„Þurfum að muna tilfinninguna sem maður vill ekki finna aftur“ Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2022 22:31 Dagný Brynjarsdóttir við hótel íslenska landsliðsins í Porto í dag. Stöð 2 Sport „Spennustigið er bara gott,“ segir landsliðskonan þrautreynda, Dagný Brynjarsdóttir, sem á morgun spilar upp á möguleikann á að komast á HM í fótbolta í fyrsta sinn. Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei verið nær því að komast á HM en í ár, en eftir tapið gegn Hollandi í síðasta mánuði er umspilsleikurinn við Portúgal á morgun síðasti séns á að ná í farseðilinn á HM. Eins og Dagný, sem er 31 árs, hefur sjálf nefnt gæti þetta jafnframt verið hennar síðasta tækifæri á ferlinum á að komast á HM. Hún segir íslenska liðið hafa öðlast dýrmæta reynslu í undanförnum leikjum. „Þetta er að mörgu leyti þriðji svona stórleikur okkar á árinu. Við spiluðum við Frakka sem var stórleikur og svo við Hollendinga sem var annar stórleikur. Því miður fóru þeir ekki okkur í hag svo vonandi fer þessi þriðji leikur okkur í hag. Hinir leikirnir gáfu okkur líka ótrúlega mikið. Það fylgdi því dýrmæt reynsla að fara í þá leiki þó að auðvitað vildi maður betri úrslit. Við þurfum líka að muna tilfinninguna eftir þá leiki, sem maður vill ekki finna aftur. Þá er það undir okkur komið að gera allt sem í okkar valdi stendur til að breyta þeirri tilfinningu í eitthvað betra og skemmtilegra,“ segir Dagný er hún ræðir við Vísi fyrir utan hótel landsliðsins í Porto í dag. Klippa: Dagný um Portúgal og úrslitaleikinn Mikið pláss fyrir kantmenn Íslands Dagný segir íslenska liðið búið að ná góðum æfingadögum saman, fyrst í Algarve og svo í dag í bænum Pacos de Ferreira þar sem leikurinn fer fram. „Ég held að möguleikarnir séu góðir. Við þurfum fyrst og fremst að spila okkar leik og fylgja okkar plani en Portúgalarnir eru með hörkulið, góðar að halda boltanum og með öskufljóta framherja. Við þurfum að spila góðan varnarleik því þær eru góðar sóknarlega. Svo þurfum við líka að vera klókar sóknarlega og nýta þær sóknir sem við fáum. Það verða pottþétt færi báðum megin,“ segir Dagný. Hún segir gott pláss eiga að geta myndast fyrir Sveindísi Jane Jónsdóttur og aðra kantmenn íslenska liðsins: „Þær spila með tígulmiðju svo það er mikið pláss úti á köntunum fyrir okkur. Við ættum því að geta skapað stöðuna 2 á 1 úti á köntunum en þurfum að hreyfa boltann hratt á milli kantanna. Það verður kannski svolítið þröngt á miðjunni. En við ættum að vera svolítið fljótari en þær fram á við, miðað við hvernig varnarlínan þeirra er. Helsti hraðinn þeirra er í þeirra sóknarmönnum og það eru þær sem eru hættulegastar í portúgalska liðinu.“ Ísland og Portúgal mætast klukkan 17 á morgun, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Vinni Ísland í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið beint á HM en vinni liðið í vítaspyrnukeppni er mögulegt að það þurfi að fara í aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Full vél fer með stuðningsmenn til Portúgal Uppselt er í flugvél Icelandair sem fer í dagsferð til Portúgal þar sem íslenska kvennalandsliðið mætir því portúgalska í leik upp á sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 10. október 2022 14:00 „Ömurlegt ef við myndum ekki ná þessu markmiði“ „Mér finnst eins og við séum búnar að bíða heila eilífð,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji íslenska landsliðsins sem á morgun spilar úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM í fótbolta næsta sumar. 10. október 2022 14:58 Sara slöpp fyrir leikinn um HM: „Hljóta að vera einhver lyf til að koma henni í gang“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gat ekki mætt í viðtöl í Porto í dag, daginn fyrir úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM, vegna slappleika. 