Kristín Vala er með meistaragráðu í efnaverkfræði frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Áður en hún starfaði hjá Bluebird var hún í fimmtán ár í orkugeiranum, lengst af sem framkvæmdastjóri hjá HS Orku hf.
„Það er mjög spennandi að hefja störf á nýjum vettvangi og að ganga til liðs við Coca-Cola á Íslandi sem er ekki bara eitt stærsta matvælafyrirtæki landsins heldur er það einnig hluti af einum stærsta drykkjavöruframleiðanda heims,“ er haft eftir Kristínu Völu í tilkynningu.