Ósammála um hvort fólk komi af neyð eða í leit að betra lífi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. október 2022 14:32 Þau Sigmundur Davíð og Bryndís Haraldsdóttir hafa sterkar skoðanir á innflytjendamálum að lokinni sendiferð allsherjar- og menntamálanefndar til Danmerkur og Noregs þar sem aðstæður voru kannaðar í málaflokknum. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, hefur verið gagnrýnin á framlag ríkisins á hvern flóttamann. bylgjan Þingmaður Miðflokksins segir aðsókn flóttafólks til landsins vera hlutfallslega þá langmestu í Evrópu. Þingmenn eru ósammála um hvort flóttafólk komi hingað í neyð eða í leit að betra lífi. Tekist var á um árangur Norðurlandaþjóðanna í innflytjendamálum að lokinni sendiferð allsherjar- og menntamálanefndar til Danmerkur og Noregs á Sprengisandi. Þau Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins mættu til Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisand í dag. Þau Bryndís og Sigmundur höfðu nýverið kannað ástand innflytjendamála í Noregi og Danmörku á vegum allsherjar- og menntamálanefndar. Þau voru þó ósammála um ályktanir sem megi draga af þeirri ferð. Nánar tiltekið hvort sátt ríki um innflytjendamálin þar ytra en þau eru sammála um að Danmörk reki hörðustu innflytjendastefnuna. Bryndís kveðst vilja horfa til Noregs og vill liðka fyrir komu sérfræðinga og vinnuafls með betri skilgreiningu flóttafólks. „Nú hafa ráðherrar okkar lagt fjórum sinnum lagt fram frumvarp um breytingar á útlendingalögum og það hefur aldrei farið í gegnum þingið,“ segir Bryndís og bætir við að umræðan um flóttafólk hafi verið út um allt og alls staðar á þingi í mjög tilfinningaríkri umræðu um flóttafólk. „Ég vil að við tölum út frá staðreyndum og finnum betri leiðir. Við þurfum að laga lögin og ég hef sagt að ég horfi sérstaklega til til Norðmanna varðandi svokallaðrar aðlögunarstefnu.“ Bryndís segir stefnu Norðmanna snúa að því að flóttafólki er dreift um sveitarfélög sem hafi betri hvata til að styðja við flóttafólk og börn þeirra. Sigmundur Davíð segir að ekki hafi margt komið á óvart í ferð nefndarinnar. Með því að tala „maður á mann“, kveðst hann hafa fengið betri sýn á innflytjendamál í Danmörk en þangað vill hann horfa til við samningu innflytjendalöggjafar. „Svíþjóð er hins vegar á allt annarri leið, en Ísland er Svíþjóð í öðru veldi, til að mynda aðsókn í að sækja um hæli. Það er ekki langt síðan að hér var sexfaldur fjöldi miðað við stærð landsins.“ Áður fyrr hafi aðsóknin verið mun minni en Sigmundur segir einhverja þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa viðurkennt að aukningin sé afleiðingin af þeim reglum sem hér hafi verið sett og þeim skilaboðum sem stjórnvöld sendi frá sér. Hann segir einnig ljóst að mikill hluti þeirra sem séu hingað komnir séu í leit að betra lífi, án þess að vera í brýnni neyð. Heiða Björg Hilmisdóttir segir Ísland langt frá því að vera stór gerandi í innflytjendamálum á heimsvísu. „Við þurfum ekki að láta eins og við séum hér með eitthvað gullegg sem allir vilja ná í. Fólkið sem er að koma hingað er fyrst og fremst að því vegna þess að það er í neyð. Það er að flýja hættulegar aðstæður, ofsóknir og lífshættu, fólk sem er að flýja stríð og við verðum að skoða hvert og eitt mál fyrir sig,“ segir Heiða Björg og bætir við að erfitt sé að flokka fólk án þess að kanna aðstæður þeirra. Hlusta má á rökræðurnar í heild sinni í spilaranum að ofan. Sprengisandur Alþingi Miðflokkurinn Hælisleitendur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Sjá meira
Þau Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins mættu til Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisand í dag. Þau Bryndís og Sigmundur höfðu nýverið kannað ástand innflytjendamála í Noregi og Danmörku á vegum allsherjar- og menntamálanefndar. Þau voru þó ósammála um ályktanir sem megi draga af þeirri ferð. Nánar tiltekið hvort sátt ríki um innflytjendamálin þar ytra en þau eru sammála um að Danmörk reki hörðustu innflytjendastefnuna. Bryndís kveðst vilja horfa til Noregs og vill liðka fyrir komu sérfræðinga og vinnuafls með betri skilgreiningu flóttafólks. „Nú hafa ráðherrar okkar lagt fjórum sinnum lagt fram frumvarp um breytingar á útlendingalögum og það hefur aldrei farið í gegnum þingið,“ segir Bryndís og bætir við að umræðan um flóttafólk hafi verið út um allt og alls staðar á þingi í mjög tilfinningaríkri umræðu um flóttafólk. „Ég vil að við tölum út frá staðreyndum og finnum betri leiðir. Við þurfum að laga lögin og ég hef sagt að ég horfi sérstaklega til til Norðmanna varðandi svokallaðrar aðlögunarstefnu.“ Bryndís segir stefnu Norðmanna snúa að því að flóttafólki er dreift um sveitarfélög sem hafi betri hvata til að styðja við flóttafólk og börn þeirra. Sigmundur Davíð segir að ekki hafi margt komið á óvart í ferð nefndarinnar. Með því að tala „maður á mann“, kveðst hann hafa fengið betri sýn á innflytjendamál í Danmörk en þangað vill hann horfa til við samningu innflytjendalöggjafar. „Svíþjóð er hins vegar á allt annarri leið, en Ísland er Svíþjóð í öðru veldi, til að mynda aðsókn í að sækja um hæli. Það er ekki langt síðan að hér var sexfaldur fjöldi miðað við stærð landsins.“ Áður fyrr hafi aðsóknin verið mun minni en Sigmundur segir einhverja þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa viðurkennt að aukningin sé afleiðingin af þeim reglum sem hér hafi verið sett og þeim skilaboðum sem stjórnvöld sendi frá sér. Hann segir einnig ljóst að mikill hluti þeirra sem séu hingað komnir séu í leit að betra lífi, án þess að vera í brýnni neyð. Heiða Björg Hilmisdóttir segir Ísland langt frá því að vera stór gerandi í innflytjendamálum á heimsvísu. „Við þurfum ekki að láta eins og við séum hér með eitthvað gullegg sem allir vilja ná í. Fólkið sem er að koma hingað er fyrst og fremst að því vegna þess að það er í neyð. Það er að flýja hættulegar aðstæður, ofsóknir og lífshættu, fólk sem er að flýja stríð og við verðum að skoða hvert og eitt mál fyrir sig,“ segir Heiða Björg og bætir við að erfitt sé að flokka fólk án þess að kanna aðstæður þeirra. Hlusta má á rökræðurnar í heild sinni í spilaranum að ofan.
Sprengisandur Alþingi Miðflokkurinn Hælisleitendur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Sjá meira