10. október 2022 12:23 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei verið nær því að komast á HM en í ár, en eftir tapið gegn Hollandi í síðasta mánuði er umspilsleikurinn við Portúgal á morgun síðasti séns á að ná í farseðilinn á HM. Eins og Dagný, sem er 31 árs, hefur sjálf nefnt gæti þetta jafnframt verið hennar síðasta tækifæri á ferlinum á að komast á HM. Hún segir íslenska liðið hafa öðlast dýrmæta reynslu í undanförnum leikjum. „Þetta er að mörgu leyti þriðji svona stórleikur okkar á árinu. Við spiluðum við Frakka sem var stórleikur og svo við Hollendinga sem var annar stórleikur. Því miður fóru þeir ekki okkur í hag svo vonandi fer þessi þriðji leikur okkur í hag. Hinir leikirnir gáfu okkur líka ótrúlega mikið. Það fylgdi því dýrmæt reynsla að fara í þá leiki þó að auðvitað vildi maður betri úrslit. Við þurfum líka að muna tilfinninguna eftir þá leiki, sem maður vill ekki finna aftur. Þá er það undir okkur komið að gera allt sem í okkar valdi stendur til að breyta þeirri tilfinningu í eitthvað betra og skemmtilegra,“ segir Dagný er hún ræðir við Vísi fyrir utan hótel landsliðsins í Porto í dag. Klippa: Dagný um Portúgal og úrslitaleikinn Mikið pláss fyrir kantmenn Íslands Dagný segir íslenska liðið búið að ná góðum æfingadögum saman, fyrst í Algarve og svo í dag í bænum Pacos de Ferreira þar sem leikurinn fer fram. „Ég held að möguleikarnir séu góðir. Við þurfum fyrst og fremst að spila okkar leik og fylgja okkar plani en Portúgalarnir eru með hörkulið, góðar að halda boltanum og með öskufljóta framherja. Við þurfum að spila góðan varnarleik því þær eru góðar sóknarlega. Svo þurfum við líka að vera klókar sóknarlega og nýta þær sóknir sem við fáum. Það verða pottþétt færi báðum megin,“ segir Dagný. Hún segir gott pláss eiga að geta myndast fyrir Sveindísi Jane Jónsdóttur og aðra kantmenn íslenska liðsins: „Þær spila með tígulmiðju svo það er mikið pláss úti á köntunum fyrir okkur. Við ættum því að geta skapað stöðuna 2 á 1 úti á köntunum en þurfum að hreyfa boltann hratt á milli kantanna. Það verður kannski svolítið þröngt á miðjunni. En við ættum að vera svolítið fljótari en þær fram á við, miðað við hvernig varnarlínan þeirra er. Helsti hraðinn þeirra er í þeirra sóknarmönnum og það eru þær sem eru hættulegastar í portúgalska liðinu.“ Ísland og Portúgal mætast klukkan 17 á morgun, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Vinni Ísland í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið beint á HM en vinni liðið í vítaspyrnukeppni er mögulegt að það þurfi að fara í aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Full vél fer með stuðningsmenn til Portúgal Uppselt er í flugvél Icelandair sem fer í dagsferð til Portúgal þar sem íslenska kvennalandsliðið mætir því portúgalska í leik upp á sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 10. október 2022 14:00 „Ömurlegt ef við myndum ekki ná þessu markmiði“ „Mér finnst eins og við séum búnar að bíða heila eilífð,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji íslenska landsliðsins sem á morgun spilar úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM í fótbolta næsta sumar. 10. október 2022 14:58 Sara slöpp fyrir leikinn um HM: „Hljóta að vera einhver lyf til að koma henni í gang“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gat ekki mætt í viðtöl í Porto í dag, daginn fyrir úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM, vegna slappleika. 10. október 2022 12:23 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Sjá meira
Full vél fer með stuðningsmenn til Portúgal Uppselt er í flugvél Icelandair sem fer í dagsferð til Portúgal þar sem íslenska kvennalandsliðið mætir því portúgalska í leik upp á sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 10. október 2022 14:00
„Ömurlegt ef við myndum ekki ná þessu markmiði“ „Mér finnst eins og við séum búnar að bíða heila eilífð,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji íslenska landsliðsins sem á morgun spilar úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM í fótbolta næsta sumar. 10. október 2022 14:58
Sara slöpp fyrir leikinn um HM: „Hljóta að vera einhver lyf til að koma henni í gang“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gat ekki mætt í viðtöl í Porto í dag, daginn fyrir úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM, vegna slappleika. 10. október 2022 12:23