Sannfærð um að fótboltahæfileikar Sveindísar komi frá mömmunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2022 09:00 Rakel Brynjólfsson, vinkona þeirra hjóna Jóns og Eunice, í blárri treyju. Stoltir foreldrarnir klæðast hvítu í dag. Vísir/Vilhelm Mikið mun mæða á Sveindísi Jane Jónsdóttur landsliðskonu í leiknum gegn Portúgal í dag. Vonarstjarna íslensks fótbolta á dyggan stuðningshóp sem verður á sínum stað í stúkunni ytra. Hjónin Jón Sveinsson og Eunice Quason voru í banastuði á Joe and the Juice í morgunsárið. Þau eru foreldrar Sveindísar og heldur betur stolt af dóttur sinni. „Og öllu liðinu, frá A til Ö. Þær eru geggjaðar,“ segir Jón. Það hafi ekki verið erfið ákvörðun að ákveða að fylgja liðinu utan. Jón skellihlær. „Nei nei, það var ákveðið strax. Svo heyrðum við af þessari pakkaferð og stukkum á hann. Við hefðum alltaf farið út eftir einhverjum leiðum,“ segir Jón. Þau eru hluti af um tíu manna hóp sem styður Sveindísi alla leið. Tengdaforeldrarnir og tengdasonur er þar á meðal. Eunice, móðir Sveindísar, fagnar spurningu blaðamanns um hvaðan fótboltahæfileikarnir komi. „Hæfileikana fær hún frá mér, hraðann frá pabba sínum,“ segir hún og ekki hreyfir Jón við mótmælum. „Ég spilaði fótbolta í Gana þegar ég var lítil, svona frá tólf til fjórtán ára. En á þeim tíma spiluðu stelpur í Gana ekki fótbolta svo foreldrar mínir leyfðu það ekki. Ef ég væri lítil í dag hefði ég ekkert hlustað á þá, en þannig var staðan þá,“ segir Eunice. Hún hafi elskað að spila fótbolta. „Ég var eins og strákur, gerði allt eins og strákur.“ Eunice skartar glæsilegum bláum lokkum í tilefni dagsins. Fléttum sem hún gerir ekki mikið úr, hafi bara tekið hana þrjá tíma. „Ég gerði hverja fléttu fyrir sig og límdi svo á hausinn,“ segir Eunice eldhress. Hún heyrði í dóttur sinni í gær. „Hún er sko til í slaginn. Ég bað hana um að skora eitt mark fyrir mömmu sína. Ég hugsa að hún geri það,“ segir Eunice. Hún er bjartsýn á sigur og þar með farseðilinn á HM á næsta ári. „Ég er níutíu prósent viss. Ég hef það á tilfinningunni. Ekki alveg hundrað prósent, en níutíu prósent.“ Jón tekur undir þetta. „Ekkert öðruvísi. Við erum ekkert að fara þarna öðruvísi en að vinna þetta.“ HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Skyndiákvörðun sex meyja af Skaganum Þrjár framtíðar landsliðskonur af Skaganum voru heldur betur spenntar fyrir ferðalaginu til Portúgal þegar blaðamaður hitti á þær í flugstöðinni í morgun. Þær segja ekki spurning að stelpurnar okkar vinni sigur ytra í dag og tryggi sér farseðilinn á HM í fyrsta skipti. 11. október 2022 06:42 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Sjá meira
Hjónin Jón Sveinsson og Eunice Quason voru í banastuði á Joe and the Juice í morgunsárið. Þau eru foreldrar Sveindísar og heldur betur stolt af dóttur sinni. „Og öllu liðinu, frá A til Ö. Þær eru geggjaðar,“ segir Jón. Það hafi ekki verið erfið ákvörðun að ákveða að fylgja liðinu utan. Jón skellihlær. „Nei nei, það var ákveðið strax. Svo heyrðum við af þessari pakkaferð og stukkum á hann. Við hefðum alltaf farið út eftir einhverjum leiðum,“ segir Jón. Þau eru hluti af um tíu manna hóp sem styður Sveindísi alla leið. Tengdaforeldrarnir og tengdasonur er þar á meðal. Eunice, móðir Sveindísar, fagnar spurningu blaðamanns um hvaðan fótboltahæfileikarnir komi. „Hæfileikana fær hún frá mér, hraðann frá pabba sínum,“ segir hún og ekki hreyfir Jón við mótmælum. „Ég spilaði fótbolta í Gana þegar ég var lítil, svona frá tólf til fjórtán ára. En á þeim tíma spiluðu stelpur í Gana ekki fótbolta svo foreldrar mínir leyfðu það ekki. Ef ég væri lítil í dag hefði ég ekkert hlustað á þá, en þannig var staðan þá,“ segir Eunice. Hún hafi elskað að spila fótbolta. „Ég var eins og strákur, gerði allt eins og strákur.“ Eunice skartar glæsilegum bláum lokkum í tilefni dagsins. Fléttum sem hún gerir ekki mikið úr, hafi bara tekið hana þrjá tíma. „Ég gerði hverja fléttu fyrir sig og límdi svo á hausinn,“ segir Eunice eldhress. Hún heyrði í dóttur sinni í gær. „Hún er sko til í slaginn. Ég bað hana um að skora eitt mark fyrir mömmu sína. Ég hugsa að hún geri það,“ segir Eunice. Hún er bjartsýn á sigur og þar með farseðilinn á HM á næsta ári. „Ég er níutíu prósent viss. Ég hef það á tilfinningunni. Ekki alveg hundrað prósent, en níutíu prósent.“ Jón tekur undir þetta. „Ekkert öðruvísi. Við erum ekkert að fara þarna öðruvísi en að vinna þetta.“
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Skyndiákvörðun sex meyja af Skaganum Þrjár framtíðar landsliðskonur af Skaganum voru heldur betur spenntar fyrir ferðalaginu til Portúgal þegar blaðamaður hitti á þær í flugstöðinni í morgun. Þær segja ekki spurning að stelpurnar okkar vinni sigur ytra í dag og tryggi sér farseðilinn á HM í fyrsta skipti. 11. október 2022 06:42 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Sjá meira
Skyndiákvörðun sex meyja af Skaganum Þrjár framtíðar landsliðskonur af Skaganum voru heldur betur spenntar fyrir ferðalaginu til Portúgal þegar blaðamaður hitti á þær í flugstöðinni í morgun. Þær segja ekki spurning að stelpurnar okkar vinni sigur ytra í dag og tryggi sér farseðilinn á HM í fyrsta skipti. 11. október 2022 06:42