbæ að gengið hafi verið úr skugga um að niðurföll og holræsakerfi séu opin og án fyrirstöðu á Oddeyri og víðar í bænum. Sömuleiðis hafi verið unnið að viðgerðum á varnargörðum eins og hægt sé og áhersla lögð á að Norðurorka hafi varaafl ef til rafmagnstruflana komi. „Reikna má með að vatnsveðrið valdi miklu álagi á allt fráveitukerfi bæjarins og gangi þessi slæma veðurspá eftir, mun veðrið að öllum líkindum hafa vandræði í för með sér víðar um bæinn en á Oddeyri og Óseyri. Nægur mannskapur verður til taks og hefur hann yfir að ráða öllum þeim tækjabúnaði sem nauðsynlegur er við þær aðstæður sem kunna að skapast, vel útbúnum bílum og vinnuvélum.“ Að lokum er tekið fram að neyðarstjórn Norðurorku hafi verið virkjuð og starfsmenn Akureyrarbæjar séu í viðbragðsstöðu.
Akureyri Veður Tengdar fréttir Landsnet í viðbragðsstöðu vegna óveðursins Starfsmenn Landsnet eru í viðbragðsstöðu fyrir óveður sem reiknað er með að gangi yfir stóran hluta landsins á sunnudag. Aukinn mannskapur hefur verið kallaður út. 7. október 2022 15:53 Aflýsa viðburði við tendrun Friðasúlunnar vegna veðurs Engin athöfn verður í Viðey þegar Friðasúlan verður tendruð á sunnudag en ákveðið var að aflýsa viðburðinum vegna veðurs. Friðarsúlan verður tendruð klukkan 20 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi. 7. október 2022 14:57 Flýta og seinka leikjum í Bestu deildinni vegna slæmrar veðurspár um helgina Knattspyrnusamband Íslands hefur gert breytingar á þremur leikjum í úrslitakeppni Bestu deildar karla og bæði fært leiki fram og aftur í tímann. 7. október 2022 14:32 Alls ekkert ferðaveður á sunnudaginn Ekkert ferðaveður verður á landinu á sunnudaginn og eru landsmenn eindregið hvattir til að ferðast ekki landshluta á milli. Veðrið verður vest á norðan- og austanverðu landinu þar sem mikil úrkoma og hvassviðri munu ráða ríkjum. Skaplegt veður verður hins vegar á morgun og mánudag. 7. október 2022 12:55 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira
Landsnet í viðbragðsstöðu vegna óveðursins Starfsmenn Landsnet eru í viðbragðsstöðu fyrir óveður sem reiknað er með að gangi yfir stóran hluta landsins á sunnudag. Aukinn mannskapur hefur verið kallaður út. 7. október 2022 15:53
Aflýsa viðburði við tendrun Friðasúlunnar vegna veðurs Engin athöfn verður í Viðey þegar Friðasúlan verður tendruð á sunnudag en ákveðið var að aflýsa viðburðinum vegna veðurs. Friðarsúlan verður tendruð klukkan 20 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi. 7. október 2022 14:57
Flýta og seinka leikjum í Bestu deildinni vegna slæmrar veðurspár um helgina Knattspyrnusamband Íslands hefur gert breytingar á þremur leikjum í úrslitakeppni Bestu deildar karla og bæði fært leiki fram og aftur í tímann. 7. október 2022 14:32
Alls ekkert ferðaveður á sunnudaginn Ekkert ferðaveður verður á landinu á sunnudaginn og eru landsmenn eindregið hvattir til að ferðast ekki landshluta á milli. Veðrið verður vest á norðan- og austanverðu landinu þar sem mikil úrkoma og hvassviðri munu ráða ríkjum. Skaplegt veður verður hins vegar á morgun og mánudag. 7. október 2022 12:55