Beinum kröftum okkar á réttan stað Kristín Linda Árnadóttir og Jóna Bjarnadóttir skrifa 12. október 2022 10:01 Tímarnir hafa breyst. Núna er sama hvort viðmælandinn starfar hjá einka- eða ríkisfyrirtæki eða er við stjórnvölinn hjá félagasamtökum eða á þjóðarskútunni. Öll eiga það sameiginlegt að vilja leggja hönd á plóg í baráttunni gegn loftslagsvandanum. Þau gera það á eigin vinnustað og í einkalífinu en ekki síst með því að stuðla að samstarfi fjölda aðila alls staðar í samfélaginu. Kraftarnir nýtast auðvitað best þegar við vitum hvert á að beina þeim. Þar vill myndin fljótt riðlast. Við vitum öll að við þurfum að draga úr losun koldíoxíðs og við vitum að stjórnvöld, bæði hér á landi og víðast hvar annars staðar, hafa sett sér ákveðin markmið og skuldbundið sig til að draga úr losun sem því nemur. En við erum samt ekki alltaf að tala um sama hlutinn. Þrír aðskildir flokkar Í stuttu máli falla skuldbindingar okkar Íslendinga í loftslagsmálum í þrjá flokka: Samfélagslosun (ESR) Viðskiptakerfi með losunarheimildir (ETS) Landnotkun og skógrækt (LULUCF) Fyrsti flokkurinn nær yfir losun á beina ábyrgð Íslands sem ríkið hefur skuldbundið sig til að minnka í samningum við aðrar þjóðir. Þessi flokkur er oft nefndur samfélagslosun því í honum er losun okkar almennings og flestra fyrirtækja annarra en stóriðju, millilandaflugs og millilandasiglinga sem falla undir viðskiptakerfi með losunarheimildir. Samfélagslosun er því t.d. öll losun frá vegasamgöngum, fiskiskipum, losun vegna orkuframleiðslu jarðvarma og smærri iðnaðar og losun vegna landbúnaðar og úrgangs. Hér er verk að vinna því losun í stærstu geirum atvinnulífsins sem eru í þessum flokki hækkar nú á milli ára, á meðan losun dregst saman í hinum tveimur flokkunum. Ísland er samkvæmt bráðbirgðaniðurstöðum Umhverfisstofnunar rétt innan marka 2021 en með sama áframhaldi stefnir í að við náum ekki settu marki sem lækkar ár frá ári. Ísland hefur sett sér skýr markmið um samdrátt í losun. Eftir aðeins átta ár ætla landsmenn að hafa dregið úr samfélagslosun sinni úr 2,7 milljónum tonna á ári niður í 1,4 milljónir tonna. Það að draga úr losun um 1,3 milljónir tonna fyrir árið 2030 krefst samstillts og einbeitts átaks. Fjöldi góðra verkefna er í burðarliðnum en við þurfum að skoða vel hvaða verkefni skila okkur þeim árangri sem að er stefnt, þ.e. að draga úr samfélagslosun okkar og uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar. Sumir gætu spurt hvort þetta skipti einhverju máli. Eru þetta ekki bara bókhaldsreglur og við eigum bara að fara í þær aðgerðir sem okkur henta best á hverjum tíma? Svarið við því er nei, þetta snýst ekki bara um bókhaldsreglur heldur hafa þessar reglur verið settar til að halda utan um losun gróðurhúsaloftegunda sem hvað mestu máli skipta. Þetta er ástæðan fyrir því að orkuskiptin skipta okkur Íslendinga svona miklu máli, þar liggja okkar stóru tækifæri til að standa við skuldbindingar okkar. Engar skyndilausnir Það eru engar auðveldar skyndilausnir til í loftslagsmálum. Við verðum að ráðast í orkuskipti af fullum þunga, losa okkur við olíu og bensín og treysta á grænu, endurnýjanlegu orkuna okkar. Við getum heldur ekki fagnað of snemma þótt góður árangur hafi náðst innan viðskiptakerfis með losunarheimildir og í samdrætti nettó losunar frá landnotkun og skógrækt. Það nægir ekki að endurheimta votlendi, þótt það eitt sé vissulega gott lofslagsverkefni sem eflir líffræðilega fjölbreytni. Sú fjölbreytni kemur hins vegar ekki í staðinn fyrir þær kröfur sem til okkar eru gerðar um að draga úr losun frá vegasamgöngum, fiskiskipum, orkuframleiðslu, iðnaði eða landbúnaði. Þar er við sjálfstætt og afar krefjandi verkefni að fást. Kristín Linda er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Jóna er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfiss hjá fyrirtækinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Linda