Búist er við miklu óveðri fyrir norðan á morgun og hefur Veðurstofan fært appelsínugula viðvörun á svæðinu upp í rauða viðvörun. Mikill undirbúningur er í gangi á Akureyri til að koma í veg fyri flóðaástand líkt og skapaðist í bænum fyrir tveimur vikum.
Lögmaður segir hugmyndir formanns Miðflokksins um að senda flóttafólk frá Íslandi til Rúanda ógeðslegar og bera keim af hægriöfgahyggju. Nálgast þurfi útlendingamál á jákvæðari nótum.
Þá fjöllum við um aðgerðir til að fyrirbyggja útrýmingu villtra dýra og skoðum aðkomu Evrópusambandsins í þeim efnum, ásamt því að kíkja á regnbogahátíð Mýrdalshrepps sem nú fer fram.
Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf.