Ekki er lengur grunur um að andlátið hafi borið að með refsiverðum hætti. Við skoðun lögreglu og réttarmeinafræðings á vettvangi í upphafi máls komu fram óljósir þættir sem þörfnuðust frekari skoðunar, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.
Tveir menn voru af þeim sökum handteknir en þeir höfðu tengsl við hina látnu. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram á fimmtudag en hafa nú verið látnir lausir.
Rannsókn lögreglu er enn yfirstandandi og í tilkynningu kemur fram að frekari upplýsingar verði ekki veittar að svo stöddu.