Árnadóttir Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Tímarnir hafa breyst. Núna er sama hvort viðmælandinn starfar hjá einka- eða ríkisfyrirtæki eða er við stjórnvölinn hjá félagasamtökum eða á þjóðarskútunni. Öll eiga það sameiginlegt að vilja leggja hönd á plóg í baráttunni gegn loftslagsvandanum. Þau gera það á eigin vinnustað og í einkalífinu en ekki síst með því að stuðla að samstarfi fjölda aðila alls staðar í samfélaginu. Kraftarnir nýtast auðvitað best þegar við vitum hvert á að beina þeim. Þar vill myndin fljótt riðlast. Við vitum öll að við þurfum að draga úr losun koldíoxíðs og við vitum að stjórnvöld, bæði hér á landi og víðast hvar annars staðar, hafa sett sér ákveðin markmið og skuldbundið sig til að draga úr losun sem því nemur. En við erum samt ekki alltaf að tala um sama hlutinn. Þrír aðskildir flokkar Í stuttu máli falla skuldbindingar okkar Íslendinga í loftslagsmálum í þrjá flokka: Samfélagslosun (ESR) Viðskiptakerfi með losunarheimildir (ETS) Landnotkun og skógrækt (LULUCF) Fyrsti flokkurinn nær yfir losun á beina ábyrgð Íslands sem ríkið hefur skuldbundið sig til að minnka í samningum við aðrar þjóðir. Þessi flokkur er oft nefndur samfélagslosun því í honum er losun okkar almennings og flestra fyrirtækja annarra en stóriðju, millilandaflugs og millilandasiglinga sem falla undir viðskiptakerfi með losunarheimildir. Samfélagslosun er því t.d. öll losun frá vegasamgöngum, fiskiskipum, losun vegna orkuframleiðslu jarðvarma og smærri iðnaðar og losun vegna landbúnaðar og úrgangs. Hér er verk að vinna því losun í stærstu geirum atvinnulífsins sem eru í þessum flokki hækkar nú á milli ára, á meðan losun dregst saman í hinum tveimur flokkunum. Ísland er samkvæmt bráðbirgðaniðurstöðum Umhverfisstofnunar rétt innan marka 2021 en með sama áframhaldi stefnir í að við náum ekki settu marki sem lækkar ár frá ári. Ísland hefur sett sér skýr markmið um samdrátt í losun. Eftir aðeins átta ár ætla landsmenn að hafa dregið úr samfélagslosun sinni úr 2,7 milljónum tonna á ári niður í 1,4 milljónir tonna. Það að draga úr losun um 1,3 milljónir tonna fyrir árið 2030 krefst samstillts og einbeitts átaks. Fjöldi góðra verkefna er í burðarliðnum en við þurfum að skoða vel hvaða verkefni skila okkur þeim árangri sem að er stefnt, þ.e. að draga úr samfélagslosun okkar og uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar. Sumir gætu spurt hvort þetta skipti einhverju máli. Eru þetta ekki bara bókhaldsreglur og við eigum bara að fara í þær aðgerðir sem okkur henta best á hverjum tíma? Svarið við því er nei, þetta snýst ekki bara um bókhaldsreglur heldur hafa þessar reglur verið settar til að halda utan um losun gróðurhúsaloftegunda sem hvað mestu máli skipta. Þetta er ástæðan fyrir því að orkuskiptin skipta okkur Íslendinga svona miklu máli, þar liggja okkar stóru tækifæri til að standa við skuldbindingar okkar. Engar skyndilausnir Það eru engar auðveldar skyndilausnir til í loftslagsmálum. Við verðum að ráðast í orkuskipti af fullum þunga, losa okkur við olíu og bensín og treysta á grænu, endurnýjanlegu orkuna okkar. Við getum heldur ekki fagnað of snemma þótt góður árangur hafi náðst innan viðskiptakerfis með losunarheimildir og í samdrætti nettó losunar frá landnotkun og skógrækt. Það nægir ekki að endurheimta votlendi, þótt það eitt sé vissulega gott lofslagsverkefni sem eflir líffræðilega fjölbreytni. Sú fjölbreytni kemur hins vegar ekki í staðinn fyrir þær kröfur sem til okkar eru gerðar um að draga úr losun frá vegasamgöngum, fiskiskipum, orkuframleiðslu, iðnaði eða landbúnaði. Þar er við sjálfstætt og afar krefjandi verkefni að fást. Kristín Linda er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Jóna er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfiss hjá fyrirtækinu.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar