Andri Snær: Frábær reynsla fyrir ungu stelpurnar 8. október 2022 22:33 Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs. Vísir/Hulda Margrét Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, er ánægður með að lið hans hafi tekið þátt í Evrópubikar kvenna þrátt fyrir 11 marka tap gegn makedónsku meisturunum í Gjorche Petrov í KA-heimilinu í kvöld. Liðin gerðu 20-20 jafntefli í gærkvöldi þannig að sveiflan er mikil á milli þessara tveggja leikja. Hver er munurinn á frammistöðunni á milli leikja? „Við vorum arfarslakar sóknarlega of lengi í þessum leik. Í fyrri leiknum tókum við kafla þar sem við vorum slakar en þetta var bara alls ekki gott, sérstaklega í fyrri hálfleik, þar sem við vorum með of marga glataða bolta og í raun og veru var þetta ekki alveg boðlegt oft á tíðum ef ég á að vera hreinskilinn en það er fyrst og fremst munurinn; það er of langur kafli þar sem sóknin var í tómu basli.” Þrátt fyrir stórt tap fengu margar ungar stelpur tækifæri á stóru sviði og Andri er mjög ánægður með það. „Það er ástæðan fyrir því að við ákváðum að fara í þetta verkefni, til að láta ungu leikmennina spila og við getum alveg séð það að þetta er frábær reynsla og ég var ánægður með það hvernig ungir leikmenn komu inn af bekknum og síðustu 20 mínúturnar voru mun betri sóknarlega þar sem þær sýndu allavega áræðni að fara á markið og ég er handviss um að það hafi verið hárrétt ákvörður að taka þátt í þessu. Þetta er flott lið sem við vorum að spila á móti og stelpurnar ungu fá mikið út úr því að spila á móti þessu liði. Þær eru í góðu formi makedónsku stelpurnar og hraðar og við bara lærum af þessu.” Hrafnhildur Irma Jónsdóttir og Anna Þyrí Halldórsdóttir voru báðar fluttar á sjúkrahús í gærkvöldi vegna meiðsla sem þær hlutu í fyrri leiknum. Þá er Rut Jónsdóttir frá vegna meiðsla. Andri Snær fór aðeins yfir stöðuna á þessum leikmönnum. „Hrafnhildur Irma er því miður handleggsbrotin og verður lengi frá, þarf í aðgerð. Anna Þyrí er frekar illa tjónuð eftir gærdaginn en það kemur í ljós í hversu langan tíma það verður en við vonumst eftir Rut í næsta leik, hún er að skríða saman, auðvitað munar um þessa leikmenn. Ég er samt rosalega ánægður með það að þessi leikmannahópur gafst aldrei upp í þessu einvígi og við erum að búa til nýtt lið má segja og það tekur tíma en með þessari elju og þessari baráttu munum við áfram bæta okkur,” sagði hann að endingu. KA Þór Akureyri Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Liðin gerðu 20-20 jafntefli í gærkvöldi þannig að sveiflan er mikil á milli þessara tveggja leikja. Hver er munurinn á frammistöðunni á milli leikja? „Við vorum arfarslakar sóknarlega of lengi í þessum leik. Í fyrri leiknum tókum við kafla þar sem við vorum slakar en þetta var bara alls ekki gott, sérstaklega í fyrri hálfleik, þar sem við vorum með of marga glataða bolta og í raun og veru var þetta ekki alveg boðlegt oft á tíðum ef ég á að vera hreinskilinn en það er fyrst og fremst munurinn; það er of langur kafli þar sem sóknin var í tómu basli.” Þrátt fyrir stórt tap fengu margar ungar stelpur tækifæri á stóru sviði og Andri er mjög ánægður með það. „Það er ástæðan fyrir því að við ákváðum að fara í þetta verkefni, til að láta ungu leikmennina spila og við getum alveg séð það að þetta er frábær reynsla og ég var ánægður með það hvernig ungir leikmenn komu inn af bekknum og síðustu 20 mínúturnar voru mun betri sóknarlega þar sem þær sýndu allavega áræðni að fara á markið og ég er handviss um að það hafi verið hárrétt ákvörður að taka þátt í þessu. Þetta er flott lið sem við vorum að spila á móti og stelpurnar ungu fá mikið út úr því að spila á móti þessu liði. Þær eru í góðu formi makedónsku stelpurnar og hraðar og við bara lærum af þessu.” Hrafnhildur Irma Jónsdóttir og Anna Þyrí Halldórsdóttir voru báðar fluttar á sjúkrahús í gærkvöldi vegna meiðsla sem þær hlutu í fyrri leiknum. Þá er Rut Jónsdóttir frá vegna meiðsla. Andri Snær fór aðeins yfir stöðuna á þessum leikmönnum. „Hrafnhildur Irma er því miður handleggsbrotin og verður lengi frá, þarf í aðgerð. Anna Þyrí er frekar illa tjónuð eftir gærdaginn en það kemur í ljós í hversu langan tíma það verður en við vonumst eftir Rut í næsta leik, hún er að skríða saman, auðvitað munar um þessa leikmenn. Ég er samt rosalega ánægður með það að þessi leikmannahópur gafst aldrei upp í þessu einvígi og við erum að búa til nýtt lið má segja og það tekur tíma en með þessari elju og þessari baráttu munum við áfram bæta okkur,” sagði hann að endingu.
KA Þór Akureyri Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira